Íslendingur


Íslendingur - 02.12.1976, Blaðsíða 9

Íslendingur - 02.12.1976, Blaðsíða 9
Hin nýja verslun KEA Framha*ld af bls. 12. boð fyrir húsgagnaverk- smiðjur Sambandsins, 3 K. Bíiastæðið við verslunina er fyrir um 120 bíla. Ekið er inn á stæðið frá Þing- vallastræti og Hrísalundi, en eingöngu má aka frá versiuninni um Hrísalund. Verslunin verður opin á venjulegum verslunartíma, þ. e. frá 9—18 alla virka daga, en frá 9—19 á föstu- dögum og frá 9—12 á laug- ardögum. Opnun á kvöld- sölu er einnig í undirbún- ingi. — Við teljum að með opnun þessarar verslunar sé brotið blað í verslunar- sögu Akureyrar, sagði Val- ur Arnþórsson, kaupfélags- stjóri, á fundinum með blaðamönnum á þriðjudag- inn. — Hér verður lang- stærsta verslunin á Akur- eyri, hélt Valur áfram, — þar sem blandað verður saman dagvöruverslun og markaðsverslun. Að hluta til er boðið upp á vörur á markaðsverði, en einnig all mikið af vörum á sérstöku tilboðsverði. Kappkostað er að hafa umhverfið sem skemmtilegast fyrir fjöl- skylduna. Hér getur hún komið og jafnvel verslað til vi'kunnar og fengið sér hressingu á kaffiteríunni, en þar verður hægt að fá hressingu við flestra hæfi. — Það er ekkert laun- ungarmál, sagði Valur enn fremur, að verslunin er dýr í stofnkostnaði, um 115— 120 millj. kr. Til að hún geti staðið undir sér fjár- hhagslega þarf veltan að vera mikil, afgreiðslan verður að ganga fljótt og vel fyrir sig jafnframt því, sem viðskiptavinurinn fær góða þjónustu, sagði Valur að lokum. Allar teikningar hússins voru gerðar á Teiknistofu SÍS, nema burðarteikning- ar, sem gerðar voru á Verk fræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen, Akureyri. Tré smíðameistarar voi'u Örn og Helgi s.f. og múrara- meistari Gunnar Óskars- son. Ljósgjafinn h.f. sá um raflagnir, Karl og Þórður s.f. um pípulagnir, Stefán Jónsson og Björn Jónsson um málningu, Oddi h.f. um loftræsti- og kælilagnir, Reynir s.f. um einangrun og pappalögn á þaki og Skipasmíðastöð KEA smið- aði þær innréttingar, sem ekki voru keyptar erlendis frá. Byggingastjóri var Gísli Magnússon. Baldur Jónasson og Jörgen Nilsen verslunarráðgjafar SÍS unnu að skiputagningu og uppsetningu matvörubúðar innar. Haust- heimtur Nýlega kom út hjá Almenna bókafélaginu smásagnasafn eftir Guðmund Halldórsson frá Bergsstöðum, sem heitir Haustheimtur. í bókinni eru 8 sögur, mannlífsmyndir, sem flestar gerast eftir að fólki tók að fækka í sveitunum og vél- ar komu í þess stað. „Hustheimtur” er pappírs- kilja, 128 bls. og prentuð í prentsmiðju Árna Valdemars- sonar. „Loft“ Framhald af bls. 12. Þó er einskis betra að bíða, bölvaðri en áður var, ef á bjargið úldnar skríða afturgöngur Viðreisnar. í lokin getum við ekki látið hjá líða, að birta eina lausa- visu, en hún var árituð á ein- tak af ,Þingeyskt loft“. Þessi bók um fjölmargt fjallar. Fé og hross og kvenfólk glæst. Hún er betri en bækur allar. Biblían mun ganga næst. Höfundur annast sjálfur sölu bókarinnar og er hún ekki fáanleg í bókabúðum. Til jólagjafa Telpnanáttföt, náttkjólar og sloppar Dömukjólar og sloppar Drengjanáttföt Náttserkir fyrir herra Úrval af sængurverasettum Dúkaverksmiðjan Kaupangi við Mýrarveg, sími 2-35-08 m f / % II VI # WEED snjókeðjur Flestar stærðir á fólksbifreiðar, jeppa og vörubifreiðar. Keðjuhlutar, þverbönd, krókar, lásar og keðjutengur. Véladeild Skóverslun IU.H. Lyngdals hf. býður yður skófafnað á hagstæðu verði Kuldaskór KVENNA, BARNA OG KARLA Kvengötuskór MEÐ HRÁGÚMMÍBOTNI IJngharnaskór NR. 18-23 MEÐ INNLEGGI Unglinga- og barnaskór MARGAR GERÐIR Barnatréklossar Trampskór LOÐFÖÐRAÐIR Inniskór KARLA OG KVENNA Leðurinniskór FYRIR ICARLMENN Karlmannaskór MARGAR GERÐIR Cowboy-stígvél H já Lyngdal hf. fáið þér skófatnað á alla f jölskylduna Póstsendum Skóverslun IVI.H. Lyngdals hf. HAFNARSTRÆTI 103 - SÍMI 2-33-99 ÍSLENDINGUR — 9

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.