Faxi - 01.12.1956, Síða 22
134
F A X I
Svanhildur Sigurgeirsdóttir,
Tjarnargötu 29, Keflavík.
Þessi unga og glæsilega stúlka lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík
nú á s. 1. vori. Mun Svanhildur vera fyrsta
konan, með heimilisfestu í Keflavík, sem lýk-
ur stúdentsprófi. Svanhildur hefir nú innrit-
ast í heimspekideild háskólans og les þar í
vetur forspjallavísindi. Mun enn óráðið hvað
hún hyggst taka fyrir í framtíðinni, en hvað
svo sem það nú kann að verða, þá óskar Faxi
henni og foreldrum hennar til hamingju með
þessa glæsilegu frammistöðu.
Hugleiðing um jóla-
trésfagnað barnanna
Oðum styttist til jóla, með öllu umstangi
og öþarfa áhyggjum. Því miður er búið
að hlaða of miklum umbúðum utan um
sjálfa hátíðina, eða tilgang hennar. Það er
sízt að undra þótt mörgum vilji gleymast
innsti kjarni jólahátíðarinnar, að minnsta
kosti blessuðum börnunum. En mikið er
gert fyrir þau um jólin, sem vitanlega á
að vera þeim til yndis og ánægju, þó
brugðist geti til beggja vona með eftir-
köstin.
Meðal annars, sem gert er fyrir börnin
um jólaleytið eru barnaböllin. Þau eru lof-
samleg viðleitni þeirra félaga og annara
samtaka, er gangast fyrir þessum skemmt-
unum. Víða er sá háttur hafður, að bjóða
gömlu fólki á þessar samkomur, eða aðrar
slíkar, einhvern annan dag. En það má
ekki gleymast, að þetta er gert í sambandi
við jólin, því þyrftu þessar skemmtanir að
fara fram með öðrum hætti en venjulegar
skemmtanir, yfir þeim á að hvíla friður
Fi Y | Ritstjóri og afgreiðslumaður: HALLGR. TH. BJÖRNSSON. Blað-
A A I stjórn: HALLGR. TH. BJÖRNSSON, MARGEIR JÓNSSON, KRIST-
INN PÉTURSSON. Gjaldkeri: GUÐNI MAGNÚSSON. Auglýsingastjóri GUNNAR
SVEINSSON. Verð blaðsins í lausasölu kr. 10,00. — Prentað í Alþýðuprentsmiðjunni.
Banki í Keflavík
Keflavík og byggðir á Suðurnesjum vaxa
með ári hverju og að sama skapi eykst þáttur
þeirra í efnahagsþróun þjóðarinnar með
auknum útflutningi sjávarafurða.
Ekki verður útgerð eða framleiðsla sjávar-
afurða rekin, nema með bankaviðskiptum og
er því bæði dýrt og tímafrekt, að sækja öll
þau viðskipti til Reykjavíkur. Vitanlega fell-
ur það í hlut forsvarsmanna fyrirtækjanna,
að annast þcnnan mikilvæga þátt rekstursins,
og verða þeir oft daglega að sinna þessum
störfum og geta þannig ekki sinnt fyrirtækj-
um sínum heima fyrir sem skyldi, en allir
hljóta að skilja, hve bagalegt slíkt er, jafnvel
þótt þýðingarminni atvinnugrein ætti í hlut.
Þarf það ekki frekari skýringa.
Vert er að henda á, að með vaxandi byggð
og fjölgandi fólki, getur ýmiss iðnaður aukið
atvinnulífið, sem er nauðsynlegur þáttur í
slíkri þróun, en til þess að það megi takast,
þarf bankaviðskipti, sem staðsett séu í Kcfla-
vík. Það stefnir því allt að sama marki fyrir
okkur, ef við viljum vöxt og viðgang þessa
bæjarfélags, sem auðvitað er, þá er okkur
nauðsynlegt, að fá hér útibú, helzt frá báðum
aðalbönkunum í Reykjavík, enda eiga þessir
bankar orðið útibú í flestum hliðstæðum
bæjum landsins og má af því nokkuð marka,
hvort þessi hugmynd er gripin úr lausu Iofti
eða á við rök að styðjast.
Forráðamenn bæjarins verða nú að taka
höndum saman og vinna að því, að hér verði
kolnin bankaútibú strax á næsta ári, ef þeir
vilja að cðlileg þróun haldist.
Hér í Keflavík starfar sparisjóður, sem
gegnir mjög merku hlutverki, enda eina pen-
ingastofnunin, sem lánað hefir fé til fram-
kvæmda og þó sérstaklega til íbúðarhúsa-
bygginga, og hefir hann með starfsemi sinni
stuðlað að því, að hér í Kcflavík og um Suð-
urnes er nú þegar búið að byggja mikið af
góðum og myndarlegum íbúðarhúsum.
Það cr því ekki til slíkra framkvæmda sér-
staklega, sem við óskum eftir bankaútibúi,
heldur fyrst og fremst til stuðnings atvinnu-
rekstrinum, sem sparisjóðurinn hér hefir ckki
haft fjármagn til að sinna.
Það sem sagt er hér að framan, er meira
alvörumál en kannskc margur hyggur, því
með staðsetningu bankanna hér, mundi mikið
fé, sem nú er greitt í vexti til Reykjavíkur,
stöðvast hér í Keflavík og notast til nýrra
framkvæmda og aukins atvinnulífs í okkar
unga og vaxandi bæ.
og ró, að svo miklu leyti, sem unnt er. Það
á að skapast af skilningi hinna eldri, á til-
gangi jólanna.
I sambandi við barnaböllin hef ég oft
heyrt kvartað um að litlu börnin væru
hrædd við jólasveinana, sem koma þar
fram, og skemmta börnunum. En litlu
börnin eru óvön skeggjuðum körlum,
enda þeir oft ferlegir ásýndum. Af þessu
myndast oft grátur og óþarfa hávaði ásamt
miklum erfiðleikum fyrir mæðurnar, sem
eru nú mættar með litlu börnin, í sínum
fínustu fötum, sem oft er ánægjulegt að
sjá, alla þá tilbreytni og hugkvæmni, sem
mörg móðir leggur í útbúnað barna sinna.
Vanalega eru þetta fyrstu skemmtanir,
sem börnin fara á, því er gott að þaðan
séu góðar endurminningar.
Væri nú ekki tilbreytni, ef kona í hvít-
um klæðum kæmi fram í stað jólasveins,
til minnstu barnanna. Myndi hún spila
og syngja fyrir börnin sálma og annað við
þeirra hæfi. Visst fólk þyrfti að vera, sem
stjórnaði dansinum kringum jólatréð og
gætti þess að allt færi vel fram. Jólin eru
talin hátíð barnanna, og eiga að vera það,
við hinir fullorðnu megum ekki fara þann-
ig að ráði okkar, að birta og friður jólanna
hverfi í skvaldri og önn dagsins.
Sumsstaðar er sá háttur hafður, að leika
helgileiki um jólin, sem túlka ýms atvik
úr helgisögunni, og um leið gera börnun-
um skiljanlegra hvað skeð hafi endur fyrir
löngu.
Barnaböllin eru yndislegir mannfundir,
aðeins ef hægt er að láta börnin vera stilt
og prúð. Þetta held ég að mætti skapa með
góðri fyrirmynd hinna eldri. Vil ég að
endingu óska öllum börnum, sem væntan-
lega mæta á jólatrésskemmtunum hér í
bæ, gleðilegra jóla.
Móðir.
o<x>ooo<x>o<x>ooo^^
Aðalstöðin - Sími 515