Íslendingur


Íslendingur - 24.06.1959, Blaðsíða 4

Íslendingur - 24.06.1959, Blaðsíða 4
4 •7 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 24. júní 1959 ír^L*- Útgefandi: Útgáfufélag íslcndingi. Ritatjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson, Fjólug. 1. Sími 1375. Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnarstræti 67. Sími 1354. Opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13.30—17.30, aðra daga kl. 10—12 og 13.30—17.30. Laugardaga kl. 10—12. Pren.tsm.i3ja Björns Jónssonar h.f Kjósum Magnús Jónsson á þing Eins og öllum Eyfirðingum er kunnugt munu kosningarnar í vor snúast um það hér í Eyjafjarðar- sýslu, hvort kosnir verða Bern- harð Stefánsson og Magnús Jóns- son, svo sem verið hefir, eða hvort Framsóknarflokkurinn fær 2 full- trúa kjörna. Ekki skal dregið í efa, að langflestir Eyfirðingar munu vilja, að fulltrúar þeirra verði hinir sömu og verið hefir. Samvinna þeirra Bernharðs og Magnúsar hefir verið mjög góð, og er sannkölluð fyrirmynd þess, sem koma skal með breyttri kjör- dæmaskipan. Hitt er svo annað mál, að baráttan hefir alla jafna staðið milli fyrsta manns Sjálf- stæðisflokksins og annars manns Framsóknar hér í sýslunni, og hafa Framsóknarmenn við hverj- ar kosningar hamrað á því, að nú mundu þeir fella Sjálfstæðismann- inn. Hefir enda oft verið tvísýnt um úrslit og svo er einnig nú. Magnús Jónsson hefir verið mætur og dugandi þingmaður fyrir sitt kjördæmi. Allir, hverra flokka, sem þeir hafa verið, hafa getað leitað til hans og ekki þurft að ganga frá honum bónleiðir til búðar. Einmitt þess vegna hafa Eyfirðingar viljað halda þing- mannaskipan sinni óbreyttri. En Magnús hefir ekki einasta verið mætur og dugandi þingmaður fyrir sitt kjördæmi. Hann hefir verið góður fulltrúi allrar þjóðar- innar á þingi og svo á hver þing- maður að vera. Eyfirðingar! Samein- umst því allir um að gera kosningasigur Magnúsar Jónssonar sem glæsileg- asfan á sunnudaginn kemur. Kjörorð okkar er: Magnús Jónsson skal á þing! Hraði á snældunni Á framboðsfundum undanfarið hafa kommúnistar látið sér alltítt um varnarmálin og talið dvöl varn arliðsins hér að undanförnu eiga meginsök á því, að menn hafi horf ið frá framleiðslunni og leitað sér vinnu á Suðurnesjum. Það er auð- vitað fjarri lagi, að allir þeir, sem unnið hafa beint eða óbeint á veg- um varnarliðsins hafi komið frá framleiðslustörfum. Fjöldi manna hefir unnið þar, sem áður vann við óarðbær störf, eða jafnvel lítil sem eng.in störf. En flestum mun í fersku minni, að kommúnistum hefir ekki alltaf verið vinna hjá varnarliðinu ógeð felld. Að vísu lögðu þeir mjög á móti henni fyrsta hernámsár Breta og kölluðu hana „landráða- vinnu“, en á einni nóttu sneru þeir snældunni svo hvatlega, að þeir sem að kvöldi höfðu lagt frá sér áhöldin í „Iandráðavinnunni“ voru að morgni hvattir til að leggja sig fram í „landvarnar- vinnunni“, en til þess lá sú ástæða, að um nóttina hafði Hitler rofið vináttusamninginn v.ið Stalin og sent her sinn inn í Rússland. Það veldur hver á heldur, jpegar komm únistar eru að meta, hvort vinnan er óþörf eða þörf, og þarf ekki langan tíma til að gera hvítt svart, innhverfu úthverfu og hið óþarfa þarft eða öfugt. Annar flokkur hefir einnig sýnt svipaðan snúningshraða, og er dæmið frá 1956 einna nærtæk- ast. Rétt fyrir kosningarnar þá sagði Tíminn um Alþýðubanda- lagið: „Ekkert samstarf vcrður haft við þetta bandalag kommúnista, af þvi að þeir eru ekki hóti sam- starfshæfari, þótt þeir hafi skipt um nafn." Síðan liðu 14 dagar. Hræðslu- bandalagið hafði ekki náð hrein- um meirihluta við kosningarnar eins og meistarar þess höfðu áður reiknað út. Þá segir Tíminn (7. júlí 1956): „Það er lika staðreynd, að mik- ill munur er ó Alþýðubandalaginu og Sósialistaflokknum, að banda- lagið styðja ýmsir menn, er af- ncita kommúnismanum." (!) Þeir, sem afneitað höfðu komm- únistunum en voru nú að undir- búa myndun ríkisstjórnar með þeim, urðu að gefa einhverjar skýringar á því, en lítilfj örlegri gátu þær varla orðið. Það er hollt fyrir kjósendur að hugleiða, hvers vænta mó af slik- um flokkum, ef þeir fengju að- stöðu til að mynda rikisstjórn sið- ar, — flokkum, sem segja eitt í dag og annað ó morgun. --------------□----------- Ljóðskáld á laiinum kveður sér hljóðs. -— í SÍÐASTA BLAÐI var skýrt frá út- hlutun listamannalauna, og var þar lýst nokkurri furðu yfir því, að akureyrskir rithöfundar, sem gefið hafa út nokkrar i hækur í bundnu máli og óbundnu og verið á listamannaskrá, hlutu nú engin laun, en upp var tekið ungt ljóðskáld, sem gefið hefir út eina ljóðabók. ÉG IIAFÐI EKKI fyrr lesið þessa frá- sögn, en ég rakst á nær heilsíðuljóð í Þjóðviljanum eftir þetta heppna ljóð- skáld. Nefnist það „stofuhundaelegían" og birtist í þjóðhátíðarútgáfu blaðs- ins. Kom mér í hug, að með ,því væri skáldið að kvitta fyrir rausn úthlutun- arnefndar. Læt ég hér fara lítið brot úr kvæðinu: „Leiktrúður dauðans harmur jöklanna vitfirríngur í brynserk barn með alvæpni framvinda ofurmennskunnar með sigurbros á vör hamingja kráreigandans nektargaman ráðherradótturinnar teikn stígandi menningar í einkennisbúníngi skrautreið uppmn alla veggi vakníng á norðurhjara heims vestræn ángandi náttúra stríðsmannsins les blóm þín ó bláfjallageimur og stofuhundur sleikir skít af skóm ó herra trúr hve heimsins úníform glansar æ herramaður eigðu fisk úr sjó á meðan lánsöm lítil pæja dansar við leiktrúð dauðans kalypsó." EINS og sjá má, er ekki verið að „spandéra" lestrarmerkjum eða upp- hafsstöfum f þetta þjóðhátíðarljóð unga skáldsins verðlaunaða og ber að virða hverja sparnaðarviðleitni sem sýnd er nú til dags. En það hefir löng- um verið notað sem afsökun við þvf að lesa Ijóð Einars Benediktssonar, að þau væru þung og torskilin. Væntan- lega skilja menn þessa framleiðslu bet- ur, þótt ég verði að játa, að mér gengur betur að skilja Einar. Ua »refshdhini ii» tg Kinnarbiendur Hafa foringjar Framsóknar flutt í þéttbýlið af nduttlungum og sérhlífni« í Suður-Þingeyjarsýslu stóð vagga samvinnuhreyfingarinnar, eða nánar til tekið í Ljósavatns- hreppi, og hefir minnissúla ein verið reist henni til dýrðar að Yztafelli. Það er kaldhæðni örlag- anna að um þessar mundir skulu koma, einmitt úr þessum hreppi, mestu sundrungarmennirnir, sem látið hafa til sín heyra í,stjórn- málalífinu í dag. Þrír menn hafa vitnað í Degi, Tímanum og Kjör- dæmablaðinu gegn sameiningu í stærri kjördæmi, andmælt sam- vinnu stærri heilda og slegið á út- rétta hönd þéttbýlisins til sátta. Allt eru þetta samvinnufrömuðir, sem nú gerast samvinnuböðlar. „Refskókin mikla". En þeir hafa ekki látið staðar numið við þetta, heldur hafa þeir farið með svo fáheyrt rugl um ýmsa aðra þætti stjórnmálanna, að furðu gegnir. Hér í blaðinu hafa Jóni í Felli og Helga á Gvendarstöðum verið gerð nokk- ur skil, en „óbættur“ liggur þá Baldur bóndi á Ofeigsstöðum. Ilann ritar í síðasta tölublað Dags um „refskákina miklu“. Þar segir hann meðal annars: „Þrótt fyrir þetta hefir jafnvægi EKKI haldizt og timar breyttra þjóðlifshótta umsnúið stórumhluta islcnzkra bænda í þéttbýlisflokka bæjanna. Þetta fólk og það, sem fyrir var í bæjunum, virðist margt lita svo ó, oð fornhelgur réttur sveitanna til óhrifa ó löggjöf og stjórn okkar lands, eigi að fylgjast milli staða með hverjum FLOKKU- MANNAHÓPI, SEM AF DUTTL- UNGUM, SÉRHLÍFNI EÐA ÖÐR- UM PERSÓNULEGUM ÁSTÆÐ- UM, FLYTUR BÚSETU SÍNA UM ÓÁKVEÐINN TÍMA." Hér er enn talað um hinn marg- nefnda „fornhelga rétl sveitanna“, sem eftir kenningu Framsóknar- manna ætti jafnvel að vera fyrir hendi, þótt heil héruð legðust í auðn. Landfræðirétturinn skal að þeirra dómi ráða, jafnvel þótt engin sál væri til að gæta hans. Hverjir fylla flökkumannahópa? Þá væri gaman að spyrja 0- feigsstaðabóndann hverj.ir fylla þessa „flökkumannahópa, sem af duttlungum og sérhlíjni“ settust að í þéttbýlinu. Nærtækast er þá að spyrja hann, hvort Þórir bróð- ir hans hafi flakkað til Reykjavík- ur og gerzt þar forstjóri Teikni- stofu landbúnaðarins af duttlung- um eða sérhlífni, eða hvort Bern- harð Stefánsson fluttist til Akur- eyrar og hætti að búa á Þverá í Öxnadal af sérhlífni. Þannig mætti lengi telja. En þetta nægir í bili. Þá segir Baldur einnig um Reykj avík: „Þar er yfirstjórn heilbrigðis- móla, dómsmóla, menningarmóla, atvinnumóla, fjórmóla, kirkju- móla, íþrótta, iðnaðar og lista Hvernig stendur á því að bónd- inn á Ófeigsstöðum nefnir ekki sérstaklega „landbúnaðarmálin" í þessu sambandi. Hann veit þó manna bezt, að yfirstjórn þeirra er í Reykjavík, því hann fer sjálf- ur árlega þangað til setu á Búnað- arþingi. Sú virðulega samkoma hefir samþykkt að sitja þar um Flytur hann af duttlungum til Reykjavíkur? alla framtíð og hvergi annars stað- ar, m. a. með því að ákveða bygg- ingu landbúnaðarhallar upp á tugi milljóna í sjálfri höfuðborg- inni og leggja sérstakan skatt á bændur landsins til þess að hægt verði að koma þessari milljóna- höll upp. Er það ekki flökkumannahópur íslenzkra bænda, sem af „duttl- ungum og sérhlífni“ á að sitja þar í framtíðinni, starfa fyrir land- búnaðinn og þinga þar honum til halds og blessunar? Ótf-inn við Reykjavíkurvaldið. Það væri ekki ófróðlegt að fá um þetta skýringu frá stórbónd- anum á Ófeigsstöðum í Kinn, sem alizt hefir upp í vöggu samvinnu- hreyfingarinnar og sér nú engan draug jafn ógurlegan og Reykja- víkurvaldið og álasar mætustu bændum og þingskörungum lands- ins fyrir að liafa látið ruglast af áróðri þessa valds. En hvað veldur ruglun þeirri, er hinn greindi og hagorði Ó- feigsstaðabóndi hefir orðið fyrir? Ilvernig má það vera að hann uni setu á Búnaðarþingi ár eftir ár í Reykjavík, leggi skalt á sjálfan sig og stéttarbræður sína til hall- arbyggingar í Reykjavík. Hyggur hann máske til þáttlöku í „flökku- mannahópnum, sem af dutllung- um og sérhlífni flytur búsetu sína um óákveðinn tíma?“ ★

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.