Faxi

Volume

Faxi - 01.01.1951, Page 1

Faxi - 01.01.1951, Page 1
FAXI 1. tbl. ' XI. ár JANÚAR 1951 U tgefandi: Málfundafélagið Faxi Keflavík. f07ö j 'JAK | í Fyrsta skip sem lagðist að hafskipabryggju i Keflavík 31. okt. 1932. Skipið heitir Muninn og var norskt vöruflutningaskip. ÖLDIN HÁLFNUÐ Erindi þetta, sem var flutt á Þrett- ándafagnaði Faxa nú i vetur hefir höfundur góðfúslega leyft til birtingar hér í blaðinu. Félagar og aðrir aheyrendur! Það er alltaf vafasamt, hvort rétt er og nær tilgangi, að stöðva dans, þegar dans- gestir eru komnir í skemmtanaskap, og attla að neyða þá lil þess að hlusta á alvar- lega hluti, — en hér verður að segjast eins og er, þetta verður að ske, hvað sem það kostar, það verður ekki umflúið, — skemmtinefndin hefur ákveðið þetta. En til þess að bæta að nokkru fyrir þessa akvörðun nefndarinnar, skal ég lofa því, — °g ég skal efna það, — ég skal vera stuttorður. Fyrir nokkrum dögum stóðum við á tímamótum. Ar var að kveðja og ár að heilsa, — og við stóðum á tímamótum hálfrar aldar. Á þessum timamótum hefur verið reynt að rifja upp sögu þjóðarinnar síðustu h’álfu öldina. Bera saman tírhann um aldamótin síðustu og þann tíma, sem við nú lifum á, og meta og vega þær breytingar, sem orðið hafa á þessu tímabili. Og við höfum spurt eins og skáldið: „Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg?“ Og ef við fáum svör við þessari spurningu, þá verða þau að sjálfsögðu ekki á einn veg, því við- horf manna til lífsins er ekki allra hið sama. Við okkur blasa að vísu þær staðreyndir, sem ekki verður neytað: Framfarir hafa orðið hér miklar á hinu verklega sviði. Árabáturinn og seglskipið, sem þá voru aðaltækin til sjósóknar, eru horfin sem slík, en í staðinn eru komnir vélknúnir bátar, stórir og smáir og í stað seglskip- anna, „kútteranna", eru komnir stórir vél- hátar og togarar. Menn ferðast nú um landið á bílum í stað þess, að áður var farið fótgangandi eða á hestum. Það sem áður var dagleið, tekur nú eina klukkustund. Milli fjarlægra staða innanlands og milli Islands og útlanda ferðast menn nú með flugvélum, og það sem um aldamótin voru margar dagleiðir, er nú hægt að fara í flug- vél á einni klukkustund eða skemmri tima. Bóndinn, sem þá þekkti ekki önnur tæki en orf og ljá, til þess að afla heyja á þýfðu túni og votu engi, getur nú á

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.