Faxi

Volume

Faxi - 01.06.1950, Page 1

Faxi - 01.06.1950, Page 1
5. tbl. 10. ár. Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík Júní 1950 Minni íslenzkra sgómanna Áður en siglingar hófust var frumþjóð- urn Norðurlanda erfitt um öll kynni. Einkum voru það hin háu fjöll, sem tor- velduðu mönnum samgöngurnar og komu í veg fyrir allan kaupskap milli lands- hluta. En þessir háu fjallatindar bentu út á sjóinn og þangað runnu ár og lækir fram hjá híbýlum mannanna í hvíldar- lausum áfanga, eins og draumsjón. Hin bláu sund seiddu hugann og vöktu út- þrár í brjósti. Sálir þessara frumstæðu manna mótuðust áf hinni mikilúðgu sál náttúrunnar, móður jarðar, og lifnaðar- hættir þeirra voru bein afleiðing lífsskil- yrðanna, staðháttanna. Náttúran sjálf var harður og óvæginn uppalandi, sem fyrst og fremst lét sig varða þrek og áræði barna sinna, enda varð það þeim sú arf- leifð, það vegarnesti, sem að beztu haldi kom, þegar lagt var út á hin dimmu sund Ægis. Svo urðu þá skipin til. Fyrst litlar kænur, sem einungis var hægt að nota innfjarða, og þar sem sjór var kyrr. Brátt fannst mönnum þetta ófullnægjandi og skipin smástækkuðu eftir því sem kunn- átta og tækni óx, unz þau náðu hinni venjulegu stærð knarra og langskipa, og var þeim nú haldið út á djúpmiðin með hvert rúm skipað hinum vöskustu drengj- um, þvi að' hættur hafsins kröfðust þess, að allur amlóðaháttur og vesalmennska yrðu kyrrsett í landi, þegar karlmennska og hetjulund ýttu úr vör. Til þessa hafði landbúnaður verið aðal- atvinnuvegur manna, en nú urðu sigling- ar það einnig, en þó fyrst og fremst sjó- hernaður og varð því þessi síðartalda at- vinnugrein mun hættulegri. En þrátt fyrir það, kusu þó allir ungir og framagjarnir menn að fá að vera með í þeim hættu- leik, og sýnir það bezt, hve hin óblíðu lífs- kjör hafa glætt og þroskað hetjuskapinn og siglingaþrána. Þannig átti sjórinn stór- an þátt í að herða og stæla hinn norræna kynstofn, bæði andlega og líkamlega. Nokkru áður en Haraldur hárfagri brauzt til valda í Noregi, höfðu menn fundið Island, hina fjarlægu þá óþekktu eyju, og þangað fluttu svo allir þeir, sem ekki þoldu kúgun og yfirdrottnun Har- aldar. Af þessu má nokkuð ráða, að það hefir verið tápmesta og kjarkbezta fólkið, sem fluttist hingað, — sannkallað úrvala- lið, sem mat frelsi sitt meira öllu öðru. Slíku fólki, mönnum og konum, bauð Fjallkonan til fósturs í sínum djúpu döl- um, eyjum og útnesjum. Minnumst þess þá líka, að landnemar Islands voru sjó- menn. Sagan hermir að 200 þeirra hafi siglt hingað sínum eigin skipum, og ef við hugleiðum landafundi Islendinga frá þeim tímum, fund Grænlands og Vín- lands, er skoða má sem beinan árangur af farmennsku Islendinga, þá verður okkur Ijóst, að þeir hafa verið siglingaþjóð í fremstu röð, miðað við fólksfjölda, og það, hve þeirra siglingaleið var hættuleg. Árið 1500 sigldi Columbus frá strönd- um Spánar stórum og velbúnum skipum vestur yfir Atlantshaf og þótti það þá eitt hið mesta þrekvirki. En þó verður sú sigl- ing eins og barnaleikur samanborið við siglingu Leifs Eiríkssonar árið 1000, þegar ha'nn á sínu litla og ófullkomna skipi sigldi vestur Atlantshaf á nyrstu og hættu- legustu slóðum þess. Frá kappróðrinum á sjóniannadaginn.

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.