Faxi - 01.12.1956, Síða 7
F A X 1
119
Avarp til ungskáta
Flutt á fyrsta sveitarfundi Heiðarbúa í Keflavík, þann 11.
október 1956.
Það er regn, stormur og myrkur. —
Dökkir skuggar læðast fyrir utan glugg-
ann minn, — nakin trén í garðinum híma
í ró dauðans. Hin litlu strá og hvert smá-
blóm munu nú brátt sveipast snjó vetrar-
ins.
Það er keflvískt haust.
Eftir dásamlegt sumar hópist þið nú í
skólana, glöð og ánægð. Glöð yfir vel
unnu sumarstarfi, ánægð fyrir að fá að
glíma við þær þrautir, er skólinn leggur
ykkur á herðar á komandi skólaári.
Og í kvöld eruð þið hvað ánægðust, er
þið finnið, að félag það, er þið elskið og
dáið, er að hefja sína vetrarstarfsemi.
Brjóst okkar fyllast þrótti og þjóðernistil-
finningu er hefur okkur úr viðjum hvers-
dagsleikans upp á það tilverustig, þar sem
við sjáum ekkert annað en leik og starf,
okkur sjálfum, bæ og þjóð til gagns og
gæfu.
En eitt verðum við að muna og það er,
að fyrst af öllu verðum við að rækja skyld-
ur okkar við heimili og skóla, áður en við
göngum til leiks og starfa í okkar ágæta
félagi. En til þess að við getum sinnt okk-
ar hugðarmálum sem mest og bezt, verð-
um við að læra eitt af því, sem hverjum
manni er nauðsynlegt að nema, vilji hann
framkvæmd verði öllum sem að henni
standa og öllu byggðarlaginu í heild til
góðs“.
Við höfum nú haft Huxley á pínubekkn-
um allgóða stund, svo oss finnst ráðlegt að
hætta. Bollinn er tómur og vindillinn bráð-
um búinn. Við þiggjum ekki meiri góð-
gerðir þrátt fyrir ítrekað boð, stöndum
upp, þökkum góðgerðirnar og kveðjum
hans myndarlega heimili.
Eg veit að góðar óskir fylgja þessu fyrir-
tæki, ekki aðeins frá Huxley, heldur okk-
ur öllum, því ef vel til tekst, eins og við
vonum, erum við enn skrefi nær betri,
ódýrari og erfiðisminni framleiðsluhátt-
Höskuldur Goði Karlsson.
komast áfram í heiminum, og það er, að
fara hyggilega með tímann. Um þetta at-
riði ætla ég nú að tala lítillega við ykkur.
Margir frægir og athafnasamir menn
hafa sagt, að tíminn væri sinn auður. Og
það er eins með þann auð og aðra fjársjóði,
er margt fólk fær handa á milli, að það
ntetur hann sjaldan mikils, fyrr en það er
búið að sóa honum. Sá, sem hefur eytt til
ónýtis hinum dýrmæta sáningartíma, mun
sjá það um seinan, að hann hefur ekkert
að hirða í uppskeru lífsins.
Glataðan auð má vinna sér inn aftur
með iðjusemi, glataðan fróðleik með námi,
glataða heilsu með reglusemi og læknis-
lyfjum, en tíminn, er við glötum, er glat-
aður til eilífðar; glötuð stund kemur aldrei
aftur.
Margar eru afsakanirnar og viðbárurn-
ar er við vanrækjum það, sem við eigum
að gera, en enginn er tíðari en sú, að við
höfum ekki haft tíma til þess. Við tælum
sjálf okkur á engum hlut meira en þeirri
ímyndun, að ef við hefðum tíma til, mynd-
um við koma því og því af. Margt ungt
fólk hefur löngun til að menntast. Það
sér, hversu mikið er varið í menntun og
fróðleik, það sér, að það, sem það fer á
mis, veldur því að það verður aftur úr á
skeiðvelli lífsins, en því finnst það alltaf
hafa nóg að gera og enga stund hafa af-
gangs til námsins.
Þetta er viðkvæðið. Þannig hljóðar við-
báran, sem dáðleysi okkar og eigingirni
blæs okkur i brjóst til þess að smeygja okk-
ur undan hinum margvíslegu skyldum,
er samviska okkar býður okkur að rækja.
En sannleikurinn er sá, að hvergi eru færri
góðverk unnin en þar, sem nægstur er
tíminn. Lítum t. d. á þá, er mestu hafa af-
rekað fyrir sjálfa sig og til almennings-
heilla. Hvaða menn eru það? Eru það auð-
menn, sem hafa nógan tíma, og sem ekki
hafa annað að gera en éta og sofa? Nei —
það eru flestallt eljumenn, sem aldrei eru
óvinnandi árið um kring. Það eru þess
konar menn, sem hafa tíma til að vinna
að góðgjörða'rfyrirtækjum, sinna fátækl-
ingum og mennta sig sjálfir með lestri og
íhugun.
I einni stofu í peningaverksmiðju í Fíla-
delfíu, þar sem gullið er slegið, er gólfið
allt lagt örmjóum trélistum, er eiga að
hirða allt gullduftið, sem niður fellur, með-
an verið er að smíða. Síðan eru listarnir
teknir upp á hverju kvöldi og gullsáldinu
safnað saman og brætt síðan upp og smíð-
að úr því. Við getum lært af þessu dæmi,
að fara spart með tímann. Söfnum saman
gullsáldi tímans, höfum glöggar gætur og
vakandi auga á þeim úrtíningi, þessum
smábitum úr dögum og stundum, sem eru
svo lítils virði hver út af fyrir sig, en harla
mikils, ef þeir eru allir lagðir saman, þá
munum við fá nægar tómstundir og hafa
mikinn hag af.
Sá, sem er nízkur á augnablikin, hefur
góðar gætur á og hagnýtir sér hverja
mínútu, er honum verður afgangs, eigi
síður en hverja hálfa stund og hvern
óvæntan leyfisdag, er honum hlotnast, en
flestir fleygja frá sér ónotuðum — hann
verður ekki í tímaþroti á æfikvöldi sínu,
og hann kveður þennan heim auðugri að
andlegum verðmætum og með meiri upp-
skeru góðra verka, heldur en fjöldi ann-
arra, er hafa haft nægan tíma, en varið
honum illa.
Höskuldur Goði Karlsson.
um.
G. Sv.
Munið: AÐALSTÖÐIN — Sími 515 og 5151 Keflavíkurflugvelli