Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1956, Blaðsíða 41

Faxi - 01.12.1956, Blaðsíða 41
F A X I 153 Innsiglingin til Grindavíkui'. (Uppdráttur þessi er frá Vitamálaskrifstofunni). munu þegar hafa borizt í sjóð þann, er verja á til kaupa á radíóstefnu- tækjum til væntanlegs Oddsvita, og ntí síðast hin rausnarlega gjöf slysa- varnadeildarinnar Hraunprýði í Hafnarfirði. A fyrstu árum Félags Suðurnesja- manna í Reykjavík var stofnaður sjóður innan félagsins, er heitir Slysavarnasjóður Félags Suðurnesja- manna og verja skyldi til slysavarna á Suðurnesjum. Mætti nú ætla að Félag Suðurnesjamanna vildi fyrir sitt leyti heiðra minningu síra Odds með því að láta sjóð þennan renna að einhverju eða öllu leyti til vænt- anlegs Oddsvita, en vel má vera að sjóðnum sé nú ætlað annað hlutverk en hið upphaflega, það er að reisa hina fyrirhuguðu minningarkapellu á Grímshól á Vogastapa og lýsa upp heiðina og hraunið. Gera má ráð fyrir að næsta lands- þing Slysavarnafélags Islands, sem háð verður hér í Reykjavík í þessum mánuði, heiðri minningu síra Odds með fjárframlagi til væntanlegs Oddsvita og ætla má að þeir, sem fara með fjármál ríkisins og vita- og hafnarmál landsins láti ekki sinn hlut eftir liggja, að vinna að fram- gangi þessa nauðsynjamáls. Æskilegt hefði verið, að vitinn hefði byrjað að leiðbeina sjófarend- um í dag á 120 ára fæðingarafmæli síra Odds, en vonandi verður þess ekki langt að bíða að vitinn rísi af grunni. Vitabygging þessi á að vera fögur, táknræn og listræn og íbúum staðar- ins og þjóðinni allri til sóma. Fyrir nokkrum árum voru stór- endurbætt hafnarskilyrðin í Grindavík og hefir síðan verið þar aukin útgerð og mik- ið athafnalíf. Umhverfis Hópið (höfnina) í Grinda- vík, sem liggur við hin fengsælu fiskimið, er sérkennilegt bæjarstæði. Þar mun á komandi árum rísa fallegur bær og verða einn mesti útgerðar- og athafnastaður á Suðurnesjum. Mikil breyting hefir orðið á sjósókn og veiðiaðferðum Islendinga og hagnýting sjávarafurða hér á landi frá því sem var á dögum síra Odds, en öll þessi mál lét hann sig miklu skipta. — Þjóðin hefir nú tekið nýtízku tækni í þjónustu sína á öll- um sviðum atvinnulífsins og slysavarn- anna. Egill Hallgrímsson. <XXX><><><><><>«><><><XX><><X>«X><><XXX><XXX><XX><X><><XXX><><XXX> 000<c>GG><i>G0<i>G0<i><Í>G><Í>0GG><>G<>0<i><t<><><t>00<i><>G<><í>00<i>00G><c>G0G><<> Munið Innlánsdeildina 6V2% vextir. + KAUFÉLAG SUÐURNESJA Myndir og málverk til tækifærisgjafa . -K RAMMAR OG GLER Sólvallagötu 11 — Sími 342 GXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX<>&<><><><><><><><><><><><> <XX>«XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.