Faxi - 01.06.1950, Síða 8
8
F A X I
íslenzkt kynningarkvöld fé\ag Suðurnesja-
manna í Reykjavík
Sigrid Bardal, Lilja Eylands, Pearl Johnson, Þóra Ásgeirsson.
(Fréttir vestan um haf).
Manitobaháskóli héit þann 13. marz s. 1.
íslenzkt kynningarkvöld. Þessir tóku þátt
í kynningarkvöldinu: Frú Lilja Eylands
(ræðuefni: Ársdvöl mín á Islandi), Mrs.
Pearl Johnson söngkona. Miss Thora Ás-
geirsson píanóleikari, einnig strokkvart-
ett en í honum voru: Pálmi Pálmason,
William Worbeck, Allan Béck og Harold
Jonasson. Samkomustjóri var forseti há-
skólans dr. A. H. S. Gillson.
Fer hér á eftir það sem Lögberg segir
um þetta kynningarkvöld:
„Þetta kveld var Islendingum til mikils
sóma“, sögðu fleiri en einn við mig að
lokinni íslenzku samkomunni, er haldin
var á vegum Manitobaháskólans á mánu-
dagskvöldið og mun það ekki ofmæli því
þátttakendur allir leystu hlutverk sín
prýðilega af hendi. — Erindi fró Lilju Ey-
lands fjallaði aðallega um þau kynni, er
hón fékk um þróun lista á Islandi —
hljómlist, málaralit, höggmyndalist, tré-
skurðarlist og handiðnaðarlist; sagði hón
svo skemmtilega frá og brá upp svo mörg-
um skýrum myndum af því sem fyrir augu
og eyru bar að unun var að hlusta á hana.
Þá lék hinn kunni fiðluleikari Palmi
Palmason ásamt Harry Rowlin og Harold
Jonasson lag eftir Björgvin Guðmunds-
son. Fró Pearl Johnson söng lög eftir
Árna Thorsteinsson, Sigvalda Kaldalóns
og Sigfós Einarsson; það var ekki ein-
ungis að hón söng vel, heldur skýrði hón
efni ljóðanna svo yndislega að hrífandi
var. Ungfró Sigrid Bardal annaðist undir-
spil. Ungfró Thora Ásgeirsson lék á píanó
tónverk eftir Pál Isólfsson af snilld, eins
og vænta mátti af henni.
Konurnar og hinar tvær ungu stólkur
voru klæddar íslenzkum bóningum og
jók það ekki lítið á virðuleik samkom-
unnar.
Forseti háskólans, Dr. A. H. S. Gillson
stjórnaði samkomunni; er hann eins og
kunnugt er, talsvert fróður í íslendinga-
sögunum í þýðingu William Morris.
Kvaðst hann hefði óskað að við þetta tæki-
færi hefði einnig verið upplestur ór forn-
sögunum eða eitthvað atriði bókmennta-
legs eðlis, en ór því myndi verða bætt
þegar kennaraembættið í íslenzku og ís-
lenzkum fræðum yrði stofnað við Mani-
tobaháskólann; sagðist hann vonast til að
þessi samkoma yrði upphafið að mörgum
slíkum samkomum, er haldnar yrðu á veg-
um háskólans til að kynna íslenzka menn-
ingu.
Að lokinni skemmtiskrá skoðuðu gest-
ir íslenzk málverk og íslenzka skraut-
muni, er til sýnis voru undir umsjón fró
Sofíu Wathne. Yfir hundrað manns sóttu
samkomuna og var margt af því annarra
þjóða fólk“.
(Lögberg, 16. ntarz ’50).
Fimmtudaginn þ. 30. marz síðastl. hélt
félagið aðalfund sinn hér í bænum. I fé-
laginu eru nó um 350 meðlimir. Aðal-
áhugamál félagsins, að eignast landssvæði
á Suðurnesjum og gróðursetja þar skóg-
arplöntur, hefur nó komizt í framkvæmd.
Á félagið allstórt landssvæði að svonefnd-
um Háabjalla, suðaustur af Vogastapa,
sem hiefur verið girt rammbyggilegri 7
strengjaðri gaddavírsgirðingu. Á komandi
árum verður haldið áfram að gróðursetja
trjáplöntur á þessum stað. Gek'kst félagið
fyrir því, að stofnað var Skógræktarfélag
Suðurnesja í Keflavík þ. 5. marz síðstl.,
sem verður til að byrja með dieiid í Félagi
Suðurnesjamanna í Reykjavík og fær af-
not af landi félagsins í Háabjal'la tii gróð-
ursetni-ngar trjáplantna. Er ætlunin að
stofna sjálfstæðar skógræktardeildir í
byggðarlögunum á Suðurnesjum, þegar
áhugi hefur verið vakinn almennt þar
syðra fyrir þessum málum. A stofnfundi
Skógræktarfélags Suðurnesja afhenti Eg-
ill Hallgrímsson kennari 1000 kr. til stofn-
unar Skógræktarsjóðs Suðurnesja og er
ætiunin að hafa í framtíðinni innsöfnun-
ardag einu sinni á ári í þann sjóð. — Fé-
lagið befur haft ýms fleiri mál til með-
ferðar; m. a. gekkst það fyrir stofnun
styrktar- og líknarsjóðs af minningargjöf-
um, er bárust félaginu við jarðarför Stef-
áns heit. Gunnarssonar skókaupm. Einn-
ig hefur það myndað siysavarnasjóð, sem
binda á við nafn Odds heit. Gíslasonar,
prests að Stað í Grindavíik, sem talinn er
upphafsmaður siysavarna hér á landi.
Fleiri framkvæmdir hefur félagið með
höndum.
í stjórn voru kosnir: Friðrik Magnós-
son stórkaupm. form. og meðstjórnendur
Þorsteinn Bjarnason kennari, Einar Jós-
cfsson kaupm., Karl Vilhjálmsson loft-
skeytam., Björn Benediktsson netagerðar-
maður, Þorbjörn Klemenzson trésmiður
og Jón Guðmundsson verzlunarm.
Dragnótaveiði
stunda allmargir bátar, en nokkur óhugur
greip útgerðarmenn þeirra þegar lokun
fiskimiða innan Garðsskaga var auglýst fyrir-
varalaust. Garðsjór hefur að undanförnu ver-
ið öruggasta veiðisvæði þeirra.