Íslendingur


Íslendingur - 24.06.1959, Blaðsíða 6

Íslendingur - 24.06.1959, Blaðsíða 6
6 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 24. júní 1959 þ. m., að svo gæti farið í næstu kosningum, að Alþýðuflokkurinn fengi engan þingmann kjörinn — og hyrfi þannig af Alþingi. Við síðustu kosningar fylgdu 19,2% kjósenda Alþýðuflokknum að mál um og í næstu kosningum á undan 15.6%. Telja menn það fagra mynd af „lýðræði“, að Alþýðu- flokkurinn fengi engan þingmann, sem Framsóknarmenn bersýnilega vona núna, jafnvel þótt flokkurinn tapaði verulegu fylgi? Er ekki eitthvað meira en lítið hogið við slíkt kosningafyrirkomulag? Á það hefir hvað eftir annað verið bent, að lýðræðinu stafaði hætta af kjördæmaskipan, sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðar- innar hlvti að telja rangláta. Það hefir einnig komið í ljós, að flokk- ur, með meirihluta á Alþingi, en með minni hluta þjóðarinnar að baki sér, á í vök að verjast með að stjórna landinu. Árið 1931 hlaut Framsóknarflokkurinn hrein an meirihluta á Alþingi út á 36% greiddra atkvæða. Flokkurinn myndaði að sjálfsögðu ríkisstjórn en varð brátt að gefast upp. Hræðslubandalagið vantaði ekki nema örfá atkvæði í nokkrum kjördæmum við síðustu kosning- ar til þess að fá hreinan þing- meirihluta út á um 34% greiddra atkvæða. Hafa menn trú á því, að stjórn með svo veikan bakhjarl hefði stjórnað landinu svo vel færi? Ég held ekki — hún hefði gefist upp eins og Framsóknar- stjórnin forðum. Fordæmi Norðurlandaþjóða. Ég er þairrar skoðunar, að sú kjördæmaskipan, sem nú hefir verið samþykkt, og borin verður aftur upp á Alþingi eftir kosning- ar til samþykktar eða synjunar, henti okkur eftir atvikum bezt. Með henni er tekið fullt tillit til sérstöðu sveitanna — án þess þó að grundvallaratriði lýðræðisins séu sniðgengin. Gengið er út frá því, að kosnir verði samtals 49 þingmenn hlutbundinni kosningu: fimm þingmenn í 5 kjördæmum, sex þingmenn í tveim kjördæm- um og 12 þingmenn í langsamlega fjölmennasta kjördæminu, Reykja vík. Síðan komi 11 landskjörnir þingmenn til jöfnunar á milli þingflokka. Þingmenn verði þann ig samtals 60. Með þcssu fyrirkomulagi kom- um við íil með oð fylgja fordæmi bræðroþjóðo okkar á Norðurlönd- um, sem búið hafa við hlutfalls- kosningar í stórum kjördæmum um óratugaskeið, og gefist vel. Þor hafa smóflokkarnir ekki orðið sú hætta fyrir stjórnarfarið, sem Framsóknarmenn halda fram að fylgi alltaf hlutfallskosningum. Siður en svo. I öllum þessum lönd- um hefir stjórnarfarið verið í föst- um skorðum og cngar tillögur verið uppi um breytingar svo kunnugt sé. Ummæli spakra manna. Af marggefnu tilefni vil ég vekja athygli hlustenda á því, að baráttan fyrir því að færa kjör- dæmaskipunina í meiri réttlætis- átt, þannig, að kjördæmin hafi þingmenn í einhverju samræmi við kjósendatölu, er síður en svo ný til komin. Hún hófst strax næstu árin eftir að Alþingi var endurreist. Einn fjölnismanna, Brynjólfur Pétursson, lýsir sig í bréfi til Pét- urs bróður síns, síðar biskups, mótfallinn því, að kjördæmaskip- unin byggist á sýsluskiptingunni, þannig að allar sýslur hafi sömu þingmannatölu, án tillits til fólks- fjölda. Jón Sigurðsson, forseti, sagði í þingræðu ár.ið 1847, orðrétt: „Það er án efa víst, að þing- manna-talan, sem nú er, er meiri að tiltölu en annars staðar, eftir fólksfj ölda, en það er annað at- riði, sem hér ríður meira á að hafa fyrir augum, og það er jöjn- uðurinn í landinu sjálfu. Þessum jöfnuði eru menn einnig að leit- ast við að koma á annars staðar, þar sem annaðhvort stéttunum er gefinn misjafn réttur, svo að að- allinn til að m. hefir miklu fleiri fulltrúa að tiltölu, eða réttinum er skipt misjafnt milli héraða eða staða, svo að lítil þorp með fáum ihnbúum hafa eftir gömlum vana jafnan rétt til að kjósa fulltrúa eins og stórir staðir. A líkan hátt þarf að komast jöfnuður milli héraðanna hjá oss; því það er undarlegt, að Vestmannaeyjar með 300 íbúa, Reykjavík með 8 eða 9 hundruðum, Strandasýsla með 1000, Norðurþingeyjarsýsla, o. fl., skuli kjósa jafnt einn full- trúa, eins og Arnessýsla með 5000, og margar aðrar hinar fjöl- byggðustu sýslur“. (Alþt. 1847, bls. 758). Ennfremur segir Jón Sigurðs- son 6Íðar: „Það var sagt, að ef ein sýsla hefði tvo fulltrúa, þá ættu allar að hafa það; en til þessa sé ég enga ástæðu. Þingin eru byggð á því, að allsherjarviljinn geti kom- ið fram, fyrir munn fulltrúa þjóð- arinnar; en þetta leiðir til þess, að fulltrúafjöldinn verður hvað helzt að byggjast á innbúafjöldan- um, og jafnast eftir honum.“ Þessi orð Jóns Sigurðssonar verða ekki misskilin. Á árunum 1905 og 1907 flutti Hannnes Hafstein frumvarp á Al- þingi um stór kjördæmi með hlut- fallskosningum. í framsögu fyrir tillögunum sagði ráðherrann þá m. a.: „Það hefir lengi verið viður- kennt nauðsynlegt að breyta kjör- dæmaskipuninni, og hafa ýmsar tillögur um það komið fram á undanfarandi þingum. Nefndin, sem hafði kosningafrumvarpið til meðferðar á Alþingi 1901, lét í ljósi, að hún vænti þess, að stjórn- in veitti þörfinni á nýrri kjör- dæmaskipun sérstaka athygli og umhyggju, svo fljótt, sem föng væru á og kæmi með tillögur um nýja kj ördæmaskipun með réttri hliðsjón af íbúafjölda, kjósenda- fjölda og landsháttum.“ Ennfremur sagði ráðherrann á öðrum stað: „Ein af aðalástæðunum fyrir því að breyta þarf kjördæmaskip- uninni er hinn afarmikli ójöfnuð- ur, sem nú er milli kjördæmanna að íbúatölu og kjósendamagni í hlutfalli við fulltrúa.“ Tillögur þær, sem Alþingi hefir nú samþykkt eru mjög svipaðar tillögum Hannesar Hafstein. í umræðum um stjórnarskrár- breytingu á Alþingi 1907 sagði Pétur Jónsson frá Gautlöndum m. a. um hlutfallskosningar, að sú kosningaaðferð muni verða til þess að „efla sannan pólitískan þroska í landinu“ og væri réttlát- asta kosningaaðferðin.“ Þórhallur Bj arnason, biskup, þingmaður Borgfirðinga, var sama sinnis, þar sem hann sagði í þingræðu: „Fyrir mér eru góð hlutfallskosningalög hita- og kappsmál, því þau eru runnin af rót réttlætishugsjónarinnar.“ Firrurnar í áróðri Framsóknar. í sambandi við kjördæmamálið bera Framsóknarmenn fram alls- konar firrur, sem ætlast er til að fólk leggi eyrun við — eins og t. d. að svipta eigi heil byggðalög pólitískum réttindum, þurrka eigi út íslenzka bændamenningu og margt fleira af svipuðu tagi. Þá er því og mjög haldið á lofti, að flokkstjórnirnar í Reykjavík komi til með að verða einráðar með skipun framboðslista í hinum ein- stöku kjördæmum. Ef til vill hafa Framsóknarmenn ástæðu til þess að óttast ofríki af hendi leiðtoga sinna í Reykjavík, en ekki hefir orðið vart neins slíks ótta hjá fylgismönnum annarra flokka, sem ganga út frá því, að framboð verði eftirleiðis ákveðin af heima- mönnum sjálfum, eins og verið hefir. í áróðri sínum hér í bænum reyna Framsóknarmenn sérstak- lega að læða því inn hjá fólki, að svipta eigi Akureyringa þingfull- trúa með því að Akureyrarkjör- dæmi verði lagt niður, eins og Jreir segja. Með öðrum orðum — höfuðstaður Norðurlands á að verða áhrifalaus á Alþingi, eftir að hann kýs sex þingfulltrúa með nærliggjandi sveitum. Á Akureyri bera Framsóknar- menn það út, að Akureyringar komi til með að ráða litlu um skipun framboðslista í væntanlegu kjördæmi, sveitirnar muni ráða. Á fundum í Suður-Þingeyjarsýslu segir svo Karl Kristjánsson, fram- bjóðandi, að Akureyringar komi til með að ráða öllu. Þar fellur það betur í kramið.. Hver trúir því í alvöru, að um 4800 kjósendur hér í bænum komi ekki til með að ráða neinu um val frambjóðanda í kjördæminu?Auð vitað er það hin mesta fjarstæða alveg eins og það, að gengið yrði algerlega fram hjá óskum sveit- anna. Að sjálfsögðu yrði í því efni farið bil beggja. Ef litið er áhagsmuni Akureyrar út af fyrir sig, ætti þaS að vera Ijóst, að þeir verða ekki siður tryggðir i höndum sex þingmanna, sem kosnir eru af Akureyringum og kjósendum í næstu byggðar- lögum, en eins þingmanns, sem verið hefir. Með þvi móti er þó alla vega tryggt, að bæjarbúar hefðu alltaf aðgang að þingmönn- um í stjórnaraðstöðu, sem svo mikið er lagt upp úr. Sameiginlegir hagsmunir. „Dagur“ hefir bent á það sem alveg sérstakt glaprœði, að ætla svo stórum bæ sem Akureyri að vera í kjördæmi með sveitum, og gefur í skyn, að slikt fyrirkomu- lag hljóti að leiða til hagsmuna- ágreinings og margvíslegrar tog- streitu. Þessi fullyrðing blaðsins fær ekki staðist, þegar þess er gætt, að hagsmunir Akureyrar og nærliggjandi sveita eru þeir sömu í öllum veigameiri atriðum. Akureyri væri ekki í dag mikill verzlunarbær og samgöngumið- stöð, ef ekki nyti við sveitanna og sjávarþorpanna við fjörðinn. Hverjum kemur til hugar, að sveitir Eyjafjarðar og Suður- Þingeyjarsýslu væru nú taldar með beztu landbúnaðarhéruðum, ef Jjær nytu ekki meðal annars markaðarins á Akureyri? Allir vita, að togaraútgerðin hefir orðið hin mesta lyftistöng fyrir atvinnulííið í bænum, og sama er að segja um iðnaðinn, sem alltaf er að færa út kvíarnar. En þessi atvinnurekstur hefir ekki síður haft stórkostlega bætandi á- hrif á afkomu sveitanna. Vegna aukinna atvinnutekna hafa fleiri og fleiri fjölskyldur getað aukið við sig kaup landbúnaðarafurða. Nefna má fleiri dæmi. Akureyri og nærliggjandi hér- uð hafa nákvæmlega sömu hags- muna að gæta varðandi orkumið- stöð okkar, Laxárvirkjunina, að fá sem mesta og ódýrasta raforku. Það er jafn þýðingarmikið fyr- ir alla þessa aðila að samgöngur séu góðar. Marga dreymir um, að hér geti innan tíðar risið upp einhvers- konar stóriðja. Slíkt fyrirtæki myndi hafa bætandi áhrif á af- komu manna á stóru landssvæði. Eins er það Jrýðingarmikið fyrir heildina, að sem bezt sé búið að útgerðinni í sjávarplássunum — og svo mætti lengi telja. Sama máli gegnir um menning- ar- og mannúðarmálin. Eyfirðing- ar og Þingeyingar sækja Fjórð- ungssjúkrahúsið sem Akureyring- ar og njóta einnig góðs af sömu menntastofnunum. Allt leiðir þetta til þeirrar nið- urstöðu, sem ég gat um áðan, að liagsmunirnir séu þeir sömu, þeg- ar á heildina er litið. Samstaöa verður sterkari. Það mun því koma í Ijós, að hagur almennings verður ekki síð ur tryggður með nánu samstarfi fleiri þingmanna, sem hafa sama kjósendahóp að baki, en með því fyrirkomulagi, sem verið hefir. Með því móti ætti að fást sterkari samstaða um þýðingarmestu mál- in, og meiri víðsýni kemur til með að gæta við afgreiðslu mála á Al- Jringi, en verið hefir. Um þetta atriði segir Pétur Ottesen, sem lengst allra hefir set- ið á Aljiingi: „Það er sannfæring mín, að sú kjördæmaskipun, sem nú hefir verið samþykkt, leiði til góðs, bæði í sveit og við sjó, og að þessi réttarbót og það aukna samstarf, sem þar er efnt til, styrki og efli starfsemi vora á öll- um sviðum þjóðfélagsins.“ Þetta segir sá reyndi maður. Óskadraumur Framsóknar. Ég hefi nú verið nokkuð lang- orður um fyrirhugaða breytingu á kjördæmaskipuninni, en ég vil ekki skiljast svo við málið, án þess að vekja athygli á eftirfar- andi: Framsóknarmenn klifa á því sí og æ, að kosningarnar snúist ein- göngu um kjördæmamálið. Um annað megi kjósandinn ekki hugsa, þegar hann greiðir at- kvæði. Skiljanlegt er, að þeir vilji leiða athygli fólks frá mis- tökum vinstri stjórnarinnar, sem Framsókn hafði allan veg og vanda af — en það œtti öllum að vera ljóst, að kosningarnar koma einmitt til með að ráða því, hverj- ir myndi ríkisstjórn á eftir. Fari svo, sem raunar er mjög ósennilegt, a3 kjördæmamálið verði stöðvað á Alþingi, er alvcg vist, að Framsókn myndar ríkis- stjórn og markar á eftir stefnuna í landsmálunum, með þeim óheilla öflum í þjóðfélaginu, sem nú eru henni innan handar og reiðubúin til dyggrar þjónustu. Og þá er ör- uggt, að við kjördæmaskipuninni verður ekki hróflað um ófyrirsjáan legan tíma. Að þessu róa liðsodd- ar Framsóknar nú öllum árum. Kjósendur verða því að halda vöku sinni og sjá við áróðrinum og blekkingunum, sem á borð eru bornar. Óskadraumur Framsóknar er ný vinstri stjórn. Sá draumur MÁ EKKI RÆTAST. (í síðari ræðu sinni vék Jónas G. llafnar að sérmálum Akureyr- ar og landhelgismálinu, og verð- ur hún birt i næsta blaði).

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.