Faxi - 01.12.1956, Blaðsíða 33
F A X I
145
4. flokkur knattspyrnumanna í. B. K.
Fremri röð frá vinstri: Rúnar Júlíusson, Jón Jóhannsson, Kjartan Sigtryiggsson, Gisli Sig-
hvatsson, Sveinn Pétursson. Aftari röð frá vinstri: Þórhallur Stígsson þjálfari, Pálmar
Breiðfjörð, Karl Hermannsson, Gísli Ellerup, Einar Norðfjörð, Guðm. Guðmundsson, Guðm.
Kr. Þórðarson, Stefán Bergmann, Einar Magnússon og Skúli Fjalldal þjálfari.
nafnbætur eins og Gissuri Þorvaldssyni tókst.
Þessi annarlegu sjónarmið höfðingjanna varð
íslands óhamingja og leiddu til algerrar frels-
isskerðingar.
Árið 1262 hlaut Gissur jarlsnafnbót, en
þjóðin missti frelsi sitt og játaðist undir álög-
ur Hákonar Noregskonungs.
21 ári áður hafði Gissur þénari Noregs-
konungs látið Islendinginn Árna beisk höggva
frá boinum dýrasta höfuð Norðurlanda —
höfuð snillingsins Snorar Sturlusonar, sem
skapaði og eftirlét þjóð sinni einhver dýr-
mætustu snilldarverk heimsbókmenntanna.
Höfuð sitt missti Snorri fyrir það, að hann
fékkst ekki til að svíkja land sitt undir kon-
ung.
Hann, sem skráði söguna um frelsisbaráttu
fyrstu landnemanna, viðskitpin við Una
danska, viðbrögð Einars á Þverá við erind-
um Þórarins Nefjólfssonar. Hann, sem gaf
þjóð sinni perluna dýru, söguna um land-
vættirnar.
Hann — eitt rammíslenzkasta skáld og
andans maður, sem ísland hefur átt, sem
með snilligáfu sinni skynjaði anda Brodd-
Helga, Eyjólfs Hallgerðarsonar, Þórodds goða
og Þórðar gellis svífa yfir vötnunum í líki
landvætta. Hann hlaut heldur að týna lífi
en svíkja sitt land.
Hann öðrum fremur gaf með snilld sinni
íslandi tignarheitið: „Öndvegi andans í
Norðurhöfum".
Ágirnd, valdagræðgi og þýmennska höfð-
ingja Sturlungu aldar urðu þjóðinni þung
byrði. Undir þeim drápsklyfjum mátti hún
stynja í rúmar 6 aldir. Þegar alþýð* þessa
lands saddi hungur sitt á skóbótum og hroða,
barst henni engin erlend aðstoð, engin vernd.
Þegar neiðin var stærst, var hjálpin fjærst
frá útlendum þjóðum. Á tímum sárra þreng-
inga voru trúarljóð Eysteins munks hennar
eina huggun.
Og síðar, þegar enn meir svarf að, skyggn-
umst við inn í dimmt og hrörlegt hús uppi á
Hvalfjarðarströnd. Þar stynur á beð kaunum
hlaðið þjóðskáld íslendinga, Hallgrímur Pét-
ursson, sem orti einhver fegurstu trúarljóð,
sem ort hafa verið í heiminum. Dýrðleg hugg-
un og traust umkomulausrar smáþjóðar, sem
berst upp á líf og dauða fyrir tilveru sinni.
Höfundur þjóðsöngs okkar spyr því ekki að
ástæðulausu: „Því er dimmt í þjóðhöfðingj-
ans rann, því er engin hirð um slíkan mann“.
Um svipað leyti eða litlu fyrr, situr suður
á Bessastöðum Tómas Nikulásson fógeti, um-
boðsmaður hans hátignar Friðriks 3. konungs
yfir Danmörku og Islandi af guðs náð eins
og það hefur verið orðað. Sá umboðsmaður
hélt sig stórmannlega á kostnað landsmanna,
kvaddi bændur óspart til að rífa hrís, svíða
kol, rista torf og inna af hendi hvers konar
skylduverk, samkvæmt befaling hans hátign-
ar. Frægur var hann fyrir misbeiting valds
síns. í híbýlum þess þjóðmærings var næg
birta.
12 árum fyrir andlát Hallgríms Péturssonar
var örlagaríkt ár í sögu þjóðarinnar, þegar
fyrirmenn landsins voru á þingi suður í
Kópavogi látnir undirrita einvaldsskuldbind-
ingu um afsal þeirra fornu landsréttinda,
sem þeim bar samkvæmt Gamla sáttmála.
Það er eftirtektarvert, að þetta aukna tilræði
er gert í skjóli blekkinga.
Hinrik Bjelke annaðist undirbúning og
framkvæmdir. Hann skrifaði embættismönn-
um landsins bréf seinni part vetrar og bauð
að Friðrik konungi 3. skyldi svarinn erfða-
hyllingareiður að Alþingi, þá um vorið. En
hyllingareiðinn höfðu fyrirmenn landsins og
almúgans fullmektugir unnið að Lögbergi
með þrem upplyftum fingrum fyrir 13 ár-
um síðan.
Lögmanninn sunnan og austan á íslandi,
herra Árna Oddsson að Leirá, mun hafa grun-
að hver fiskur lá undir steini. Allar líkur
benda til, að mjög hafi boðskapur lénsherra
bugað þennan trausta mann, því á Alþingi
um vorið sagði hann af sér lögmannsembætti.
„Vandinn eykst en veröld spillist" kvað lög-
maður. Hann sá í gegnum þokuna. Lét samt
undan fyrir þrábeiðni manna og hvarf frá
ætlan sinni. Hann og meistari Brynjólfur
voru einasta traust og vörn landsmanna gegn
sívaxandi ásælni danska valdsins.
Traustir sem bjarg berjast þessir 2 menn
11. aldar hlið við hlið og tekst alloft með
lagni og hyggindum að hindra ágang Dana.
Örugg reyndist forusta þeirra á leiðarþing-
inu að Leirá, er Lögmaður hélt, til að fá
því afstýrt að Verzlunarfélagið fengi sitt fram,
að herða enn frekar á verzlunarfjötrunum.
Lögmanni og biskupi tókst að sigra i það
sinn og oftar. En við ramman reip var að
draga. Og róður þeirrar aldar var þungur.
Því er það að nöfn þessara manna virðast
alloft gleymast, þegar vikið er að frelsisbar-
áttu þjóðarinnar.
Stöldrum því andartak við á þinginu suð-
ur í Kópavogi 28. júlí 1662, sem lénsherra
boðaði til, þar eð hann náði ekki til Alþingis
í tæka tíð. Þar eru samankomnir lögmenn
báðir, biskupar, 42 prestar, 17 sýslumenn, 45
lögréttumanna og bændur — almúgans full-
mektugir.
26. júlí eru menn þessir kvaddir til Bessa-
staða, að visu fleiri, sem aldrei komu. Léns-
herra undirbýr fyrirmenn landsins undir ein-
valdsskuldbindinguna með ljúfmennsku, sem
honum var lagin. Lofar að vera á verði um
að réttindi landsmanna verði sem minnst
skert. Víst er, að meistari Brynjólfur og hinn
sjötugi öldungur frá Leirá sjá lengra fram í
tímann.
Dráttur sá er varð á þingsetningu er talinn
stafa af þrjósku öldungsins. Rök hans þá, sem
jafnan voru rök Einars á Þverá. Hann minnir
á þunga ábyrgð forsvarsmanna landsins fyrir
óbornum niðjum þessa lands.
Hinn hógværi lénsmaður tekur að ókyrr-
ast og bendir á hermenn hans hátignar og
hótar að beita valdi, enda vel þess megnugur
með sveit hermanna og fyrir utan í Seilunni
lá herskip eitt mikið.
Á konunglega bókasafninu úti í Kaup-
mannahöfn er bók, sem blaði hefur verið
<<<<><><><<><þ<><><t><><><><><><t<><t<><><<><><<><<<><><><><><<<><<><><><><>t<><><><>0<Þ<><<><><><><>^^
Ath.: AÐALSTÖÐIN opin allan sólarhringinn - Sími 515 og 5151 Keflavíkurflugvelli