Íslendingur


Íslendingur - 24.06.1959, Side 9

Íslendingur - 24.06.1959, Side 9
Miðvikudagur 24. júní 1959 ÍSLENDINGUR 9 Er Fromsóhn hrsdd vii dróðurinn! VeðriS. í gær var hér S. A. gola, bóI- skin og 18 gráðu hiti í forsælu um há- degið. □ Rún 59596246 — Kjörf:. □ Rún 59596247 — Frl:. H. & V:. Frá Sundlaug Akureyrar. Áslaug Karlsdóttir íþróttakennari kennir kon- um sund á fimmtudagskvöldum. Gufu- bað opið sömu kvöld. Leiðrétting. í síðasta blaði var próf- örk rangt leiðrétt í niðurlagi greinar- innar „Orð Jóns Sigurðssonar“ á 7. síðu, svo að það skilst ekki. Niðurlagið er þannig: „Eyfirzkir kjósendur a. m. k. vænta þess, að næst þegar Dagur birtir geð- vonzkuskrif Jóns í Felli, birti það mynd af honum en ekki nafna hans, sem var „sómi Islands, sverð þess og skjöld- ur“.“ Þetta eru lesendur beðnir að athuga. Hjúskapur. Þann 20. júní voru gefin saman í hjónaband hér á Akureyri Sveinbjörg Stefánsdóttir frá Norðfirði og Björn Bjarman hdl. Akureyri. Heim- ili þeirra verður í Neskaupstað. Hjónaejni. 17. júní opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Hrafnhildur Jóns- dóttir, starfsstúlka í POB, og Sigurður Sæberg Þorsteinsson, afgreiðslumaður. — Sama dag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Guðný Kristinsdóttir, Espihóli, Hrafnagilshreppi, og Jón V. Jóhannes- son, Hóli, Höfðahverfi. Hjúskapur. Hinn 17. júní voru gefin saman í hjónaband af sóknarprestinum í Grundarþingum ungfrú Sigríður Guð- mundsdóttir, Akureyri (dóttir Guðrn. K. Péturssonar yfirlæknis), og Friðjón Guðröðarson stud. juris (sonur Guð- röðar Jónssonar kaupfélagsstjóra) frá Neskaupstað, Norðfirði. Hjónavígslan fór fram í Munkaþverárkirkju. Hinn 13. júní sl. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Hólmfríður Olafsdóttir, Aðalstræti 3, Akureyri, og Jakob Jónsson, bifreiða- stjóri. — 17. júní sl. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Olöf Halblaub og Bragi Ásgeirsson, bifvélavirki. Heimili þeirra verður að Möðruvallastræti 6, Akureyri. Systkinabrúðkaup. 10. júní sl. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrar- kirkju ungfrú Þórdís Þorleifsdóttir, Ránargötu 20, Akureyri, og Gunnar Þorsteinsson, Aðalstræti 24, Akureyri. Einnig Magnús Birgir Þorleifsson, Rán- argötu 20, Akureyri, og Minný Bóas- dóttir, Hofgerði 13, Kópavogi. Systrabrúðkaup. 13. júní sl. voru gef- in saman í Akureyrarkirkju ungfrú Herdís Helga Halldórsdóttir, Lækjar- bakka, Akureyri, og Karl Sigurðsson, Ingjaldsstöðum, Reykdælahreppi, S.- Þing. Einnig ungfrá Kristjana Halldórs- dóttir, Lækjarbakka, Akureyri, og Gest- ur Kristján Jónsson, Ulfsbæ, Bárðar- dal. Slysavarnajél. konur Akureyri fara í skemmtiferð 11. eða 18. júlí, ef næg þátttaka fæst. Farið verður að Bjarkar- lundi á Barðaströnd. Uppl. í síma 1261 og 1247. Áskriftarlisti í Markaðnum. Nokkrar undanfarnar vikur hefir Framsókn reynt að æsa fylg- ismenn sína (og jafnvel fieiri) upp á móti kjördæmabreytingunni fyrirhugpðu, og hefir árangurinn birzt í nokkrum ofstækisfullum greinum í Framsóknarblöðunum, Tímanum, Degi og Kjördæma- blaðinu. Nokkur dæmi skulu hér nefnd: „Á síðustu áratugum hefir Rvík dregið til sín fólkið — ekki sízt unga fólkið, — í vaxandi mæli og með glæsileik og gylliboðum, háu kaupi, mikilli eftirvinnu .... Reykjavík vill halda sínu, vill fá meira og meira .... Þótt Jón á Akri og Jón á Reynistað væru látnir tala — aðallega, þegar út- varpað var umræðum þessa máls, þá er það Reykjavíkurvaldið, sem óráð þessi brugga ... . “ (Jónas frá Brekknakoti, Dagur 6. maí.) „Vald Reykjavíkur er þegar of mikið, Eða er vald höfuðborgar- innar of lítið, íslendingsritstj.?“ („Ég“ í Degi 13. maí.) „Þessi aukna þingmannatala í Reykjavík (lbr. hér) og öllu suð- vesturhorni landsins eykur mjög vald þess landshluta en dregur jafnmikið úr áhrifavaldi annarra .... 3. Vald Reykjavíkur vex mjög mikið, bæði vegna aukins þingmannafjölda og bættrar að- stöðu flokksstjórna til áhrifa á þingmannakjör úti um land . . . .“ (Jón í Yztafelli, Tíminn 3. marz, Kjördæmablaðið 19. maí.) „Einhliða fjölgun þingmanna í Reykjavík og -í þéttbýlinu v.ið Faxaflóa sunnanverðan, hlýtur að leiða til enn sterkari valdaaðstöðu Karlakór Keflavíkur skemmti Akureyringum með söng í Nýja Bíó í fyrrakvöld og fékk sæmilega aðsókn, þrátt fyrir að þetta kvöld var eitt hið óheppilegasta lil að fá aðsókn á Akureyri, þar sem þá stóð yfir framboðsfundur fyrir bæinn, sem útvarpað var um Skjaldarvíkurstöðina, og hafa því margir setið heima við útvarpið, sem annars hefðu viljað hlýða á kórinn. En þeir sem á kórinn hlýddu, nutu ánægjulegrar kvöldstundar, og voru undirtektir þær, að kór- inn mátti endurtaka um helming söngskrárinnar og syngja 3 auka- lög. Söngstjóri kórsins er Herbert Hriberschek, 33 ára gamall Aust- urríkismaður, sem starfað hefir við Sinfóníuhljómsveit íslands síðan 1952, en tók við raddþjálf- þess landshluta og enn meira mis- vægis í landsbyggðinni.“ (Ur fundarályktun á Laugum 28. marz, undirritaðri af sama Jóni.) „Það þykir henta, að fækka bændum um helming og með því tryggja að hinir fáu þeirra, sem eftir vilja sitja, verði áhrifalausir og viljalaus verkfœri í höndum Reykjavíkurvaldsins (lbr. hér). (Hlynur í Degi 20. júní). Niðurlag kafla um Reykjavík- urvald: „Afleiðingar þeirrar röskunar, sem nú er stefnt að, eru sumar fyrirsj áanlegar. Aukin áhrif þess hluta landsmanna, sem nú þegar býr við beztu kjör og kosti, en þó framar öllu manna, sem borizt hafa upp á bylgjufaldinn á því mannhafi“. (Ketill á Fjalli, Tíminn 6. marz). „Höfuðáhugamál þessara þriggja öldurmanna (átt við Jón Pálma- son, Jón Sig. og Pétur Ottesen, aths. blaðsins) virðist ekki vera einungis að leggja niður gömlu sveitakjördæmin og lögfesta hlut- failskosningar, heldur að fjölga alþingismönnum í Reykjavík og auka bœjavaldið í landinu.“ (Baldur á Ófeigsstöðum, Dagur 20. júní). Eftir að Framsóknarmenn hafa gefið frá sér þessi ummæli í Fiam sóknarblöðunum, er eins og Tím- inn ætli sér að draga eitthvað af Þeir, sem kjósa AlþýSu- bandalagið eSa Fram- sókn, kjósa síhækkandi skatta og ólögur og rýrn- andi lífskjör. un og söngstjórn Karlakórs Kefla- víkur á miðjum sl. vetri. Undir- leikari var 16 ára gömul stúlka, Ragnheiður Skúladóttir, og mun hún vera yngst þeirra undirleik- ara, sem hér hafa aðstoðað karla- kóra að undanförnu. Einsöngvar- ar voru þrír: tenórarnir Hreinn Líndal og Sverrir Olsen, og Böðv- ar Pálsson (bassi). Vakti hann mikla hrifni í Gamla Jóa eftir Foster. Á söngskrá voru íslenzk lög og erlend að jöfnu, þ. á. m. tveir kór- ar úr óperum eftir Verdi. Allur var söngur.inn fágaður og bar söngstjóranum hið bezta vitni. Hér er því miður ekki rúm til að rekja söngskrána eða meðferð einstakra laga, en þeir, sem söng- inn sóttu, eru þeim Keflvíkingum þakklátir fyrir komuna. þessu í land í forustugrein sinni sl. sunnudag, þar sem hann segir: „I umræðum, sem um þetta mól hafa orðið, hefir þvi ALDREl VER- IÐ HALDIÐ FRAM, að kjördæma- breytingin auki óeðlilega vald reykvískra kjósenda, heldur MIKLU FREMUR SÉ ÞAÐ ENN OF LÍTIÐ." (Lbr. hér.) Hver skiiur upp eða niður í þessari tvíhyggju? Garðar á Rifkelsstöðum gaf þá skýringu á falli þýzka marksins eftir styrjöldina fyrri (á fram- boðsfundi að Freyjulundi), að hlutfallskosningar hefðu þá verið ríkjandi í Þýzkalandi! Kannske koma mætti í veg fyr- ir frekari rýrnun íslenzku krón- unnar nú með því að skipta land- inu í einmenningskj ördæmi (og Reykjavík þá væntanlega líka)? Á framboðsfundi að Freyju- lundi sagði Ingólfur í Fornhaga, að hann teldi líklegt, ef flokkur hans (kommúnistar) og Fram- sóknarmenn bættu við fylgi sitt í komandi kosningu, þyrðu Bretar ekki annað en hætta hernaðarað- gerðum í íslenzkri landhelgi og kalla togarana heim! Af svipuðum toga spunninn er sá áróður kommúnista í Suður- Múlasýslu, að nái Lúðvík Jósefs- son ekki kosningu þar, muni það vekja „heimsathygli“ og gera að engu aðgerðir okkar í friðun fiskimiðanna. Brcytingar h|á lögrcglunni Gísli Ólafsson varðstjóri, sem í síðasta mánuði var ráðinn yfir- lögregluþjónn bæjarins frá 1. júní, er nýlega tekinn við starfi sínu, en hann var staddur vestan hafs, er ráðning hans fór fram. Jón Benediktsson fyrrv. yfirlög- regluþjónn, sem veitt hafði verið lausn frá starfi að eigin ósk frá 1. júní, gegndi starfinu þar til Gísli tók við því. í stað Gísla hefir Matthías Ein- arsson Laxagötu 2 verið ráðinn í hið fasta lögreglulið bæjarins, en hann hefir áður gegnt lögreglu- störfum í sumarleyfum og veik- indaforföllum lögreglumanna. Þá hafa þeir Páll Rist, Þor- steinn Hallfreðsson og Eggert Jónsson (frá Hallgilsstöðum) ver- ið ráðnir til lögreglustarfa yfir sumarmánuðina, meðan sumar- leyfi standa yfir. Söngur Karlakórs Keflavíkur Miðaldra kona kafnar í reyk í íbúð- arskála í Reykjavík, þar sem kviknað hafði í legubekk í herbergi hennar. □ Unglingspiltur í Reykjavík fellur af aurbretti sorphreinsunarbíls og verður undir öðru afturhjóli hans. Andast af meiðslunum á leið í sjúkrahús. □ Steinþór Kristjánsson bóndi í Ytri- Hjarðardal í Onundarfirði klemmdist undir jeppa sínum, er veltur út af veg- inum á Breiðdalsheiði. Lá nær nætur- langt undir bílnum, unz hjálp barst, sem farþegi í hílnum sótti. Steinþór andast í sjúkrahúsi ísafjarðar daginn eftir. □ Dr. Sigurbjörn Einarsson vígður til biskups yfir íslandi 21. júní. □ Prestastefna Islands háð í Reykjavík. BORGARBÍÓ Sími 1500 Mynd vikunnar: DÓTTIR RÓMAR Stórkostleg ítölsk mynd úr lífi gleðikonunnar. — Sagan hefir komið út á íslenzku. — Danskur texti. — Aðalhlutverk: Gina Lollobrigida Daniel Gelin. Myndin er bönnum börnum. NÝJA BÍÓ Sími 1285 Mynd vikunnar: WRONSKI HÖFUÐSMAÐUR Njósnari í Berlín Ævintýraleg og geysi spenn- andi, sannsöguleg, ný, þýzk njósnarmynd um stærstu við- burði síðustu áranna fyrir seinni heimsstyrjöldina. Aðalhlutverk: Willy Birgel Elisabeth Flinckenschildt Antje Weisgerber Ilse Steppat NÝKOMIÐ Kantérs sokkabandabelti. Stórar stærðir.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.