Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1956, Qupperneq 21

Faxi - 01.12.1956, Qupperneq 21
F A X I 133 S, JÓLIN KRAFTSÚPA. 114 1. kjötkraftur af kálfakj. — 1 dl. rjómi. 4 eggjarauður. — Salt. Eggjarauðurnar og rjóminn er þeytt saman, þeytt áfram á meðan sjóðandi kjöt- kraftinum er hellt út í. — Þetta má ekki sjóða saman. Framreitt með eggjakúlum eða niðurskorinni eggjahvítu. Þá fer jólahátíðin í hönd einu sinni enn. — Nú er það húsmóðirin, sem ber hita og þunga dagsins í enn ríkara mæli en áður. — Undirbúningur jólanna er langur og erfiður. — Það þarf um svo margt að hugsa. — Ekki má gleyma að við verðum að hugsa til pyngju húsbóndans, — að við göngum ekki of nærri mánaðar- laununum. Það þarf að sauma föt á börnin, eða jafnvel að takast á hendur ferð í höf- uðborgina með allan hópinn og ganga húð úr búð, móta föt og skó o. s. frv. Húsmóðirin hugsar og „spekúlerar'* — það þarf meira en litla skipulagshæfileika til að allt nái saman, svo allt fari vel. — Oft ásaka eiginmennirnir okkur fyrir eyðslusemi. — Nú skal ég ráðleggja þér að senda „gamla manninn" sjálfan í nokkrar sendiferðir. — Eg gæti bezt trúað að hann hætti að nöldra á eftir!! Húsmóðirin þarf að hreinsa húsið hátt o g lágt, baka og búa til sælgæti ,svo er það sjálfur hátíðamaturinn, nei við höfum sko harla lítið frí, þegar allt kemur til alls. — Því flestar verðum við að nota kvöldin, þegar barnahópurinn er komin í rúmið, og „kallinn“ getur þá leyft sér að halla sér út af með blað í hönd og beðið um einn kaffibolla. Annars átti þetta nú ekki að verða nein rauna upptalning. — Því jólin er hátíð, sem við gleðjumst á. — Hátíð, sem okkur öllum er kærkomin og ekki síst á Islandi, þar sem skammdegið grúfir yfir. Jólin er hátið barnanna og við gleðjumst með þeim, en við megum aldrei gleyma að segja þeim frá Honum, sem er okkar sam- eiginlega jólagjöf. Við getum líka gjarnan hugsað til allra þeirra hrjáðu, sem engin jól fá. Látum hugan reika ofurlítið austur til Ungverja, sem með hetjulund eru ennþá að reyna að brjótast undan oki, sem stórveldi legg- ur á þá. — Biðjum algóðan Guð og styrkja þá í raunum þeirra, — og veita þeim styrk. Börnin lesa æfintýri, en móðirin er sú sem verður að hlusta á þau. * Bölsýnismaðurinn segir: „Ef ég reyni ekki, þá tapa ég ekki“. Bjartsýnismaðurinn segir: „Ef ég reyni ekki, þá get ég ekki unnið“. KÁLFASTEIK. 114 kg. kálfakjöt. — 40 gr. hveiti. 50 gr. flesk (bacon). — 100 gr. smjör. 2 tsk. salt. — /4 1. kjötkraftur. 14 tsk. pipar. — 1 dl. rjómi. Kjötið, helzt læri, er skorið í þunnar sneiðar og barið. — Fleskið er síðan strengt utan um sneiðina. Það er gott að festa með tálgaðri eldspýtu. Blandið saman salti, pipar og hveiti, veltið kjötinu þar úr. — Steikt á pönnu úr smjörinu brúnuðu, síð- an er kjötkraftinum og rjómanum hellt yfir, steikin látin hægsjóða í 45 mín. — Nauðsynlegt er að hafa djúpa pönnu eða bara góðan pott með flötum, góðum botni. Við suðuna myndast sósan. — Borið fram allt á einu fati. — Með þessu er gott að hafa stappaðar kartöflur, súrar agúrkur og grænar baunir. Þessi poki er einkar þægilegur, þar sem pláss er lítið. — Hver skólatelpa getur saumað hann. — Efnið getur verið hvað sem er. Þægilegt og ódýrt. Eg vil nota tækifærið og óska ykkur öllum gleðilegra jóla og nýs árs. Platína. Kjörbúðin, Keflovík Munið Kjörbúðina í jólainnkaupunum Fjölbreytt álegg 5 tegundi raf saladi Sendum heim í desember. Kjörbúðin, Hringbraut 55 > 04>&XX>OOO<XXX

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.