Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1956, Page 9

Faxi - 01.12.1956, Page 9
F A X I 121 Ragnar Guðleifsson: Kynnisför til Bandaríkjanna Daginn eftir, sem var sunnudagur, fylgdum við séra Olafi eftir milli kirkna og vorum við guðsþjónustur. Messaði séra Ólafur að Fjallakirkju kl. 11 f. h. Er það lítil kirkja, en þar var lika nær hvert sæti fullskipað. Fór öll athöfn fram á ensku að þessu sinni og voru helgisiðir einfaldari en hér heima. En stundum eru messurnar ís- lenzkar, sagði séra Ólafur okkur, og þá auglýstar sérstaklega. Að messu lokinni fórum við heim með einum stórbóndan- um, Asgrími Goodmann og skoðuðum bú- garð hans. Hefur hann nautgripabú og ræktar holdakyn. Hafði hann um 300 nautgripi og er það talinn mikill bústofn þar um slóðir. Land hans er um 2000 ekr- ur. Ræktar hann þar meðal annars kartöfl- ur. Sáum við þar stóra bingi, á að gizka nokkrar smálestir, sem ekki voru taldar söluhæfar, stungnar eða ljótar útlits, en þessar kartöflur voru ætlaðar nautgripun- um næsta vor. A einum stað sáum við gryfju mikla og fengum að vita að hér var Asgrímur að láta grafa fyrir sundlaug og hafði til þess fengið stórvirka vélskóflu. Asgrímur Goodmann er talinn einhver stærsti bóndinn þarna í byggð. Ibúðarhús hans er stórt og reisulegt. (Sjá mynd i síð- asta blaði). Er það byggt úr timbri eins og flest luis hér eru. Asgrímur Goodmann flutti vestur úr Skagafirði. Síðar um daginn vorum við að Garðar, Þingvallakirkja i Eyford og minnismerki Káins. eins og Vestur-íslendingar segja og vorum þar við guðsþjónustu. Þar prédikaði leik- maður, Njáll Bárðdal og skýrði þar frá reynslu sinni, er hann var fangi Japana á stríðsárunum. Séra Ölafur þjónaði fyrir altari. Kirkjan að Garðar (að Görðum) er miklu stærri og vandaðri en Fjallakirkja. Sérkennilegt fannst mér og áhrifameira, að söngflokkurinn var klæddur hvítum skikkjum og hafði stöðu innst í kór. Er þetta algengt vestra. Aftur á móti kunni ég ekki við peningasamskotin, er fara fram við hverja messugjörð. Við Þingvallakirkju í Eyford stendur minnismerki Káins, kímnisskáldsins fræga Kristjáns N. Júlíusar. Er þar mynd af K. N. en undir myndinni er þetta er- indi eftir próf. Richard Beck: Fæddur til að fækka tárum, fáir munu betur syngja. Kímnileyftur ljóða þinna létta spor og hugann yngja. R. Beck. Þar undir eru þessar ljóðlínur eftir K.N.: Svo dreymi þig um fríðan Eyjafjörð og fagrar bernskustöðvar inn í sveit. Kristján N. Júlíus var fæddur heima á Islandi 7. apríl 1860, en flutti ungur vest- ur um haf og dvaldist þar síðan. Hann lézt 25. okt. 1936. Hann er sérstaklega frægur fyrir sína léttu og græskulausu kímni. En stundum er þó Káinn alvarleg- ur, þótt hann reyni að leyna alvörunni að baki gáska og gamansemi eins og í þess- ari vísu: Af langri reynslu lært ég þetta hef: að láta drottinn ráða meðan ég sef. En þegar ég vaki, þá vil ég sjálfur ráða og þykist geta ráðið fyrir báða. Nú fór að styttast dvalartími okkar í Mountain, því kl. 6 um kvöldið þurftum við að leggja af stað til Minneapolis. En séra Ólafur sleppti engu tækifæri til þess að gera okkur þessa dvöl í Mountain ánægjulega og nú fór hann með okkur á Elliheimilið Borg í Mountain. Akra (við mundum segja að Ökrum). Þar var mikið um að vera. Kvenfélag safnað- arins hafði þarna bazar til ágóða fyrir safnaðarstarfið. Var þar matur á borðum og bauð séra Ölafur okkur hér til veizlu. Hér var eins og að koma á samkomu í sveit á Islandi. Stór salur með leiksviði fyrir enda. Eftir endilöngum salnum voru borð hlaðin allskonar góðgæti, er maður gat valið eftir vild. Allsstaðar var töluð íslenzka. Hér hittist fólkið og talaði um gamla tímann, og á einum stað heyrði ég á tal tveggja, og var annar að segja sögu að heiman. Söguna greindi ég ekki, en að henni lokinni hnippti hann í sessunaut sinn og sagði: „En þetta var nú líka Sunn- lendingur'*. Sýnir þetta hve náin tengsl eru ennþá milli gamla tímans heima á Fróni og nýja tímans fyrir vestan haf, að jafnvel landsfjórðungarígurinn hefur ekki gleymst. Kirkjulegt starf er mikið meðal Vestur- Islendinga og liefur alltaf verið. Við sáum þarna hve náið samband er hér milli prests og safnaðar og hve kirkjurækið fólkið er. Hérna tóku menn prestinn tali og afsök- uðu, að þeir hefðu ekki getað verið við kirkju í dag eða síðastliðinn sunnudag og færðu astæður fyrir. Allir telja sjálfsagt að fara til kirkju þegar messað er og þeir eiga heimangengt. I Mountain hittum við fátt af fólki, cr \

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.