Íslendingur


Íslendingur - 02.12.1976, Blaðsíða 12

Íslendingur - 02.12.1976, Blaðsíða 12
Islendíncmr AUGLÝSINGASÍMIÍSLENDINOS 215 00 BgrunargleR ISPAN HF. • FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI • SÍMI (96)21332 Ekki allt úr Jóni IMý Ijóðabók Eftir Jón Bjarnason Jón Bjarnason frá Garðsvík í Grýtubakkahreppi hefur ný- lega sent frá sér aðra ljóðabók sína, „Meira loft“, en fyrri bók höfundar hét „Þingeyskt loft“ og kom út fyrir nokkr- um árum. í fyrri bókinni eru kvæðin flest í léttum dúr. Blaðið ræddi stuttlega við Jón fyrir skemmstu og spurðum við hann fyrst hvort hann hefði reynt að yrkja „alvar- lega‘“ í nýju bókinni? — Já, ég geri meira af því í þessari bók, að vera „alvar- legur“, svaraði Jón með kerknissvip. Þeir töldu mér trú um það, sem skrifuðu um fyrri bókina, að ég gæti ort alvarlega og þeir teymdu mig út á þessa braut. Einhvernveginn er það nú svo, að oftast finnst manni græskulaust gamnið skína út úr kvæðunum hjá Jóni hversu alvarleg sem þau annars eru. Kvæðin eru öll rímuð af góðum íslenskum sið og spurð um við Jón hvort honum hefði aldrei dottið í hug að yrkja órímað? — Ég get bara enganveginn ort órímað, svaraði Jón. Ég var alinn upp við rímið á upp vaxtarárunum í Grýtubakka- hreppi. Þá drakk maður í sig kveðSkap Konráðs Vilhjálms- sonar, Egils Jónassonar, Indr- iða -frá Fjalli o. fl. Þannig komst maður á sporið. Síðan hef ég verið að fást við þetta og oft hefur maður verið beð- inn að koma fram á skemmt- unum. Þar vill fólk fá eitt- hvað léttmeti og þar af leið- andi hefur mikið af mínum kveð skap verið af léttara tag inu, sagði Jón að lokum. í bókinni eru rúmlega 40 kvæði og auk þess margar lausavísur. Skjaldborg hf. prentaði bókina, sem er 128 bls. í lokin látum við fylgja sýn ishorn úr bókinni og það held ur af léttara taginu. Kvæðið er úr kaflanum „Stjórnmála- glettur“ og er ort þegar Vinstri stjórnin felldi gengið í trássi við loforð sín. Sér í iljar Ólafíu ofan fyrir lífsins brún. Enginn hefur eiginn spýju í sig gleypt og sleikt sem hún. Framhald á bls. 9. A ♦!♦ ♦!♦ Guðmundur Búason, rekstrarstjóri kjörbúðanna, Steingrímur Ragnarsson, verslunarstj ♦>♦ nýju búðarinnar, Valur Arnþórsson, kauplfélagsstjóri, Kristinn Þorsteinsson, deildar- stjóri Nýlenduvörudeildar, og Arngrímur Bjarnason, fulltrúi kaupfélagsstjóra. IMý glæsileg verslun opnuð við Hrísalund Kaupfélag Eyfirðinga opnaði í gær nýja og glæsilega verslun við Hrísalund. Þessari verslun er fyrst og fremst ætlað, að þjóna íbúum Lunda- og Gerðahverfa, en þar er áætlað að búi um 2.500 manns, þegar hverfin verða full- byggð. Verslunin er á tveim hæðum, um 800 fermetrar á hvorri hæð. Byrjað var á byggingu hússins 1974 og á þriðjudaginn þegar blaðamönnum var boðið að skoða verslunina voru iðnaðarmenn á þönum við að leggja síð- ustu hönd að frágangi innanhúss. Samkvæmt bráðabirgða uppgjöri er kostnaðarverð við verslunina um 115—120 millj. króna og er þá talinn með allur búnaður fyrir versl- unina, svo sem kælar, innréttingar o. fl. ásamt bílastæði. ^ Þá gat Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri, þess þegar hann lýsti versluninni fyrir blaðamönnum, að það væri X ekki ofáætlað að söluverðmæti allra þeirra vörutegunda, Ý sem í versluninni væru, væri um 30 milljónir kr. Versl- Ý unarstjóri í nýju versluninni er Steingrímur Ragnarsson, V sem margir þekkja af góðu úr Grænumýrarútibúinu. ♦> Verslunarstjóri í deild frá Vöruhúsi KEA, sem er á neðri ❖ hæðnini, er Jógvan Purkhus, en á þeirri hæð er einnig «*► deild frá „Örkinni hans Nóa“ með fjölbreyttu úrvali af húsgögnum. ♦♦4 Á efri hæð verslunarinn ❖ ar verða allar svonefndar ❖ dagvörur, en þar er átt við Ý þær vörur, sem fólk þarf á að halda til daglegra þarfa, t. d. nýlenduvörur, kjöt- vörur o. fl. Þar verður brot ■j- ið upp á þeirri nýjung, að ♦^ bjóða sérstakar tilboðsvör- ♦> ur og verður skipt um vöru ♦♦♦ flokka af og til. Auk þess & verða nokkrar vörutegund- ir á Kjörmarkaðsverði í heilum pakkningum. Versl X unin er öl’l hin smefckleg- $ asta og vel rúm. Peninga- Ý kassar og afgreiðsluborð ♦<^ eru af svokallaðri hrað- ♦*♦ kassagerð, sem miðast við ^ það, að afgreiðslan geti «*► gengið hratt og eðlilega fyr «£► ir sig til að fyrirbyggja bið raðir. Á sömu hæð er einnig Raffiltería, sem rúmar 30— 40 manns. Þar verður á boð stólnum fcaffi, brauð öl, heitar pylsur, tóbak, sæl- gæti, bæjarblöðin og fl. Inngangurinn í verslun- ina er þannig gerður, að mögulegt er að fara með innkaupavagnana út á bíla stæði og fólk í hjólastólum getur komist þar ferða sinna, — ef einhver heldur opinni hurðinni. Úr anddyri verslunarinn ar er gengið niður á neðri hæðina, en þar verða á boð stólnum ýmsar vörur frá Vöruhúsi KEA. Fyrst um sinn verður þar jólamark- aður með leikföng, jóla- kort, kerti o. fl. og einnig eru eldhúshúsgögn þar á boðstólnum. Síðar er ætlað að hafa þar á boðstólnum fleiri vöruflokka, t. d. vefn aðarvöru, algengustu bygg- ingavörur o. fl. Á neðri hæðinni er einn- ig deild úr „Örkini hans Nóa“, en þar verða á boð- stólnum húsgögn í fjöl- breyttu úrvali. Valur Arn- þórsson sagði ástæðuna fyr ir því, að „Örkinni hans Nóa“ var leigt þetta versl- unarpláss, vera þá, að versl unin væri vel kynnt fyrir góða vöru og þjónusu og þar að auki hefði hún um- Framhald á bls. 9. i T f T ♦!♦ \ T T J T T f \ \ % Unnið við frágang í versluninni. f T T T f T T T T f f Hrepps- nefnd Glæsibæjar- hrepps mótmælir álverinu Hreppsnefnd Glæsibæjar- hrepps lýsir sig eindregið and víga framkominni hugmynd um byggingu álvers við Eyja- fjörð. Greinargerð: Eyjafjörður er eitt þéttbýl- asta landbúnaðarhérað á ís- landi. Þar er búið að byggja upp traustan og þróttmikinn landbúnað, sem framleiðir fimmtung alls mjólkurmagns í landinu og umtalsvert magn af jarðeplum og kjöti. Héraðið er, vegna hag- stæðra náttúruskilyrða og framúrskarandi veðursældar, mjög vel fallið til grasræktar og heyöflunar, enda er drjúg- ur hluti undirlendisins rækt- aður og mætti þó enn au'ka þar allmiklu við. Það hefur líka oftsinnis, í harðindaár- um, reynst sannkallað hey- forðabúr og miðlað heyfóðri víðsvegar um land. Veðurfar í Eyjafirði einkennist af stað- viðri. Á sumrum eru hægviðri tíð og þá gjarnan með hafgolu síðari hluta dags. Á vetrum er sunnan átt ríkjandi, svokall- aðir dalvindar. Úrkoma er lítil og útskolun úr jarðvegi því í lágmarki. Slík veðrátta getur varað vikum saman og í því sabandi er skemmst að minnast síðastliðins sumars, þar sem vart kom dropi úr lofti, frá lokum júlímánaðar þar til vika var liðin af októ- ber. í slíku tíðarfari, innan hinna háu fjalla er kringja yjafjörð, er augljóst að mengandi úrgangsefni frá ál- bræðslu settust mjög að, en dreifðust ekki né skoluðust burt eins og í storma- og úr- komusömu umhverfi. Nú er það alkunna að hættu legustu úrgangsefni frá ál- bræðslum eru flúorsambönd, sem setjast sem ryk á gróður og eiga því greiða leið að bú- peningi í högum. Þar valda þau beinskemmdum, svo sem hnútum á liðamótum og tann- losi. Slíkir kvillar eru þekktir hér á landi, tímiabundnir, við öskufall samfara eldgosum, og hafa þeir, í sumum tilvik- um, orsakað afföll á búpen- ingi landsmanna. Búfé, sem elst upp við því- líkar aðstæður á tilsölulega skammt líf fyrir höndum. Hreppsnefndin telur því stórlega varhugavert að setja niður, í Eyjafirði, jafn meng- andi stóriðju sem álbræðslu og gæti slík ákvörðun reynst afdrifarík mistök, sem ekki yrði kostur að bæta úr síðar. ÚTIDYRABÚNAÐUR lamir, handföng, skrár, bréfalúgur, bankarar íbúðin hf. Tryggvabraut 22 Norðlendingar! K AN ARlE Y J AFERÐIR vikulcga Ferðaskrifstofa Akureyrar Ráðhústorgi 3

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.