Faxi - 01.12.1956, Qupperneq 29
F A X I
141
Sundmót með þótttöku Austur
Þýzkra sundmanna
Guðmundur Sigurðsson öll köstin, kúlu-
varp, kringlukast og spjótkast.
Þá er að minnast stærstu keppni okkar
manna, en það er landskeppni við Dan-
mörk og Holland. Þeir voru tveir fulltrú-
ar Keflavíkur þar, Höskuldur Karlsson og
Þorvarður Arinbjarnarson. Þeir stóðu sig
með prýði, bæði hvað árangur snerti og
hegðun og framkomu. Eftir ferðina var
öðrum veitt viðurkenning fyrir góða hegð-
un og framkomu.
íþróttabandalag Keflavíkur háði keppni
við Ungmennasamband Kjalarnesþings,
Ungmennasamband Eyjafjarðar og
Iþróttabandalag Akureyrar. Þetta var fjög-
urra bandalaga keppni og fór fram á Ak-
ureyri. Keppt var í tíu íþróttagreinum og
tveir keppendur frá hverjum aðila í grein.
Við stigaútreikning voru tekin út tvö og
tvö sambönd og stigin reiknuð 5 fyrir
fyrsta mann, 3 fyrir annan, 2 þriðja og
eitt fyrir fjórða. Þegar stig höfðu verið
reiknuð út varð niðurstaðan þessi:
Í.B.K.—U.M.S.K. 62 stig gegn 45 stigum.
Í.B.K.—U.M.S.E. 47 stig gegn 60 stigum.
Í.B.K.—Í.B.A. 57 stig gegn 50 stigum.
Að þessu sinni féll niður bæjakeppni
milli Selfoss og Keflavíkur vegna þess að
aðfaranótt dagsins sem keppa átti, slasað-
ist einn úr liði Keflavíkur og af óviðráð-
anlegum ástæðum var ekki hægt að halda
keppnina seinna.
Að endingu er hér svo samanburður á
beztu afrekum 1955 og 1956 (sjá töflu á
öðrum stað).
Ekki er hægt að skilja svo við þetta að
ekki sé minnst á þá keppni sem náði til
fjöldans, Iþróttadagskeppnina. Þar sýndu
Keflvíkingar svo mikinn áhuga að á ann-
að hundrað komu og reyndu hæfni sína
og lögðu þar með fram sinn skerf til þess
að stuðla að sigri Iþróttabandalags Kefla-
víkur. Þetta líka tókst og við útreikning
kom í ljós að 4,20 stig komu á hvern með-
lim. Næstir voru Vestmannaeyingar með
2,73 stig á hvern meðlim. Iþróttabandalag
Keflavíkur færir öllum þeim er að sigr-
inum stuðluðu sínar beztu þakkir og von-
ar að á komandi sumri verði þátttakan enn
meiri og sigurinn þeim mun glæsilegri.
Þórhallur Guðjónsson.
Eins og sagt var frá í síðasta blaði var
haldið sundmót í Sundhöll Keflavíkur
föstudaginn 23. nóv. s. 1.
Meðal þátttakenda var Austur-Þýzkt
sundfólk, sem kom hingað til lands í boði
Glímufélagsins Ármann.
Er ávallt mikill fengur að því fyrir okk-
ur Keflvíkinga, að fá tækifæri til að kynn-
ast erlendu sundfólki, sem hér er á ferð,
enda er áhugi fyrir slíkum mótum mikill.
Urslit mótsins urðu þessi:
100 m. skriðsunrf karla.
1. Pétur Kristjánsson Armann 1.00.6 mín.
2. Wolfgang Friske A.-Þ.... 1.01.6 —
3. Guðm. Gíslason Í.R...... 1.04.1 —
4. Bernd Bludan A.-Þ....... 1.04.8 —
5. Ólafur Guðmundsson Á . . 1.05.0 —
100 m. skriðsund kvenna:
1. Ágústa Þorsteinsdóttir Á 1.11.6 mín.
2. Hanna Kúnast A.-Þ.......1.13.3 —
50 m. baksund karla:
1. Karl Schneider A.-Þ........33,0 sek.
2. Sigurður Friðriksson Keflavík 34,7 —
3. Guðm. Gíslason Í.R........40,0 —
Sigurður setti í þessu sundi nýtt Kefla-
víkurmet, fyrra metið, sem hann átti sjálf-
ur, var 35,0 sek.
100 m. bringusund karla:
1. Wolfgang Fricke A.-Þ..... 1.14.4 mín.
2. Torfi Tómasson Ægi .... 1.22.0 —
3. Einar Kristjánsson Ármann 1.23.0 —
50 m. bringusund drengja (14 ár og yngri):
1. Geirmundur Kristinsson K . . 39,0 sek.
2. Sigurður Baldvinsson K . 42,0 —
3. Sigurður Árnason K ....... 43,2 —
50 m. bringusund telpna (14 ára og yngri):
1. Ásta Margeirsdóttir K ..... 52,0 sek.
2. Jóhanna Sigurþórsdóttir K .. 52,8 —
3. Inga Helen K ............. 55,2 —
50 m. bringusund telpna (14 til 16 ára):
1. Sigríður Sigurbjörnsdóttir Æ. 40,8 sek.
2. Ágústa Þorsteinsdóttir Á ... .42,8 —
3. Bergþóra Lövdal Í.R.
50 m. flugsund karla:
1. Roberis Wolf A.-Þ..........30,5 sek.
2. Karl Schneider A.-Þ....... 31,3 —
3. Pétur Kristjánsson Armann . . 32,1 —
50 m. skriðsund r/rengja:
1. Guðmundur Gíslason I.R. .. 30,5 sek.
2. Sólon Sigurðsson Ármann .. 32,5 —
3. Hörður Finnsson Keflavík .. 33,0 —
100 m. bringusund drengja:
1. Gunnlaugur Jónss. Ármann 1.30.0 mín.
2. Hörður Tryggvas. Keflavík 1.31.0 —
3. Tómas Zoega Ármann .... 1.31.0 —
4X50 metra fjórsund karla:
1. Sveit Austur-Þýzkalands .. 2.07.0 mín.
2. Sveit úrv. R.vik og Keflav. 2.12.6 —
Að endingu var sýndur sundknattleikur
og léku Reykvíkingar við Þjóðverjana.
Háði það leikmönnum sýnilega, hve laug-
in var lítil, en áhorfendur virtust hafa
mjög gaman að leiknum.
H. G.
Leiðrétting.
I erindi eftir Sigurð Magnússon, sem birt-
ist í 17. júní blaðinu í vor og nefndist „Til
sólarinnar", varð slæmt línubrengl, sem rétt
þykir að leiðrétta. Rétt er erindið þannig:
Sólin, drottning himin hæða,
hellir geislum yfir jörð.
Foldarsárin fús vill græða,
frjóvgar lífi blómahjörð.
Gegn um marga skín hún skugga,
skrýðir flest í dýrðarhjúp.
Eftir mætti allt vill hugga.
Opnar heimi kærleiks djúp. ■
SPARIÐ OG KAUPIÐ FISK
AýyV/ fiskbúðin
Sími 826
50 m. skriðsund drengja (14 ára og yngri):
1. Birgir Jónsson Ármann ... 35,0 sek.
2. Magni Sigurhansson K....... 36,4 —
3. Þórður Kristjánsson K ..... 36,8 —
Aðalstöðin - Sími 515