Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1945, Síða 1

Faxi - 01.07.1945, Síða 1
FAXI 6. tbl. 5. ár Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík Júlí 1945 VALTÝR GUÐJÓNSSON: Verkamarenabústaðir í Keflavík Haustið 1942 var á fundi í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur samþykkt að hefja undirbúning að stofnun bygg- ingarfélags verkamanna. Nokkru síðar sama haust var félagið stofnað, með rúmlega 20 félagsmönnum. Þá höfðu slík félög starfað um nokk- ur ár í Reykjavík og Hafnarfirði og öðrum kaupstöðum landsins. Höfðu þau komið upp vönduðum fbúðum með fyrirstríðsverði fyrir félaga sína. Efnalitlir menn höfðu þannig eignast vandaðar íbúðir með aðstoð bygging- arfélaganna, sem þeim að öðrum kosti hefði reynst ókleift að eignast. Byggingarfélag verkamanna í Kefla- vík er nú að hefja starfsemi sína. Er þegar búið að leggja grunn að 4 íbúð- um, en í ráði er að reisa 10 til 12 íbúðir. Má segja, að seinna sé á stað farið en æskilegt hefði verið, og stórmikill hag- ur fyrir félagsmenn, ef þessi starfsemi hefði verið hafin strax á árunum fyrir stríð. Fyrirkomulag þeirra verkamanna- bústaða, sem þegar hafa verið byggðir hér á landi er einkum með tvennu móti. Annars vegar eru tveggja hæða hús á kjallara, með 4 íbúðum, sameig- inlegu þvottahúsi og miðstöð og sama inngangi fyrir hverjar tvær íbúðir (sbr. Reykjavík og Hafnarfjörð). Hinsvegar eru einlyft hús, tvær íbúðir byggðar saman, og er þó hvor íbúð út af fyrir sig (Akranes, Akureyri). Báðar þessar gerðir hafa sína kosti og galla. Fjögra íbúða húsinu eru falleg á að líta, og setja svip á umhverfið. Undir þau þarf tiltölulega litla lóð mið- að við hverja íbúð. Eru þetta ágætir kostir. En gallinn við þau er, hve íbúðir þeirra hafa margt sameiginlegt af nauð- synlegustu þægindum, og því hætt við að eigendur þeirra verði ekki eins á- nægðir með eign sína, og ef þeir gætu verið alveg út af fyrir sig. Einlyftu húsin eru frekar óásjáleg, og þurfa stóra lóð miðað við íbúð. Þau eru hins vegar mjög þægileg til íbúðar, og hafa þann höfuðkost, að þar eru íbúðirnar alveg aðskildar. Kostnaðarverð beggja slíkra húsa er talið að vera mjög svipað. Vegna þess, að menn voru ekki á eitt sáttir um það, hvernig verkamanna- bústaðirnir yrðu hafðir hér, og líkaði ekki allskostar við þessar tvær aðal- gerðir, hefur teiknistofa húsameistara ríkisins, sem annast teikningar verka- mannabústaða, teiknað verkamannabú- staðina hér með nýju fyrirkomulagi, sem hvergi hefur verið haft áður á verkamannabústöðum hér á landi. Eru það tveggja íbúða hús, ein hæð með kjallara, og íbúðirnar aðskildar. Sam- einar þessi gerð kosti hinna fyrri bú- staða, húsin verða falleg á að líta, lóðir undir þau sæmilega eðlilega stórar, og íbúðirnar þægilegar. Stærð hverrar í- búðar er 8X9,25 m., þrjú rúmgóð her- bergi, bað, eldhús, og innri og ytri for- stofa. I kjallara er miðstöð, þvottahús og geymsla, auk tveggja stórra her- bergja, sem eigendur geta hagnýtt sér

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.