Íslendingur - 02.12.1976, Blaðsíða 6
FJOLBREYTT 8TARF8EIVI!
Ctgefandi: islendingur hf.
Ritstjóri og fibyrgðarmaður: Gísli Sigurgeirsson.
Auglýsingastjóri: Sólveig Adamsdóttir.
Dreifingarstjóri: Steinunn Guðjónsdóttir.
Ritstjóm og afgreiðsla: Kaupvangsstræti 4, simi 21500.
Prentun: Prentsmiðja Bjöms Jónssonar.
Askriftargjald: 150 kr. ð mðnuði.
Lausasala: 50 kr. eintakið.
Fleiri
dagvistunar-
heimili
Samkvæmt íbúaskrá Akureyrar 1. des. sl. eru nú 1.032 böm
á þeim aldri á Akureyri, sem dagvistunarstofnanir taka við.
I dag er ekki rúm fyrir nema 182 af þessum börnum á dag-
vistunarheimilunum 3, sem rekin eru á vegum Akureyrar-
bæjar. Það skal þó tekið fram, að barnaheimilið Stekkur, sem
Sjúkrahúsið rekur er ekki með í þessari tölu, en þar eru að
jafnaði 30 börn. Um 170 börn eru á biðlistum við dagvistunar-
heimilin og vitað er, að mun fleiri börn hafa þörf fyrir pláss
á dagvistunarheimili en foreldrarnir hafa hreinlega ekki lagt
I það, að setja þau á vonlausa biðlista. Þá er það ekki til að
bæta ástandið, að í rauninni eru of mörg börn á heimilunum,
ef miðað er við þann staðal, sem manntamálaráðuneytið hefur
sett.
íslendingur skýrði frá þessum niðurstöðum í grein um barna-
heimilin 28. október sl. og Norðurland skýrir frá þeim í sl. viku.
Á sama tíma og greinin birtist í íslendingi voru fóstrur að
kynna bæjarbúum starfsemi og aðstöðu heimilanna og foreldrar
þeirra barna, sem þar hafa pláss voru að fara á stað með undir-
skriftasöfnun, þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að fjölga
barnaheimilum, en undirskriftasöfnuninni hefur verið mjög
vel tekið.
Þrátt fyrir þetta ástand, sem varað hefur um nokkurt skeið,
hefur ekki bólað á neinum úrlausnum frá bæjarstjórn. Hún
hefur í rauninni aðeins stofnað eitt af þeim heimilum sem nú
eru starfrækt af eigin frumkvæði, hin tvö voru stofnuð af
félagssamtökum kvenna og síðar afhent Akureyrarbæ.
Bæjarstjórn hefur undafarin ár gælt við þá hugmynd, að reisa
veglegt dagvistunarheimili á mótum Hrafnagils- og Þórunnar-
strætis. Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar mun hafa verið
búið að veita nokkru fé til hönnunar þess. Einhverjar teikning-
ar sáu dagsins ljós, en þar mun hafa verið um slíka höll að ræða,
að ráðamenn bæjarins setti hljóða.
Fljótvirkasta
lausnin
Það er ljóst, að leysa verðu r þetta vandamál á fljótvirkari
hátt, en með nýbyggingu, sem tæki mörg ár. Fljótvirkasta lausn-
in væri sú, að fara sömu leið og sjúkrahúsið og Ieigja eða Icaupa
íbúðarhús eða annað hentugt húsnæði. Þannig mætti fullnægja
brýnustu þörfinni, en síðan verður að kanna raunverulegu
þörfina á dagvistunarstofnunum og gera langtíma áætlanir um
uppbyggingu þeirra.
— Diskótek, leiklistarklúbbar, námskeið í gömlu <
ferðaklúbbur og yfirleitt alltaf eitthvað um að ver*
SI. fimmtudag var boðað til blaðainannafundar í æskulýðs-
lieimili Akureyrarbæjar, Dynheimum. Hermann Sigtryggsson,
framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs, og Haraldur Hansen, fram-
kvæmdastjóri Dynheima, skýrðu blaðamönnuin frá þeim lag-
færingum sem gerðar hafa verið á húsinu og þeirri starfsemi
sem þar fer fram í vetur. Einnig voru meðlimir nýskipaðrar
Húsnefndar Dynheima á fundinum, en hana skipa: Gýgja Möll-
er, formaður, en hún er fulltrúi Æskulýðsráðs í nefndinni,
Helgi Bárðarson, sem er fulltrúi þeirra klúbba sem starfa í
Dynheimum, Skapti Hallgrímsson frá nemendum Oddeyrar-
skóla, Þorsteinn Gunnarsson frá nemendafélagi Gagnfræða-
skólans og Jökull Guðmundsson frá Foreldrafélagi Glerár-
skóla. Það kom fram á fundinum, að miklar Iagfæringar hafa
verið gerðar á húsinu síðan það var keypt. Það var Karlakór-
inn Geysir sem seldi Akureyrarbæ húsið á sínum tíma fyrir
um 8 milljónir kr. og síðan hefur verið gert við húsið fyrir
aðra eins upphæð. Og enn á eftir að verja verulegum upphæð-
um til lagfæringa á húsinu, t. d. þarf að skipta um þak og stiga
innanhúss.
Hermann Sigtryggsson,
æskulýðsfulltrúi bæjariris,
skýrði frá þeim breytingum,
sem gerðar hafa verið á hús-
inu í sumar og í haust. Hann
sagði að skipt hefði verið um
raflagnir, snyrtingar endur-
nýjaðar, gólfið í danssalnum
var slípað upp og lakkað, mið
stöð lagfærð og húsið málað
bæði utan og innan. Sagði
Hermann að eftirlitsmenn raf
lagna, eldvarna, öryggis og
heilbrigðis hefðu verið að-
gangsharðir og krafist við-
gerða á húsinu. — Nú ættu
þeir að geta verið sæmilega
rólegir, sagði Hermann.
Ánægðir með árang-
urinn
— Við erum sæmilega
ánægðir með árangurinn af
þessum lagfæringum, en
kostnaðurinn við þær er nú
orðinn nálægt 5.5 millj. Er
það talsvert hærri upphæð en
ráð var fyrir gert í fjárhags-
áætlun bæjarins fyrir þetta
ár, heldur Hermann áfram, —
en það á enn þá eftir að lag-
færa talsvert, t. d. stiga, þak
o. fl. Hvað mikið verður hægt
að gera á næsta ári fer eftir
fjárframlögum bæjarins.
Dynheimar ekki sam-
keppnisaðili
Hermann gat þess næst, að
Dynheimar væru ekki sam-
keppnisaðili við aðra æsku-
lýðsstarfsemi í bænum. Við
reynum frekar að styðja við
bakið á þeim og beina okkar
starfsemi inn á brautir sem
þau ekki starfa á.
Þá sagði Hermann að fyrir-
hugað væri að koma á fót sam
starfsnefnd þeirra aðila sem
starfa að æskulýðsmálum í
bænum, æskulýðsráðs, barna-
verndarnefnd, lögreglu, skóla
o. fl., og væri fyrsti fundur
nefndarinnar ráðgerður í vik-
unni.
Diskótekin njóta
vaxandi vinsælda
Haráldur Hansen, fram-
Húsnefndin ásamt æskulýðsf. o
kvæmdastj. Dynheima, sagði
frá þeirri starfsemi sem verið
hefur í Dynheimum og kemur
til með að verða síðar í vetur.
Hann sagði, að farið hefði
hefði verið út á þá braut, að
halda diskótek um helgar í
stað dansleikja. Hefði það gef
ist mjög vel og nytu diskótek-
in sívaxandi vinsælda hjá
unglingunum.
— Þá hefur verið farið inn
á þá braut að halda barnaböll
á sunnudögum frá 4—-6 og hef
ur sú starísemi te'kist vel og
hefðu börnin mjög gaman af
því að koma og dansa.
Margir klúbbar
starfandi
Þá gat Haraldur um klúbb-
starfsemina og námskeiðin
sem þeirri starfsemi fylgja.
Tveir leiklistarklúbbar eru
starfandi. Annar þeirra hóf
starfsemi sína í fyrra qg setti
þá á svið leikritið „Höfum við
gengið til góðs“. Sá hópur
starfar einnig í vetur og eru
líkur á, að hann setji upp ann
að 'leikrit eftir áramót. Einnig
byrjaði námskeið fyrir byi'j-
endur í haust.
Þá er starfandi ferðaklúbb-
ur með um 30 meðlimum, sem
starfa af miklum áhuga. Hafa
þau ákveðið að fara í sína
fyrstu útilegu um næstu helgi.
Radíoklúbburinn nýtur einn
ig mikilla vinsælda, en þar
vinna þátttákendur við sam-
setningu á ýmiskonar radío-
tækjum, jafnvel senditækjum
og var blaðamönnunum, sem
voru á fundinum ekki alveg
grunlaust um, að þaðan væru
komnir allir „útvarpsstjórarn-
ir“ á Akureyri.
Þeir eru ekki kven-
mannslausir strákarnir
í gömlu dönsunum
Næst gat Haraldur um
gömlu-dansa klúbb, sem væri
með námskeið í gangi. Þar eru
70 þátttakendur, en gallinn er
bara sá, að það eru ekki nema
15 strákar. Vonir standa þó
til að þetta „Karlmannsleysi“
vari ekki lengi og þá er hug-
myndin að halda veglegt
gömlu-dansa ball með til'heyr
andi kúnstum, rétt eins og í
gamla daga.