Íslendingur


Íslendingur - 02.12.1976, Blaðsíða 11

Íslendingur - 02.12.1976, Blaðsíða 11
„Meðal bestu sagna skálda á íslensku*4 5. bókin í ritsafni Jóh. Hi. Bjarnasonar komin út Bókaútgáfan EDDA á Akur- eyri hefur nýlega sent frá sér bókina „í Rauðárdalnum“ eftir Jóhann M. Bjarnason. Er þetta finunta bókin sem Edda gefur út af ritsafni Jóhanns. Flestir Islendingar þekkja vestur-íslenska rithöfundinn Jóhann Magnús Bjarnason og bækur hans Brasilíufarana, Eirík Hanson, Ilaustkvöld við hafið og Vornætur á Elgsheið um og nú hefur 5. bókin bætst í ritsafnið. „I Rauðárdalnum“ var lesin sem útvarpssaga sum arið 1975. Halldór Laxness skrifar eft irfarandi um Jóhann Magnús í bók sinni „í túninu heima“: „Það væri vanþakklæti við minníngu æskudaga sinna að sleppa hér nafni annars höf- undar, sem einnig var upp- runninn af Norðausturlandi; en svo vildi' til að hann átti rí'k ítök í mér á árunum í tún- inu heima; á meira að segja enn. Kyrlátur raddblær í frá- sögn, einsog þægilegur niður, ásamt yfirlætisleysi og yndis- þok’ka sögumanns kemur upp í huga mér þegar mig varir síst. Með sjálfum mér tel ég hann einlægt meðal bestu sagnaskálda á íslensku þó fólk eigi til að reka upp stór augu við þeirri fullyrðíngu og svari með þögn án bergmáls. Marg- ir hafa ekki heyrt hann nefnd an. Þessi höfundur er Jóhann Magnús Bjarnason. Ég tala að vísu ekki fyrir annarra manna buxur í þessu máli. En ákjós- anlegri skemmtilestur sveim- hugulum æSkumönnum á mínu reki var ekki á hverju strái. Jóhann Magnús Bjarnason er ólíkur öðrum íslenskum sagnahöfundum. Hann var einn af því yrkjandi og bók- lesandi fátæktarfólki sem flúði úr landi þúsundum sam- an uppúr ættjarðarljóðunum miklu 1874. Hann kom vestur innan tíu ára aldurs og þá sína litlu skólamenntun á ensku þó hann skrifaði aldrei Lm sölutíma verslana á Akureyri í desembermánuði Verslanir á Akureyri verða opnar í desember auk venjulegs afgreiðslutíma, sem hér segir; Laugardaginn 4. des. til kl. 16 Laugardaginn 11. des. til kl. 18 Laugardaginn 18. des. til kl. 22 Þorláksdag 23. des. til kl. 23 Gamlársdag 31. des. til kl. 12 (Ath. sjá þó sérauglýstan opnunartíma matvöru- verslana). Kaupmenn og Kaupfélögin á Akureyri Síðar í umsögn sinni um Jó hann Magnús segir Halldór: „Leingi bjuggu með mér áhrif af því að lesa og marglesa söguna Úngfrú Harríngton og ég (úr Vornóttum á Elgsheið- um) og gerist í Halifax á Nova Scotia, og það er þá líka staðurinn! í mínum augum raMMHMMWB var hér og verður hámark fínnar ástarsögu með mátuleg um glæp. Eftir að ég fullorðn- aðist þorði ég ekki lengi vel að lesa þessa sögu af ótta við að verða vonsvikinn. Ég náði mér í bókina aftur nú á dög- unum. En ekki var ég búinn að lesa lengi áður en ég varð hyltur og bjargtekinn einsog þegar ég var níu ára. Auðvitað sé ég mannlegar veilur á handbragði höfundar sem fór burt af íslandi á því skeiði sem krakkar byrja að lesa íslendíngasögurnar heima hjá sér; og kom aldrei aftur. Mi'kið hefur þetta samt verið yndislegur maður og lángaði einlægt heim. Gat aldrei unn- ið sér fyrir svo stórri upphæð í einu að hún dygði fyrir fari til íslands: það var sú al- menna ævikreppa sem íslend- ingar lifðu vestur þar; og stóð enn hjá mörgum þegar ég síð- ast vissi.“ Þannig farast Halldóri Lax- ness orð um Jóhann Magnús, en hann var einn mest lesni höfundurinn hérlendis á upp- vaxtarárum Halldórs. Jóhann Magnús Bjarnason. á því máli. Hann var eitt af sístarfandi skáldum þjóðar- brotsins vestra á meðan ment uð skáld að heiman fengust við að snara á íslensku svo- kölluðum Lögbergsreyfurum. Sakir uppeldis síns komst Jó- hann Magnús undir bein áhrif af breskum höfundum einsog Dickens og Rider Haggard, og slóst í hópinn við hið fjöl- menna sporgaungulið þeirra; hann komst aldrei í snoðrænu við þýsk-skandínavíska mentasvæðið sem íslensk bók arament var af vel kunnum ástæðum bundin síðan á 16du öld. Fróðlegt er að virða fyrir sér algerð menníngarskil sem ólík uppeldisáhrif mynda inn an sömu túngu milli Jóhanns Magnúsar og hafnarlærðu ís- lensku sagnaskáldanna Gests Pálssonar og Einars Kvaran sem á þessum árum' höfðu af slembilukku borist úr Dan- mörku inní enska heiminn. Jóhann Magnús samdi að minni hyggju betri skáldsög- ur en ofangreindir vestur-ís- lendingar tveir úr Kaup- mannahöfn; hans verk vottar hlutræna beinskeytta athug- unargáfu kryddaða með ensk- kynjaðri glettni, laust við pre dikundikun á úníversalþeoríu eða kreddu“. Sjálfstæðisfélögin á Akureyri Spilakvöld Síðasta spilakvöld Sjálfstæðisfélaganna á á Akureyri verður í kvöld, fimmtudaginn 2. des. kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu. Glæsileg kvöldverðlaun og heildarverðlaunin verða afhent. Dansað að lokinni félagsvist til kl. 1 e. m. Stjórnandi Gunnar Ragnars Sjálfstæðisfélögin á Akureyri Ford Cortina 1977 IMú eru Fordverksmiðjurnar komnar með nyja Cortinu, giæsilegri en nokkru sinni fyrr Fyrsta sending væntanleg til Akureyrar næstu daga FORDUMBOÐIÐ BÍLASALAPy hf Strandgötu 53 Akureyri - Simi 21666 MDWHMim ÍSLENDINGUR — 11

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.