Faxi


Faxi - 01.11.1957, Blaðsíða 1

Faxi - 01.11.1957, Blaðsíða 1
FAXI 8. tbl. XVII. ár NÓVEMBER 1957 t Útgefandi: Málfundafélagið Faxi j! Keflavík. j Vígsla íþróttaleikvangs Njarðvíkinga Ávarp Ólafs Sigurjónssonar við vígslu íþróttavallar U. M. F. Njarð- víkur í sumar. Herra forseti íþróttasambands Islands Benedikt G. Waage og aðrir gestir, virðti- lega samkoma. Fyrir hönd Ungmennafélags Njarðvíkur býð ég ykkur öll velkomin til þessara há- tíðahalda. Tilefni þessa mannfagnaðar vitum við öll, við erum hér saman komin til þess að fagna merkum áfanga, bygg- ingu íþróttavallar. Félagsskapur ungs fólks hlýtur ávallt að horfa fram á við, setja sér takmörk að vinna að, fyrir utan öll hin smærri fé- lagsmál, eitt af þeim takmörkum okkar félags er bygging þessa mannvirkis. Þegar hafist var handa um byggingu þessa íþróttavallar var enginn íþrótta- völlur til á Suðurnesjum umfram það, sem náttúran hafði lagt okkur til af slétt- um flötum og melum. Byggingarsaga vallarins er orðin sjö ára gömul og á þeim tíma hafa verið byggðir sæmilegir malarvellir í Keflavík, Sand- gerði og Grindavík. I íþróttavallarnefnd hafa eftirtaldir menn verið frá upphafi: Form. Óskar Kristjánsson og meðnefndarmenn þeir Friðrik Valdimarsson og Bjarni Einars- son. Ymsir erfiðleikar voru á því að verkið gæti hafist, meðal annars vegna erfiðleika á landrými sökum ágengni flugvallarins, en með samtaka vilja landeigenda leystist málið á farsælan hátt. I september 1950 er svo hafist handa við að bilta landinu til með stórvirkri jarðýtu. Það verk tók um þrjá mánuði og var allmikið átak. Síðan lá verkið niðri í hálft annað ár sökum þess að við reistum mæniásinn of hátt og náðum ekki fyrr saman endum. Síðan hefur verkið þróast markvisst stig af stigi á liðnum árum, mörgum steini verið rutt úr vegi, því að landið var erfitt og grýtt. I nokkur ár hefur áhugastarfið verið vallargerðin. Við ólum nokkrir þá von, að hægt yrði að vígja íþróttavöllinn nokkru fyrr. Því hefur seinkað meðal annars vegna þess, að margur félagsmað- urinn hefur ekki skilið, að mannvirki sem rís af grunni fyrir dugnað og áhuga hins sameinaða fjölda félaganna, er óbrotgjarn minnisvarði yfir vel unnið áhugastarf, ef að þeir skildu, að þetta er ekki stundar- hagnaður, heldur lagður grundvöllur fyrir þá sem á eftir koma og fagurt fordæmi fyrir okkur líka að taka hendinni til, því að verkefnin eru alltaf óþrjótandi, ef vilji, atorka og skilningur á tilgangi verkefnis- ins haldast í hendur, skilji félagarnir þetta ekki, er það í rauninni félagslegt gjald- þrot. Á þessum árum hafa margir hlutir gerzt, sem hér verða ekki raktir, enda ekki ætlunin í stuttu ávarpi. Það er svo með þetta verk sem önnur stærri verk- efni, að sitt sýnist hvorum og er það vel skiljanlegt. Við höfum ekki komist hjá því, að heyra raddir óeiningarinnar, sem ekki hafa viljað ljá þessu máli liðsinni sitt, þær raddir eru, sem betur fer, löngu þagnaðar. Að skilja er að fyrirgefa, að skilja er undirrót hins rétta lífs, og nú eru allir einhuga um framhaldið. Eins og samkomugestir geta sjálfir séð, er byggingu íþróttavallarins ekki lokið, þó að verkið sé það langt á veg komið, að hægt sé að taka það í notktin, að vissu leyti, meðal annars vantar efsta lag á hlaupabrautir og malarvöll, stalla í áhorf- endasvæðið, gróðurbelti og aðra ræktun umhverfis völlinn, þó að aðeins næstu verkefni séu nefnd hér. Hreppsnefnd Njarðvíkurhrepps og sveitarstjóri hafa veitt þessu málefni ein- dreginn stuðning og velvilja. Njarðvíkur- hreppur hefur lagt til þessa verks 105 þiís- und krónur til ársloka 1956. Forráðamenn þessa byggðarlags hafa Knattspyrnuliðið gengur inn á völlinn með lúðrasveit Keflavíkur í fararbroddi.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.