Íslendingur


Íslendingur - 02.12.1976, Blaðsíða 7

Íslendingur - 02.12.1976, Blaðsíða 7
I í DYIMHEIMUM dönsunum, radíóklúbbur, i á bverju kvöldi g framkv.stj. Djnlieima. Á myndina vantar Skapta Hallgrímsson. Hljómplötuklúbbur er einn ig starfandi með um 23 með- limi. Fundir þeirra fara þann- ig fram, að 1—2 meðlimir taka að sér að kynna ákveðna tónlist. Þá er fyrirhugað að koma á fót t'afl-, spila- og ljósmynda- 'klúbbum eftir áramótin. Við höfum haldið tvo dans- leiki í vetur, sagði Haraldur, en því miður gáfu þeir ekki góða raun. Það verður alltaf meiri spenna í krökkunum við dansleikjahald og til áfengis- Vandræða 'kom á þessum dans leikjum, en slíkt heyrir til undantekninga á diskótekjun um. Einnig höfum við haft op- ið hús, en þá er ekki seldur aðgangur, en krakkarnir geta komið og hlustað á tónlist, les ið blöð, spilað, teflt eða horft á sjónvarp í rólegheitum, en þá er yfirleitt ekki dansað. Húsið er ekki nægilega hentugt Þá kom fram bæði hjá Har- aldi og Hermanni, að húsið væri ekki nógu hentugt fyrir þessa starfsemi eins og nú er. Meginhluti hússins væri einn salur og vantaði tilfinnanlega fleiri smærri herbergi til allr- ar félagsstarfsemi. Kaupfélag Eyfirðinga á hluta af neðri hæð hússins og er nú unnið að því að fá hana keypta, en fá- ist það í gegn leysist húsnæðis vandamálið. — Það er stefna okkar, sem að þessu vinnum, sagði Har- aldur, að byggja hér upp sterka félagsmiðstöð fyrir unglingana, auka klúbbstarf- semi og námskeiðahald, þar sem allir geta verið virkir og tékið þátt í því sem verið er að gera, en draga úr dans- leikjahaldi og þeirri starfsemi, þar sem unglingarnir hafa heldur sýnt á sér neikvæðu hliðarnar, sagði Haraldur að lokum. Stigarnir í Dynheimum eru brattir og hættulegir. Leiksýning fyrir aldraða Akureyringum 67 ára og eldri er boðið til leik- sýningar á morgun föstudaginn 3. des. nk. Sýnt verður leikritið „Karlinn í kassanum“ eftir Arnold og Bachmann. Þeir sem þiggja vilja boð þetta er bent á að vitja miða í dag og á morgun, 2. og 3. des., í leikhúsinu milli kl. 17 og 19. Leikfélag Akureyrar Félagsmálastofnun Akureyrar Félagsmálastofnun Akureyrar og Kvenfélagið Baldursbrá gangast fyrir Skemmtun fyrir aldraða sunnudaginn 5. desember kl. 15 —17 í Sjálfstæðis- húsinu. Veitingar — skemmtiatriði — dans. Þeir sem óska eftir akstri á skemmtunina hringi í síma 2-27-70 milli kl. 13 og 14 á sunnudag. Skrifstofuhúsnæði Til leigu eru 3 skrifstofuherbergi á 2. hæð í Kaup- vangsstræti 4, Akureyri. Herbergin geta verið laus nú þegar eða um ára- mót. Upplýsingar gefur Aöalsteinn Jósepsson í Bólcval, sími 2-27-34. Frá Sjúkra- samlagi Akureyrar Samkvæmt 3. gr. samnings milli lækna og sjúkra- samlaga geta samlagsmenn skipt um heimilis- lækni við hver áramót. Þeir samlagsmenn, sern óska að skipta um heim- ilislækni, skulu koma í afgreiðslu samlagsins, Geislagötu 5, með samlagsskírteini sín og velja sér lækni. Samkvæmt samningum er ætlast til þess, að hjón og börn þeirra innan 16 ára aldurs hafi sama heimilislækni. Magnús L. Stefánsson, læknir, hefur óskað eftir að hafa mun færri samlagsnúmer, en hann hefur nú, vegna sérfræðistarfa. Samkvæmt því verða allir samlagsmenn, sem hafa haft hann að heim- ilislækni, að koma í afgreiðslu samlagsins og velja hann að nýju eða annan lækni, eftir að hámarks- tölu hans er náð. Læknaval hefst mánudaginn 6. desember n. k., og breytingin gildir frá 1. janúar 1977. Skrá yfir lækna þá, sem um er að velja, er í afgreiðslunni. Læknaval getur ekki farið fram um síma. Sjúkrasamlag Akureyrar Nýlega birtist í bálkinum eftir farandi vísa: Konan ung úr klæðum fer, kiðar mjúkt og ekur sér. Nú er hún orðin alveg her! Ætlarðu, guð, að hjálpa mér? í tilefni af vísunni varð G. D. að orði: Ef þú ert staddur á afviknum stað og allsnakin, girnileg kona, finnst mér það kjarkleysi af karlmanni að kvabba á guði með svona. Nýlega birtist misprentuð vísa eftir Bjarna frá Gröf, og fer hún hér á eftir rétt hermd: Frúin hefur hóstakjölt, hlaupinn er bóndinn frá ’enni. I rúminu hún var svo völt og vont að sofa hjá ’enni. Þá var vísa Erlendar Gott- skálkssonar frá Garði ekki rétt með farin og birtist því aftur: Raun er að koma í ráðaþrot ragna flæktur höndum. Lífið allt er boðabrot borið að Heljar ströndum. Gamall skiptavinur Vísna- bálksins frá fyrri árum hans, Sæm. G. Jóhannesson, sendir honum nokkrar stökur: Öfugmæli. Deigir ljáir bíta best, bændur hýsa aldrei gest, kaupmenn sjaldan krónur fá, kindin þrífst vel jöklum á. Haustvísur. Brúnastallar blárra fjalla bera mjallar ennishlað. Blómin vallar bliknuð falla, bráðum kallar vetur að. Bylgjur stanga bratta dranga, brimið stranga gnýr við sand. Öldur langar út við tanga ólmar ganga hátt á land. Ef trúna vantar. Elta marga óhöpp grimm unga og gamla núna. Ævibrautin oft er dimm, ef oss vantar trúna. Hvað leiðir af öðru. Blindar menn og saurgar synd, synd er fædd og nærð af girnd, girndin kveikt af muna mynd, mynd, er speglar hjartans lind. Sæmundi þökkum við góða sendingu. Ljúkum svo þessu með stöku eftir Lilju Gottskálks- dóttur: Kveð ég Ijóðin kát og hress, kvíði ei hnjóði í orðum, fyrst að góður guð til þess gaf mér liljóðin forðum.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.