Faxi - 01.12.1956, Page 31
F A X I
143
17. júní 1956
Rœða flutt af Vilborgu Auðunsdóttur á útiskemmtun
í Keflavík.
Góðir tilheyrendur!
Það er hátíð í hug og hjarta íslendinga.
Hinir yndisfögru litir blaktandi þfóðfánans
verða í augum okkar 17. júní fegurri og tákn-
rænni en fyrr. Og þegar þjóðsöngurinn
hljómar, tekur þjóðin undir hina voldugu
þakkargerð skáldsins og þakkar Guði, sem
gaf okkur þetta land, sem gaf okkur frelsi
þess og sjálfstæði á ný, svo vér mættum land
vort einir eiga.
í dag er lagður þlómsveigur að leiði Jóns
Sigurðssonar. 17. júní leggur íslenzk þjóð í
hjarta sér blómsveig að leiði hins ókrýnda
konungss vors lands.
17. júni, þegar við fögnum endurheimtu
sjálfstæði, minnumst við með þakklæti og
virðingu þeirra íslendinga, er barist hafa í
fremstu víglínu í harðri og strangri frelsis-
baráttu þjóðarinnar. Við minnumst einnig
hinna óþekktu baráttumanna, þótt sagan
geymi ekki nöfn þeirra. A þjóðhátíðardegi
okkar hljótum við í hjarta okkar að leggja
blómsveig að leiði íslenzkrar alþýðu, sem í
moldarhreisunum bjó og þyngstar byrðarnar
bar á þrautatímum þjóðarinnar ,en eftir lét
okkur dýrasta arf Norðurlanda — íslenzka
tungu.
Við minnumst með þakklæti og virðingu
þekktra og óþekktra snillinga, sem skópu
þjóð sinni ódauðleg listaverk — bókmennta-
perlur kristallstærar í orðsins list, andleg
verðmæti, svo innihaldsrík og frjó, að þau
lifðu með þjóðinni, urðu henni hinn sterki
lífmeiður, stál hennar í baráttu þrengingar og
kúgunar. í dögun þess hertist íslenzkt þjóð-
erni og varð ódrepandi.
Ef þjóðin hefði ekki borið giftu til að varð-
veita tungu sína og bókmenntir, héldum við
ekki í dag 17. júní hátíðlegan sem sigurdag
frelsisins. Að því verður síðar vikið.
Fyrir 11 hundruð árum lifðu frumbyggjar
þessa lands í frelsi og friði. Þá sem nú bjó
tign í tindum, traust í björgum, fegurð í
fjalladölum og í fossum afl. Skógar skýldu
fyrir nöprum næðingum.
Nóttlaust vor, gullroðinn sólsetursský.
Blámi himinsins svo ferskur og tær. Yndis-
legt land svo ósnortið og töfrandi. Og litlu
frumbyggjarnir, fuglar loftsins, voru öruggir
og óttalausir því í fjöllum bjuggu landvættir.
Þær önnuðust landvarnir fyrir litlu frum-
byggjana. Gjafir Guðs eins og landið sjálft.
En fjallkonan unga bjó yfir seiðmagni.
Ungir farmenn lengst í austri fengu ei staðist
töfra fjallkonunnar. Þeir hrundu fleytum sín-
um á flot og sigldu í vesturátt.
Og saga landnámsins hófst.
Úti í Noregi er háð frelsisbarátta. Haraldur
hinn hárfagri leggur undir sig lönd og óðul
þeirra 'manna, sem rísa gegn ofríki hans. Þeir
kjósa heldur að yfirgefa ættaróðul sín en
játast undir álögur einvaldans. Þeir kusu
frelsið. Það var auður þeirra eins og hinna
fyrstu frumbyggja þessa lands. Því var það
að leið þeirra lá til eyjarinnar langt norð-
vestur í hafi.
Frelsisbarátta landnemanna hefst í upphafi
landnámsins.
Fregnin um nóttlausa töfralandið með brag-
andi norðurljósum, skógivaxið milli fjalls og
fjöru, með vötnum og elfum, morandi af laxi
og silungi, umflotið sæ kvikum af fiski berst
einnig til eyrna einvaldans norska, Haralds
hárfagra. Hann hyggst að færa út ríki sitt
og sendir Una hinn danska út hingað til að
tala máli sínu við landsmenn. Þeir brugðust
hið versta við og neituðu að veita Una vistir,
er þeir vissu erindi hans. Leiðólfur hinn
sterki, bóndi austur á Síðu, batt endi á líf
hans. Og norski einvaldskonungurinn gafst
upp.
Þá kemur við sögu Haraldur Georgsson
Dana konungur, sá er brenndi alla bæi I
Sogni nema 5, er eftir stóðu. Þaðan ætlaði
hann að sigla til Islands, en sendi fyrst galdra-
mann til að njósna um landið. Sá fór í hvals-
líki. Hann sá, að fjöll og hólar voru fullir af
landvættum, sumt stórt, en sumt smátt. En er
hann kom fyrir Vopnafjörð, þá fór hann inn
á fjörðinn og ætlaði á land að ganga. Þá fór
ofan úr dalnum dreki mikill og fylgdu honum
margir ormar, pöddur og eðlur, og blésu eitri
á hann; en hann lagðist á brott og vestur
fyrir land og fór inn eftir Eyjafirði, þar fór
móti honum fugl svo mikill, að vængirnir
tóku út fjöllin tveggja vegna, og fjöldi ann-
arra fugla, bæði stórir og smáir. Braut fór
hann þaðan og vestur um landið og svo suður
á Breiðafjörð, og stefndi þar inn á fjörð. Þar
fór móti honum griðungur mikill og óð út í
sæinn út og tók að gella ógurlega, fjöldi land-
vætta fylgdu honum. Braut fór hann þaðan
og suður um Reykjanes og vildi ganga upp á
Vikarskeiði. Þar kom á móti honum bergrisi,
sá hafði járnstaf í hendi, og bar höfuðið hærra
en fjöllin og margir aðrir jötnar með honum.
Þaðan fór hann austur með endilöngu landi,
„var þá ekki“, segir hann, „nema sandur og
öræfi og brun mikið fyrir utan, en haf svo
mikið milli landanna að ekki er þar fært
langskipum".
Þá var Brodd Helgi í Vopnafirði, Eyjólfur
Valgarðsson í Eyjafirði, Þórður gellir á
Breiðafirði, Þóroddur goði í Olfusi.
Svo traustir reyndust hinar innri varnir
landsins undir forustu hinna sjálfkjörnu for-
ustumanna í þinglausu landi, sem átti þegar
hér var komið engin lög, ekkert skipulags-
bundið stjómarfar, að herkonungurinn sá
þann kost vænstan, að sigla skipum sínum
heim í ríki sitt, eftir að hafa eytt land allt
Hákonar jarls í Noregi.
Komum við þá að viðskiptum landsmanna
við Olaf hinn helga Noregs konung. Hann
fékk íslendinginn Þórarinn Nefjólfsson til að
túlka mál sitt við landsmenn. Sá fór ei í
hvalslíki, en tökum eftir. I skjóli blekkingar
talaði hann máli konungs. I skjóli blekkingar
hefur erlend ásælni ávallt verið rekin hér á
landi.
Þórarinn kom til Alþingis, er þá var ný-
stofnað. Menn voru að Lögbergi. Hann flutti
vinarkveðju konungs. Menn svöruðu vel
kveðju konungs og kváðust vilja vera hans
vinir, ef hann vildi vera vinur landsmanna.
Það fylgir kveðjusendingu konungs, sagði
Þórarinn, að hann vill þess beiðast í vináttu
af landsmönnum, að þeir gæfu honum ey eða
útsker, er liggur fyrir Eyjafirði, er menn
kalla Grímsey. Guðmundi á Möðruvöllum fól
konungur að flytja mál þetta, því það hafði
hann spurt, að Guðmundur réði þar mestu.
Guðmundur svarar: Fús er ég til vináttu
við Olaf konung og ætla ég mér það til gagns
miklu mun en útsker það, er hann beiðist
til. Guðmundur studdi mál konungs og margir
urðu honum sammála.
Menn spyrja, hví Einar bróðir hans leggði
ekkert til mála. Einar svarar: Því er ég svo
fáræðinn um þetta mál að enginn hefur mig
að kvatt. Hlustum nú á mál bóndans á Þverá.
Hann ráðleggur landsmönnum að ganga ekki
undir skattgjafir og álögur við Olaf konung.
Munum vér, segir hann, eigi það ófrelsi gera
einum oss til handa, heldur og sonum vorum
og allri ætt vorri, þeirri er þetta land byggir.
Og mun sú ánauð aldrei ganga eða hverfa
af þessu landi. Hann ráðleggur löndum sín-
um, vilji þeir halda frelsi sínu, að ljá kon-
ungi einskis fangastaðar á, hvorki um landar-
eign né gjalda héðan ákveðnar skuldir.
Um Grímsey sagði hann að þar mætti fæða
her manns, og ef þar er útlendur her og fari
þeir með langskipum þaðan, þá ætla ég að
mörgum kotbændum muni þykja þröngt fyrir
dyrum. Öll alþýða snérist með Einari. Og
forsjá bóndans á Þverá tryggði landsmönnum
enn um nokkurt skeið frelsi og sjálfstæði, er
forfeður þeirra höfðu svo dýru verði keypt.
Þau eru ólík sjónarmið bræðranna. Mál-
flutningur Einars einkennist af framsýni og
djúpri ábyrgðartilfinningu fyrir eftirkomend-
unum. Það var traustur útverður íslenzks
sjálfstæðis, er talaði máli óborinna kynslóða
á Alþingi við Óxará gegn ásælni Olafs helga
Noregs konungs.
Guðmundur aftur á móti vitnar í eigin
hagsmuni. Hans sjónarmið er táknrænt dæmi
um höfðingja Sturlungaaldarinnar, sem börð-
ust um auð og völd, og kynokuðu sér ekki
við erlenda tjónkun til þess að efla eigin
hagsmuni og tryggja sér meiri völd, jafnvel
AÐALSTÖÐIN — Sími 5151 — Keflavíkurflugvelli