Faxi - 01.12.1956, Síða 23
F A X I
135
i
i
Nætur- og helgidagavaktir læknanna í
Keflavík:
15. til 21. des. Björn Sigurðsson.
22. til 28. des. Einar Ástráðsson.
29. des. til 5. jan. Bjarni Sigurðsson.
6. til 12. jan. Guðjón Klemensson.
Nóvcmbermánuður
er talinn hafa verið einhver sá votviðra-
samasti, er elztu menn muna. Síldveiði hefir
verið góð, þegar á sjó hefir gefið, en gæftir
hafa hins vegar verið mjög stopular, vegna
stöðugra umhleypinga.
Þann 20. nóv. s. 1.
hélt Kvennadeild Slysavarnafélags íslands
í Keflavík hlutaveltu í Ungmennafélagshús-
inu til ágóða fyrir starfsemi sína. Tókst hluta-
veltan með ágætum að vanda og hefir formað-
ur deildarinnar, frk. Jónina Guðjónsdóttir,
beðið blaðið fyrir hjartans þakkir til allra
þeirra, er á einn eða annan hátt studdu að
því, að þessi hlutavelta tókst svo vel.
„Bólstrunin" á Hátúni 4.
Á s. 1. ári tók hér til starfa fyrirtæki undir
þessu nafni, sem framleiðir allskonar stoppuð
húsgögn og fylgist vel með timanum, hvað
snertir gæði og nýjungar, eins og auglýsing
frá fyrirtækinu, er birtist á öðrum stað hér
í blaðinu, ber með sér.
Eigandinn, Gunnar S. Hólm, sem er útlærð-
ur bólstrari, hefir Stundað þá iðn í kring um
23 ár. I bólstruninni á Hátúni 4 er sjáanlega
aðeins framleidd fyrsta flokks vara, enda er
eftirspurn eftir húsgögnum þaðan mikil og
vaxandi.
Fárviðri.
Aðfaranótt föstudagsins 30. nóv. gerði hér
sunnanlands fárviðri eitt hið mesta um langt
árabil. Olli veður þetta talsverðum skemmd-
um víða, t. d. fauk allt sem lauslegt var og
jafnvel þök af húsum. Hér í Keflavík var
það til happs, að fárviðrið var af landátt og
voru bátar í höfninni því í góðu vari. Hins
vegar fauk hér m. a. þakið af annari hlið
sundhallarinnar, en vegna landáttarinnar
lentu þakplöturnar þar rétt hjá í svokölluð-
um Bás og náðust þar flestar lítt skemmdar
og var unnið að því á laugardag, að koma
þaki sundhallarinnar aftur í samt lag, en þá
var veðrinu slotað.
Kafmagnslaus bær.
Af völdum þessa fárviðris hlóðst sjávar-
selta á einangrara við Irafossstöð, svo ein-
angrarinn brann yfir (skammhlaup varð).
Orsakaði þetta rafmagnsleysið hér suðurfrá
á laugardaginn, sem flestum mun sjálfsagt í
fersku minni. Meðan gert var við einangrar-
ann mun rafmagn frá Elliðaárstöðinni og
Ljósavatnsstöðinni hafa verið skammtað og
deilt niður á Reykjavíkurbæ og nágrenni, en
undir það heyra Suðumesin, sem oft i slíkum
tilfellum fá að taka að sér hlutverk ösku-
busku.
Faxi.
Enn er hægt að fá gömul Faxablöð hjá út-
sölunni. Hringið í síma 114.
Slysin og gatan.
í seinasta Faxablaði var nokkuð rætt um
slysin og slysahættuna á götunum. Hér verð-
ur þetta mál ekki gert að sérstöku umræðu-
efni, en samt vill^blaðið nú mjög eindregið og
alvarlega vara fólk við hættunum, sem stöð-
ugt fara vaxandi eftir því sem skammdegið
vex og nær dregur jólunum. Þá beinir blaðið
þeim tilmælum til bifreiðastjóra, að þeir sýni
gangandi vegfarendum fulla tillitsemi. Mundi
slík framkoma vera góð auglýsing fyrir það
fyrirtæki, sem viðkomandi bifreiðarstjóri
starfar hjá.
Frystihólf.
Eins og sjálfsagt margir vita, hafa Hrað-
frystihús Keflavíkur h.f. og Kaupfélag Suð-
urnesja komið upp geymsluhólfum fyrir
félagsmenn kaupfélagsins í húsakynnum
hraðfrystihússins. Hefir þetta lengi verið
draumur margra félagsmanna, sem nú loks er
orðinn að veruleika. Geymsluhólfin eru stór
og rómgóð og leigunni mjög í hóf stillt, enda
mun eftirspurn eftir þeim hafa verið mjög
mikil.
Þakkarkveðja til Karlakórs Keflavíkur.
Með línum þessum vil ég þakka ykkur fyrir
sönginn 18. þ. m. í verkalýðshúsinu í Kefla-
vík. Það var mjög ánægjulegt að hlusta á
ykkur, og þið sunguð mörg lögin með glæsi-
brag. Þið áttuð það sannarlega skilið að fá
troðfullt hús, og þið áttuð það líka skilið,
hve hlustendur klöppuðu ykkur óspart lof í
lófa.
Það er mjög virðingarvert, hve þið fórnið
miklum tíma til að þjálfa ykkur, þar sem þið
eruð allir meira eða minna störfum hlaðnir,
og er því hægt að segja, að þið hafið unnið
mikið afrek með því að ná þessum árangri.
Það er mér mikið gleðiefni að sjá ykkur
svona marga unga og glæsilega menn hefja
söngstarfsemi hér í Keflavík, því að það eru
svo sorglega fáar skemmtanir hér í bænum,
sem geta kallazt göfgandi. Söngurinn er list-
ræn skemmtun, sem lyftir mönnum upp í
æðra veldi.
Ég segi því enn, þakka ykkur kærlega fyrir
söngsveinar í Karlakór Keflavíkur. Og haldið
umfram allt áfram að syngja og syngið svo að
undir taki um öll Suðurnes. Þess væri ósk-
andi, að þið gætuð sungið burt hið drunga-
lega andrúmsloft, sem Suðurnesin eru svo
rík af. — DD.
Aukning á símastöðinni.
í sumar hefur verið unnið all mikið að
símalagningu í Keflavík og Ytri-Njarðvík.
Lokið var að mestu við lögn í Ytri-Njarðvík,
en það verk hefur verið unnið í áföngum á
nokkrum síðustu árum. I fyrra var lokið við
stofnlögnina þangað, en hún liggur inn að
Borgarvegi.. Þá var eftir að dreifa línunum
um nýbyggðina við Tunguveg, Klapparstíg,
Holtsgötu, Hólagötu og víðar. Þar sem verk
þetta hafði tekið til sín mikið fjárfestingarfé
á liðnum árum var ákveðið að ljúka því nú,
enda þótt það skilaði ekki jafnmörgum sima-
notendum.
Nýja hverfið sunnan Faxabrautar var einnig
tekið fyrir, enda voru þangað margar flutn-
ingsbeiðnir og sumar gamlar.
Um síðustu áramót, þegar framkvæmdir
þessa árs voru planlagðar var ákveðið að
vinna að þessum tveimur framkvæmdum.
Fjárveiting til þessa var, að heita má, það
eina fjárfestingarfé, sem nota átti utan
Reykjavíkur í ár, og var það gert með tilliti
til þess að ljúka átti við 6000 númera viðbót-
ina í Reykjavík, sem verið hefur á döfinni í
nokkur ár. Náttúruöflin gripu þó frammí og
breyttu þessari áætlun. Skip hlaðið síma-
varningi sökk í Eystrasalti síðastliðinn vetur.
Endurnýjun á þeim varningi tafði afgreiðslu
verksmiðjunnar til Landssímans um 8—10
mánuði. Þetta þýddi það, að Keflavík fékk
allmikla viðbótar fjárveitingu. Fé þetta var
notað til lagna um fyrr greindann norðurbæ.
Að vísu kom það ekki að fullum notum fyrir
íbúa þessa bæjarhluta, vegna þess að stofn-
lagnir vantar frá stöðinni norður að aðalgötu.
En þó var hægt að fullnægja öllum flutn-
ingsbeiðnum sem fyrir lágu og auk þess hægt
að afgreiða örfáar elstu símabeiðnirnar. Vænt-
anlega verður hægt að ljúka því verki á
næsta ári.
Árshátíð.
Þann 24. nóv. s. 1. hélt Verkalýðs- og sjó-
mannafélag Gerðahrepps upp á afmæli sitt í
Samkomuhúsi hreppsins. í afmælishófi þessu
var margt til fróðleiks og skemmtunar, m. a.
var fluttur þar leikþáttur af heimafólki,
Guðm. Jónsson söng einsöng með undirleik
Fritz Weiseppel og Sigríður Hannesdóttir
söng gamanvísur. Þá las form. félagsins upp
meðfylgjandi vísur til afmælisbarnsins, eftir
Sigurð Magnússon í Valbraut:
Afl samtaka auka má,
alþýðu það varði.
Von og þróttur vaxi hjá
verkalýð í Garði.
Heyrir lýður hér í kvöld
hugrekki og traust ei linni.
Félag þetta fái völd,
fylgi lukka hugsjóninni.