Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1957, Blaðsíða 11

Faxi - 01.11.1957, Blaðsíða 11
F A X I 107 Vér Skriffinnur Hinn Eini, af guðs náð rit- stjóri Pistla, gjörum kunnugt: Að vér erum ennþá uppi, þrátt fyrir gerfitungl, geð- illa tíma, Asíuveikisbakteríur og vinstri- (örfhenta-?) stjórn. Og munum hvergi af þessum vorum skaga hopa, þótt í boði sé 5 mínútna frestur, eins og hjá varnarliðinu í Heiðinni, til þess að hólka oss í brækurnar um lágnættið og flýja Weistur. Heldur ekki munum vér uppi þefa spor heildsala í sömu átt. Því að þótt Vor hraunaði skagi sé og verði hraunaður, nema þetta sléttpússaða, sem þeir kalla Flugvöll, þá má með sann- indum um skagann þann arna bæði segja Og skrifa, að mörg er í honum matarholan. Og þar með sveium vér huppum og halaróf- um eins og kerlingin. Kjörbúðir ásamt með gripdeildum gera nú- orðið svo mikla lukku, að Vér höfum verið beðnir að stugga við Sparisjóðnum hérna og fá hann til að taka upp sjálfs- afgreiðslu hjá sér. Þannig, að viðskiptavinir afsegi víxla sína sjálfir, greiði sjálfum sér nauðsynleg sem ónauðsynleg lán, gefi sjálf- um sér til baka ogsvoframvegis, ogsvofram- vegis. Semsagt: Vér höfum stuggað við Sjóðn- um varðandi þessi væntanlegu þægilegheit. Keflvískir Moskvufarar komu alhr aftur. Lesendur Faxa hafa því ekki bitið úr nálinni með framhaldsgreinar Kynnisfara næstu áratugina. Þrír á lofti og liundurinn sá fjórði eru jarðar- mánarnir orðnir, þegar þetta er párað 3ja nóvember. Og varla þornað blekið um þann, sem skutlað var upp 5. október og valdið hefur ýmsum andremmu og andar- teppu, en öðrum andakt og andlegheitum eins og eftirfarandi sýnir: SJÚTNIK FYRSTI Gerfimáni, gerskur, skín grínfullur í ár, radar-stöðvum ríður og rokkar lymskuflár. Lyftum Könum á loft lífs af feðragrund. Glotti Krúttséff, köllum saman kvenfélagsfund. Fuglinn. Bærinn lét loks girða upp-um-sigbæjarlandið í sumar gegn sauðkindum. En auð- heyrilega dugir bæjarlandsgirðingin ekki gegn kjaftakindum. Sérleyfisráðhús vort fær ekki lengur dul- izt. Hvort hlið Sánktipéturs í efra hef- ur verið orðið ámóta ryðgað og hlið kirkju vorrar hér í neðra, skal ósagt látið. Hitt fullyrða skjæðar tungur, að karlinn hafi á aflíðandi sumri föndrað við liti uppi hjá sér og annaðhvort mýglekið dollurnar eður guttlast einhver hellingur úr penslinum. Miðað við jafn ómælanlega leið, — frá Pátri og hingað —, verður slíkt að flokkast undir Kraftaverk, að hver og ein einasta Péturs- sletta skyldi lenda í einum og sama punkti, sem sé: á þaki Sérleyfisráðhússins og þaðan boðleið niður um veggi og karma. Framvegis ætti því að vera óþarft að laða fólk að húsinu með afslætti og útsvörum. En sólgleraugum verður bæjarsjóður að splæsa á sérhvern útsvarsgjaldanda hér eftir. Flygill, sem fór að heiman frá sér í vor, hefur ekki komið fram — á bíósviðið aftur. Hann var ekki í meðallagi hár, þrí- fættur og klæddur í snjáða hnotu. Þeir sem kynnu að hafa orðið Flygils varir, eru beðnir að hraðsíma til Vina- og vanda- manna. Lögreglan bar sjálfa sig út í sumar, úr blikk- inu, sem lóðar var saman í síðustu heimsstyrjöld og geymt hefur margan gaffal- bitann og sardínuna. Ekki svo að skilja, að lögreglan sé á göt- unni — nema dagana, sem hún flutti i betra húsaskjól, auðvitað. Morgunspjall. Vér vorum svo seint á ferli héma eina nóttina af vissum, óprent- hæfum ástæðum, að Vér náðum í Fyrri við- talstíma menningarstjóra. — Það er blessuð soðningarlyktin hjá þér, segjum Vér og klunkum oss niður á hirin stólinn á Kontómum. — Eg er ekki að elda, en þú getur keypt þér í soðið niðri í Fiskbúð. —• Namma-namm. Hvað megum Vér hafa eftir þér á prenti? — Ekkert, nema ég skrifi það sjálfur. Blaða- snápar kríta svo liðugt, segja svart hvítt. — O, Vér höfum nú verið á yfirreið um bæjarlandið og séð ýmislegt; Closett-aug- lýsinguna á Bíókjallarahurðinni, fulla íshús- tjörn, sem ekki þarf framar að ussa yfir að sé hálftóm. Og svo hefurðu rofið hauga að hætti fornkappa og berserkja, ha? En hvernig lízt þér á Asíuveikina? — Ef Keflvíkingar fara framar til Rúss- lands — og koma aftur, mun eg setja þá í ævilanga sóttkví. Er eg nú í óða önn að láta fullgera Sýningarskála yfir þá við Bókabúð- ina, jafnframt því sem eg er að láta eitra . . . sjáðu, þetta er ekta eitur, bráð . . . — Nei, þá ættum Vér heldur að hraða oss niður í Fiskbúð. Karlakór Keflavíkur. Fyrir nokkru hélt Karlakór Keflavíkur aðalfund sinn og er kórinn nú tekinn til við æfingar á ný og hyggst halda hljóm- leika nú mjög bráðlega. ROTTUEITRUN Fyrsta umferð í alsherjar rottu- eitrun hefur nú farið fram og að því sem virðist með góðum árangri. Onnur umferð í Keflavík hefst strax og fyrstu umferð í Njarðvíkum er lokið og er skorað á alla í Keflavík, sem varir verða við rottur utan- hús að láta vita af því, í skrifstofu heilbrigðiseftirlitsins, sími 420-B, eða á bæðjarskrifstofuna, sími 551. Heiibrigðisnefnd Keflavíkur. Heilbrigðisfuiltrúinn. Hefi opnað lækningastofu að Hafnargötu 27, Keflavík. Viðtalstími kl. 5—6, laugardaga kl. 11—12. Stofusími 420B. Heimasími 700. Hrafnkell Helgason héraðslæknir.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.