Faxi - 01.12.1956, Síða 19
F A X I
131
Kristinn Pétursson:
Við lágum í bökum
PúltiÖ og taflan, sem hótt uppi hékk,
horfðust í augu við tossabekk.
— En höfuð manns hugsaði biturt
um verzlunarmenntun og verzlunarmátt,
já, viðtengingar- og framsöguhátt
og œtlaði að verða viturt.
Stundirnar liðu. Og stofan varð björt
af stöfum, sem kennarinn harla ört
teiknaði á töfluna svarta.
Margföldun, deiling og x + y,
útkomur, brotabrot, geislar og pi
skelfdu margt hrifnœmt hjarta.
Maður botnaði í bragfrœði
og — beit á jaxlinn í hagfrœði,
sem annars var ekki snúin,
en maður vildi ekki verða of
vitur í framan, nei. Guði sé lof,
að tíminn — er tíminn var búinn.
Debet og kredít og dispút um val
dálkanna, en Journal og Memoríal
hlóðust á borð og bekki.
Og kallaði einhver: Kennari!
Þá kvað við: Sögðuð þér kennari?
Hvern andskotann skiljið þér ekki?
í dönskunni reyndist oft kunnáttan klén
og kennarinn þráspurði, stífur og pen:
— Naa, altso, naa, altso> ja men . . .
En nemandinn vaknaði af vœrum blund,
kannaðist ekki við kennslustund
og svaraði: Amen, já, amen.
Við lágum í bókum og lásum — fljótt
á litið — í þúsund og eina nótt
og þuldum í sœld og þrautum.
Ó, hversu maður í minnið gróf
og skotraði augum við skrifleg próf
að sjá á hjá sessunautum.
(Ur Kantötu Verzlunarskólakandídata 1955.)
ar víða mjög þröngar og óreglulegar. Hús-
in há og hallast sums staðar saman að of-
anverðu. Allt er hér vafið í skógi og á
sumrin mun blómskrúð vera hér mikið.
I gegnum borgina rennur áin Neckar,
lygn og fögur. (Eg hefi útsýni yfir hana
úr herbergisglugganum mínum.) Á sumr-
in leigir fólk sér báta og rær á henni sér
til skemmtunar. Uppi á hæð hér rétt hjá
gnæfir gamall kastali. Frá honum er í
góðu skyggni hið fegursta útsýni yfir um-
hverfið. — Eg læt hér staðar numið við
lýsingu á borginni, en læt í þess stað 3
myndir fylgja, máli mínu til skýringar.
— Þótt ágætt sé að vera hér, þá er nú
nlltaf bezt að vera hcima. Og tíðreikað
verður huganum á heimaslóðir. Eg bið
þig, eða „Faxa“ að skila hjartans kveðju
minni til allra Keflvíkinga og Njarðvík-
inga, yngri sem eldri. Eg bið góðan Guð
að vaka yfir bæ og byggð og blessa hvert
heimili og hvern einstakling, sérhvert
starf, sem unnið er, bæði heima og að
heiman. Eerðu sérstaklega blessuðum
börnunum í skólunum kveðju mína, svo
og kennurum og skólastjórum.
Björn Jónsson.
P. s. Viltu láta þess getið, að utanáskrif
/ / *
min er nuna:
Herrn
Pastor Björn Jónsson
Ev. Stift,
Túbingen, Deutschland.