Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1956, Qupperneq 39

Faxi - 01.12.1956, Qupperneq 39
F A X 1 151 Egill Hallgrímsson, kennari: ODDSVITI í GRINDAVÍK Á undanfömum árum hefir verið rætt um á hvern hátt eigi að heiðra minningu sr. Odds V. Gíslasonar, er lengi var prestur í Grinda- vík, og sem að allra dómi var merkur braut- ryðjandi um slysavarnir og mikill framfara- maður um allt er laut að útgerð og sjósókn. Nokkrar hugmyndir munu hafa komið fram, t. d. sú, að reist verði á Grímshóli á Vogastapa minningarkapella um sr. Odd. í grein, sem birtist í Mbl. 7. okt. 1954, kom fram, að ég hygg í fyrsta sinn, sú tillaga, að reisa til minningar um sr. Odd veglegan inn- siglingarvita í Grindavík, sem bæri nafn hins mikla brautryðjanda og vísaði sjófarendum leiðina inn í hina nýju höfn í Hópinu með sterku ljósi og héldi á þann hátt áfram björgunar- og framfarastörfum sr. Odds. Hugmyndin er frá Agli Hallgrímssyni kenn- ara, enda mun hann fyrstur hafa hreift þessu máli. Eftir að hugmyndin um Oddsvita kom fram, tóku að berast myndarlegar gjafir í þessu skyni, og er þeirra að nokkru getið í meðfylgjandi grein, er Egill Hallgrímsson rit- aði um málið 8. apríl s. 1. Síðan greinin er rituð hafa enn borizt myndarlegar gjafir til vitans, t. d. frá Kvennadeild Slysavarnafél. Islands í Keflavík, er á þessu ári hélt upp á 25 ára starfsafmæli sitt, en við það tækifæri gaf deildin rausnarlega gjöf til Oddsvitans í Grindavík. Draumurinn um Oddsvita í Grindavík er nú að nokkru orðinn að veruleika. I sumar var þar settur upp radíóviti, sem enn starfar reyndar á tilraunastigi, en spáir þó góðu um framtíð sína, þegar lagfæringar hafa verið gerðar og nokkur reynsla fengist. Til þess að slíkur viti komi að fullu gagni, þurfa fiski- skipin að hafa sérstök radartæki, sem ennþá munu aðeins vera komin í 2 báta. Vonandi leiðir þessi tilraun með radíóvita í Grinda- vik til aukins öryggis fyrir ísl. fiskiskip og mun þá ekki standa á því, að slíkum tækjum verði víðar upp komið, — en sem sagt, hérna kemur þá hin ágæta grein Egils Hallgríms- sonar: Ritstj. I dag eru liðin 120 ár frá fæðingu séra Odds V. Gíslasonar, brautryðjandans mikla í slysavörnum hér á landi. A undanförnum árum hefir margt verið rætt og ritað um síra Odd og störf hans, meðan hann dvaldist hér á landi og hans lofsamlega minnzt að vcrðleikum. Síra Oddur var fæddur í Reykjavík 8. apríl 1836. Hann þjónaði Staðarprcstakalli í Grindavík á árunum frá 1878 til 1894 og stundaði sjóinn jafnfram af kappi og fyrir- hyggju. A þessum árum hóf hann haráttu sína fyrir slysavörnum. Síra Oddur var fjölhæfur gáfumaður Oddur V. Gíslason. með manndómslund og flutti mál sitt af miklu kappi í ræðu og riti. Hann var um margt langt á undan samtíð sinni, hafði langsjónarmið að leiðarljósi, var sem lýs- andi viti, er vísaði leiðina í slysavarnamál- um þjóðarinnar. Hann barðist fyrstur manna fyrir þeirri hugsjón að koma á slysavörnum hér á landi og hóf með því á loft mcrki slysavarnahreyfingarinnar á Islandi. Svo sem flestir brautryðjendur mætti síra Oddur tómlæti og skilningsleysi. Landar hans báru á þeim tíma lítt gæfu til þess að hlíta leiðsögn hans og forsjá. Þjóðin virtist ekki skilja hvað hann var að fara. Hann hvarf af landi brott til Vesturheims og dvaldist þar síðan til æviloka. En nú metum vér mikils hið merka brautryðj- andastarf hans í þágu slysavarnanna á Is- landi. Við brottför síra Odds féll niður mcrki slysavarna hér á landi, og það var ekki fyrr en löngu seinna, eða árið 1928, er Slysa- varnafélag Islands var stofnað, að merkið var hafið á ný. Síðan hefir félagið og deildir þess unnið af áhuga og fórnfýsi í þágu þessa göfuga málefnis, svo að um allt land loga nú bjartir kyndlar þeirrar hug- sjónar, er síra Oddur barðist fyrir. Björg- unarafrek Islendinga hafa að verðleikum vakið mikla athygli og aðdáun erlendra þjóða. Fyrir einu og hálfu ári síðan kom fram sú hugmynd, að reistur yrði til minningar um síra Odd veglegur innsiglingarviti í Grindavík, sem hæri nafn hans og vísaði sjófarendum leiðina inn í hina nýju höfn t Hópinu með sterku ljósi og radíóvita. Slíkur viti myndi fullnægja þörf grind- vískra sjómanna og annarra þeirra, er þar leita hafnar. Vita þennan ætti að reisa sem allra fyrst og fyrir almanna fé sem þakk- lætisvott alþjóðar fyrir hið merka braut- ryðjandastarf síra Odds. Hér færi vel saman að efla slysavarnir, auka öryggi sjófarenda við landtöku í Grindavík í myrkri og dimmviðri og minnast látins brautryðjanda í slysavörn- um á sjó á viðeigandi hátt. Síra Oddur dvaldist, svo sem fyrr segir, í Grindavík um nokkurt skeið sem sókn- arprestur og sjósóknari og hóf þar baráttu sína fyrir slysavörnum. Ætti minning hans því fyrst og fremst að vera lielguð Grinda- vík. Grindvíkingar hafa ekki látið niður falla slysavarnir, þótt brautryðjandinn hyrfi þaðan. Þeir urðu fyrstir til þess að bjarga mannslífum úr sjávarháska með björgun- artækjum Slysavarnafélags Islands og hafa flestar bjarganir hér við land farið fram í Grindavík frá því Slysavarnafélagið var stofnað. Er ánægjulegt til þess að vita, að vax- andi áhugi er nú fyrir því, að reistur verði innsiglingarviti í Grindavík til minningar um síra Odd. Á forseti Slysavarnafélags íslands, hr. Guðbjartur Ólafsson, þakkir skyldar fyrir ágætar undirtektir í máli þcssu þcgar frá upphafi. Margar fjárgjafir

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.