Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1957, Blaðsíða 7

Faxi - 01.11.1957, Blaðsíða 7
F A X I 103 Faereyjaför knattspyrnuflokks íþróttabandalags Keflavíkur Niðurlag. Næsta dag fórum við með póstbátnum til hinnar frægu Klakksvíkur, en þar átt- um við að leika samdægurs við íþrótta- félag Klakksvíkur (Í.K.). Klakksvík er stærsti bærinn á Borðey, með um 4 þtís- íbúa. Þangað er um tveggja tíma sigling frá Þórshöfn. Með okkur fóru formaður B-36, Arnold Hansen og gjaldkerinn Andrías Olsen. Sá síðarnefndi fór og með okkur til Kirkjubæjar. Voru þeir okkar stoð og stytta í öllu á meðan við dvöldum í Fær- eyjum og hinir beztu fclagar, eins og raunar allir, sem við höfðum samskipti við. Til Klakksvíkur komum við um kl. 4 síðdegis. Var þar sólskin og bezta veður. Eftir að hafa þegið góðgerðir hjá félög- um Í.K., fórum við upp á völl. Leizt okkur ekki á blikuna, er við sáum völl- inn. Var hann mjög harður með stein- nybbum upp úr, svo og lausum stein- völum. Varð einhverjum að orði, að það mætti mikið vera, ef allir slyppu ómeiddir frá því að leika þar. Auk þess var okkur sagt, að Klakksvíkingar væru harðir í horn að taka, enda verið Færeyjameist- arar í knattspyrnu mörg undanfarin ár. Kl. 6.30 hófst leikurinn. Klakksvík- inkar sóttu nokkuð á í fyrstu, en tókst ekki að komast í gegnum vörnina. Er 20 mín. voru af leik, tókst okkar mönnum að skora fyrsta markið og nokkru síðar annað, en sá, sem skoraði, var dæmdur rangstæður. Er 7 mín. voru eftir af hálfleik var öðru marki bætt við. Skömmu síðar gera Klakksvíkingar upp- hlaup, knötturinn kominn inn fyrir víta- teig 0g Klakksvíkingur á eftir, en hann hleypur á fótinn á Hafsteini og dettur. Var dæmd vítisspyrna á okkur og úr því varð mark. Þannig lauk hálfleiknum með sigri okkar 2:1, og urðu það úrslit leiks- ms, því að ekkert mark var gert í síðari hálfleik. Leikurinn var fjörugur til enda, en ekki vel leikinn, sem ekki er von á slíkum velli. Þrátt fyrir nokkra hörku í leikn- um, sluppu allir stórslysalaust frá honum. Eó datt Gunnar illa og var eitthvað skrám- aður, en flestir voru með stórskemmda skó. Takkarnir höfðu sópazt undan þeim á grjótinu. Eftir leikinn var öllum boðið til veizlu og veitt af rausn, ræður fluttar og skipzt á gjöfum. Formaður Í.K. John Reid Bjartalíð var þar aðalmaðurinn, enda er hann sagður ókryndur konungur allrar félagsstarfsemi í Klakksvík, studdur dyggilega af stórútgerðarmanni á staðn- um, sem hefur m. a. gefið stórfé til styrktar íþróttastarfsemi í bænum. Nú er þar í byggingu knattspyrnuvöllur, sem John sagði, að yrði tilbúinn, þegar við kæmum næst. Eftir veizluna var dansað, m. a. fær- eyskur dans, en hann höfðum við ekki séð áður. Morguninn eftir var svo farið aftur til Þórshafnar. Var nú farið með bát stuttan spöl yfir til Leirvíkur, sem er lítið þorp austantil á Austurey. Þaðan var svo farið í bílum suður eyna, fram hjá bænum Götu, þar sem Þrándur karlinn bjó, suður með Skálafirði að autan til Tofte. Var þar drukkið kaffi og síðan farið með bát til Þórshafnar. Daginn eftir, laugardaginn 10. ágúst, var svo leikið við úrvalslið Þórshafnar og hófst leikurinn kl. 6. Fremur kalt var í veðri og strekkingsvindur af austri. Það kom brátt í ljós, að þetta myndi verða nokkuð jafn leikur. Lá þó meir á Þórshafnarmönnum, sem sjá má á því, að þeir fengu á sig 14 hornspyrnur, en okkar menn 2. Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik. Snemma í síðari hálfleik tókst okkar mönnum að skora. En skömmu síðar komst miðframherji Þórshafnar inn fyrir vörnina hjá okkur. Heimir hljóp út úr markinu, en náði ekki boltanum, og tókst Færeyingnum að pota boltanum í opið markið. Færðist nú nokkur harka í leikinn. Bæði mörk komust í hættu, en ekki tókst að skora. Hörður datt, er um 10 mín. voru eftir af leik. Kom hann niður á öxlina og meiddist talsvert. Varð hann að yfirgefa völlinn. Kom varamaður inn í hans stað. Leikurinn var fjörugur til enda, og þótt okkar menn væru meira í sókn, tókst þeim ekki að skora, og lauk honum með jafntefli, 1:1. Síðasti leikurinn fór svo fram mánu- daginn 13. ágúst við knattspyrnufélagið H.B., er styrkti lið sitt með 2 mönnum úr B-36. Leikurinn hófst kl. 6.30. Logn var og sólskin. Kom brátt í ljós, að okkar mönnum myndi ekki ganga eins vel í þessum leik eins og í fyrri leikjunum, enda voru þeir orðnir þreyttir eftir erfiða leiki síðustu daga. Margir þeirra höfðu leikið alla leik- ina. í fyrri hálfleik virtust H.B.-menn vera fljótari á knöttinn og var dágóður sam- leikur hjá þeim á köflum. Tókst þeim að

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.