Faxi - 01.12.1956, Blaðsíða 11
F A X I
123
Minneapolis
séð norður eftir
10. stræti.
við þekktum nokkuð til. Þó hittum við
konu, er á ættingja í Keflavík og Njarð-
víkum. Heitir hún Kristín Guðmundsson
(fædd Sæmundsdóttir). Hefur hún dvalið
í Bandaríkjunum síðan um eða fyrir alda-
mótin síðustu. Er hún gift Kristjáni Guð-
mundssyni kaupmanni í Mountain. Var
hún með dóttur sinni Rose, sem er kenn-
ari við barnaskólann þar í borg. Báðu þær
okkur að skila kveðjum til ættingja og
vina í Keflavík og Njarðvíkum, þar til
þær kæmu sjálfar, sem þær höfðu mikinn
hug á að gera, svo fljótt, sem tækifæri
gæfist.
Við höfðum naumann tíma til þess að
líta inn á heimili fólks, þó heimsóttum
við einn af mörgum vinum séra Olafs,
John Hillmann og sem var okkur sér-
staklega alúðlegur og hjálpsamur. Drukk-
um við hjá þeim hjónurn kaffi að íslenzk-
um sið og dvöldum um stund á hinu
snotra heimili þeirra. Að skilnaði bað Hill-
mann mig að skila kveðju til Birgis
Ólafssonar og Hauks Nordström, er hjá
honum höfðu dvalið fyrir skömmu, en
voru nú farnir til Islands.
Séra Ólafur vígðist til þessa safnaðar þá
um vorið og var ætlunin að verða þar eitt
ár. En þann stutta tíma, sem ég dvaldi í
Mountain, var ekki hægt að komast hjá
að taka eftir því, hve séra Ölafur er þar
mikils metinn og megum við því búast
við, að dvöl hans þar verði lengri en ætlað
var í fyrstu. En við óskum þess þó inni-
lega, um leið og við kveðjum hjónin og
þökkum þeim fyrir ógleymanlegar stund-
ir, að við megum fljótlega sjá þau aftur
heima á gamla Fróni.
Nú var lagt af stað til Grand-Forks, sem
er horg rétt við landamæri Norður-Dakota
og Minnesota og eru íbúar um 27 þús.
Leið þessa fórum við í áætlunarbíl og tók
hún um tvo tíma.
I Grand-Forks er háskóli. Þar er próf.
Richard Beck kennari. Kennir hann þar
meðal annars íslenzku. Við heimsóttum
hann og dvöldum hjá honum meðan við
biðum eftir lestinni. Vildi hann gjarnan
sýna okkur háskólann, en til þess var eng-
inn tími. En tíminn var notaður til þcss
að segja fréttir að heiman og til þess að
fræðast um nútíð og framtíð landanna fyr-
ir vestan haf. Richard Beck sagði okkyr, að
íslenzkan ætti mjög erfiða aðstöðu vestra.
Innflytjendurnir, sem enn lifa, tala ís-
lenzku. Afkomendur þeirra gcra það einn-
ig, en þriðja kynslóðin talar ensku, aðeins
fáir læra íslenzku. Þannig er hætt við, að
íslenzkan deyi út, áður en langt um líður,
fyrir vestan, þó eru líkur til, að hún lifi
enn um skeið í hinum fjölmennari íslend-
ingabyggðum.
Richard Beck fylgdi okkur á brautar-
stöðina og þar skáluðum við að skilnaði í
Goca-Cola og lögðum nú af stað til
Minneapolis.
I lestinni sváfum við af og til um nótt-
ina og komum aftur til Minneapolis kl.
6,30 um morguninn.
Þegar á hótelið kom lágu fyrir okkur
verkefni dagsins og þar með, að mér ásamt
nokkrum öðrum var boðið að skoða barna-
skóla þar í borginni kl. S,45 um morgun-
inn. Það var stuttur tími til svefns, en þó
lögðum við okkur stundarkorn.
Eg hafði óskað þess að mega sjá fyrir-
mvndar eða góðan barnaskóla einhvers
staðar á ferð okkar og nú vorum við stadd-
ir í skóla, sem var nokkurskonar æfinga-
skóli og í sambandi við háskólann þar í
borginni.
Við náðum tali af skólastjóranum, sem
veitti okkur ýmsar upplýsingar. Gátum
við nú fylgst með kennslu í nokkrum
bekkjum barnaskólans.
Þannig var byggingu háttað, að skóla-
stofurnar lágu út að gangi, en meðfram
stofunum voru upphækkaðir pallar og af
þeim gátum við fylgst með kennslunni í
skólastofunni. Var það ýmist, að við horfð-
um á kennsluna gegnum glugga á veggn-
um, er þannig var gerður, að aðeins sást
inn um hann, en að innan var hann sem
spegill, eða við hvortveggja horfðum og
hlustuðum á kennsluna af pöllunum gegn-
um glugga, er í var strengt fínt en þétt
vírnet. Þar sem glerið var fyrir geta áhorf-
endur fylgst með kennslunni án þess að
trufla nemendur eða kennara, en engri
truflun virtist nærvera okkar valda, þótt
til okkar sæist úr skólastofunni.
Skólastofurnar voru mjög rúmgóðar og
búnar fjölbreyttum kennslutækjum. Svart-
ar töflur voru á veggjum, en lausar töflur
voru þar einnig í grænum lit. Borðin í
sumum bekkjunum voru þannig að borð-
platan var á hjörum og mátti einnig hafa
hana hallandi. Víðast sat eitt barn við
borð, nema í yngstu bekkjunum 2. í
hverri stofu var píanó. Allur virtist skóli
þessi frjálslegur og agi ekki strangur. En
börnin virtust háttprúð og hin eldri þrosk-
uð og laus við allan óróleika og ys, sem
oft veldur erfiðleikum við kennslu. 23—25
börn eru í hverjum bekk.
Hver kennari er þarna aðeins stuttan
tíma, lengst 3 ár. Kennir þar hver sína
námsgrein.
Vel var fylgst með líkamlegum þroska
barnanna. Sjón og heyrn er vandlega at-
huguð og svo að segja daglega fylgst með
heilsufari þeirra.
Við hlustuðum á söngkennslu í tveim-
ur bekkjum, sennilega 10 og 12 ára. Þar
Minnismerki Káins við Þingvallakirkju í
Eyford.