Faxi - 01.12.1956, Qupperneq 3
F A X 1
115
Marta Valgerður Jónsdóttir:
S
Jólaboð að Landakoti á Vatnsleysuströnd
Þegar líður að jólum leita minningar
liðinna ára á hugann, fremur venju, eða
svo hefur mér farið. Vinir okkar stíga þá
fram í ljósi endurmirvninganna og varpa
birtu inn í hug okkar. Þá er hver gleði-
stund lifandi á ný.
Fyrstu minningar mínar um jólaboð eru
bundnar við beztu vini foreldra minna,
þau Landakotshjón Guðmund Guð-
mundsson og konu hans Margrétu Björns-
dóttur. En heimili þeirra stóð með mikl-
um menningar- og glæsibrag um tugi ára,
eða frá 1868 til 1920.
Foreldrar mínir bjuggu, þegar þetta
gerðist, í Breiðagerði á Vatnsleysuströnd,
er var um það bil miðja vega milli Auðna
og Stóra-Knarrarness. Þar er nú ekki leng-
ur byggt ból, heldur sléttur völlur.
Nú vorum við boðin í jólaveizlu að
Landakoti. Eg mun ekki hafa verið há í
loftinu, því faðir minn bar mig á hand-
legg sér, frá heimili okkar, inn að Landa-
koti í bezta vetrarverðri, síðari hluta dags..
Snjór var á jörðu og hjarn, heiðskírt og
tungl í fyllingu og stjörnurnar tindruðu
svo fagurlega.
Eg var gagntekin af fegurð þessa jóla-
kvölds og spurði margs, mun faðir minn
þá fyrst hafa beint hug mínum að dásemd
stjörnuheimsins. Atti ég oft síðar sælar
stundir með föður mínum, er við gengum
út á stjörnubjörtu kvöldi og virtum fyrir
okkur næturhimininn.
Það var ævinlega hátíð og fagnaðarfund-
ur er þau hittust foreldrar mínir og Landa-
kotshjónin, sátu þær Margrét og móðir
mín sælar saman og ekki man ég glaðari
menn en þá Guðmund og föður minn, er
þeir sátu á tali saman, heyrðust þá stórir
hlátrar og dillandi. Það lætur því að lík-
um að vel hafi verið tekið á móti okkur
er við komum á leiðarenda. Húsfreyjan
hæg og hljóðlát lagði mig blíðlega að
vanga sér og handtak hennar hlvtt og
undur mjúkt yljaði inn' að hjartarótum.
Húsbóndinn tók mig í arma sína, lyfti mér
hátt upp, kyssti mig og hló. Þannig var ég
boðin velkomin í jólafögnuðinn í Landa-
koti.
Það var rúmgott húsnæði í Landakoti,
enda var þess full þörf, því margt fólk
var þar í heimili. Húsin voru tvö og gang-
ur milli húsanna, svo ekki þurfti að fara
út þegar farið var milli húsa.
Aðalhúsið var ein hæð og loft, niðri
voru tvær stofur með suðurhlið (borðstofa
og stássstofa) og forstofa á milli þeirra.
Ur borðstofu var gengið fram í rúmgóðan
gang, þar var stiginn upp á loftið, dyr á
hægri hönd vísuðu inn í eldhúsið, en dyr
til vinstri inn í stórt og rúmgott búr. Eld-
húsið var stórt, úr því voru dyr inn í gesta-
herbergi, það herbergi leit ég ævinlega
hýru auga þegar ég stálpaðist, því þar voru
bækur húsbóndans í stórum skáp, sem náði
til lofts. Dyr voru úr svefnherbergi inn í
stássstofuna. Uppi á lofti voru þrjú her-
bergi stór, hjónaherbergið eða kvisturinn
með tveimur gluggum í suður, stúlkna-
herbergið í austurenda og piltaherbergi í
vesturenda. 1 þessum herbergjum var setið
við vinnu.
Nyrðra húsið hafði verið byggt er garnli
bærinn var rifinn, var það einnig port-
bvggt og bjuggu sjómenn þar á vertíðum.
Þetta jólakvöld voru bæði húsin ljósum
prýdd, svo að hvergi bar á skugga. I borð-
stofu var stórt dúkað borð prýtt kertaljós-
um. Húsbóndinn settist nú við orgelið í
stássstofunni og urðu þeir að syngja er
Systurnar María Eiríksdóttir fósturdóttir
hjónanna í Landakoti og Guðrún Eiríksdóttir
fósturdóttir hjónanna á Hliði á Álftanesi.
sungið gátu. Guðmundur var einkar lag-
inn á að koma fólki í stemningu og fá
það til að syngja. Voru nú sungnir jóla-
sálmar góða stund áður enn sezt var að
borðum.
Guðmundur í Landakoti var fyrirmann-
legur í sjón og ágætum gáfum gæddur og
svo glaður og skemmtilegur að lengra
verður vart jafnað. Hann var söngmaður
ágætur, hafði fagra bassarödd, hann hafði
á hendi um tugi ára söngstjórn og organ-
istastarf í Kálfatjarnarkirkju, var kirkju-
söngur þar, að sögn kunnugra, betri og
fágaðri enn þá gerðist út um sveitir lands-
ins. Kristleifur sál. Þorsteinsson fræðaþul-
ur á Stóra-Kroppi í Borgarfirði hefur ritað
um sönginn í Kálfatjarnarkirkju í Kirkju-
ritið 1940, einnig er í ritinu Úr byggðum
Borgarfjarðar, grein, Söngur og söngmenn,
getur hann þess þar, er hann í fyrsta sinni
kom í Kálfatjarnarkirkju, sá Guðmund
koma í kirkjuna þá ungann og glæsilegann
með flokk ungra manna, sem allir höfðu
æft með honum söng. Lýsir Kristleifur
síðan þeirri hrifningu er gagntók hann
undir messunni og segist aldrei hafa heyrt
slíkan söng. Segir Kristleifur að til Guð-
mundar hafi valist á vertíðum gáfaðir og
söngelskir menn, einkum úr Borgarfirði
og Arnessýslu.
Guðmundur í Landakoti stundaði nokk-
uð lækningar, einkum útvortis, las einnig
mikið í þeim fræðum. Mun hann hafa
gjört þetta einungis til að reyna að líkna,
því á þeim tímum voru fáir lærðir læknar
og fólk svo fátækt að það leitaði þeirra
ekki nema í ýtrustu neyð. Hygg ég að
óhætt megi segja, að Guðmundur tæki
aldrei borgun fyrir þessa þjónustu.
Guðmundur í Landakoti var fæddur 28.
febr. 1841, var hann elzti sonur hjónanna
þar, Guðmundar Brandssonar síðar al-
þingismanns og Margrétar Egilsdóttur
bónda á Þórustöðum á Vatnsleysuströnd,
Guðmundssonar prests á Kálfatjörn
Böðvarssonar prests í Guttormshaga,
Högnasonar prests í Breiðabólsstað Sig-
urðssonar. Kona Egils hreppstjóra á Þóru-
stöðum og móðir Margrétar var Guðrún
Magnúsdóttir bónda á Brunnastöðum á