Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1957, Blaðsíða 9

Faxi - 01.11.1957, Blaðsíða 9
F A X I 105 Nætur- og hclgidagalæknar í Kcflavíkur- héraði í nóvember 1957: 2.—3. nóv. Hrafnkell Helgason. 4.—8. nóv. Bjarni Sigurðsson. 9.—10. nóv. Guðjón Klemenzson. 11.—15. nóv. Björn Sigurðsson. 16.—17. nóv. Bjarni Sigurðsson. 18.—22. nóv. Hrafnkell Helgason. 23.—24. nóv. Björn Sigurðsson. 25.—29. nóv. Guðjón Klemenzson. 30. nóv. til 1. des. Hrafnkell Helgason. 2.—6. des. Bjarni Sigurðsson. 7.—8. des. Guðjón Klemenzson. 9.—13. des. Björn Sigurðsson. Nýr héraðslæknir. Eins og öllum er kunnugt hefir Einar Ast- ráðsson héraðslæknir verið sjúkur s.l. sumar og dvaldi vegna veikinda sinna mikið erlendis. Héraðslæknisstörfin önnuðust í fjarveru hans læknarnir Guðjón Klemenzson og Björn Sigurðsson. Nýverið hefir ungur læknir, Hrafnkell Helgason verið settur í embættið um óákveðinn tíma og er hann nú tekinn til starfa, eins og læknaskýrslan hér að framan ber með sér. Lömunarveikibóluselning. Héraðslæknir hefir beðið blaðið að geta þess ,að næsta hálfa mánuðinn verði börn innan 7 ára aldurs bólusett gegn lömunar- veiki í 3. sinn á lækningastofu héraðslæknis á venjulegum viðtalstíma. Er mjög áríðandi að bömin mæti til bólusetningar, þar eð annars verður 1. og 2. bólusetning gagnslaus. Jafnframt verða óbólusett börn bólusett í fyrsta sinni gegn lömunarveiki, einnig full- orðnir, er þess óska. Skólarnir í Kcflavík. Vegna inflúenzufaraldurs, sem hefir geisað i bænum, hefir skólunum verið lokað um viku tíma, eða nánar til tekið barnaskólan- um frá 30. okt. til 7. nóv. og gagnfræðaskól- anum frá 31. okt. til 7. nóv. Þegar ákvörðun þessi var tekin, var fjarvistartala nemenda og kennara sökum veikinnar nálægt 30%. Vísir að tómstundahcimili. U. M. F. K. gerir nú tilraun með tóm- stundaheimili fyrir unglinga í Keflavík. Er ætlunin, að starfsemi þessi fái húsnæði í ris- hæð ungmennafélagshússins og verður starf- semin fyrst og fremst i því fólgin, að haldin verða námskeið fyrir drengi, t. d. í flug- módelsmíði og fleira. Þann 27. október hófst fyrsta námskeiðið og mættu þar 38 drengir á aldrinum 9—16 ára. Um 30 af þessum drengjum munu taka þátt í námskeiðinu. Kennari á þessu námskeiði er Karl Guð- jónsson og er ætlast til að námskeiðstíminn verði 1% til 2 mánuðir. Kennslugjald er kr. 20,00. Er öllum heimil þátttaka, hvort sem þeir eru félagsmenn eða ekki. Kcflavíkurvaka. Þá hefur ungmennafélagið nú hafið undir- búning að svokallaðri „Keflavíkurvöku" og hefir stjórn félagsins góðan hug á að vanda til hennar eftir mætti. (Frétt frá stjórn U. M. F. K.) Sólríkt suinar er liðið. Eitt hið sólríkasta og yndislegasta sumar, sem menn muna, er nú liðið, sumar, er mætti verða okkur ógleymanlegt fyrir birtu sína ,mildi og fegurð, — og fyrir þess til- verknað varð landið okkar að nóttlausri vor- aldar veröld eins og Stefán vildi hafa það. En nú tilheyrir sumarið liðinni tíð og haustið og veturinn ráða hér ríkjum á ný og gala mönnum og málleysingjum galdur sinn. Þannig streymir elfur tímans æ lengra, inn í hið óþekkta og dulræða, án þess menn- irnir ráði þar nokkru um. Fyrsti snjórinn á þessu hausti mun hafa fallið þann 23. októ- ber, en það var að vonum mikill hamingju- dagur hjá yngstu kynslóðinni, sem kunni sér ekki læti, enda voru allir sleðar þá teknir í umferð, búnir til stórir snjóboltar og þeir síðan notaðir í snjóhúsbyggingar og snjó- kerlingar. Verst var, hve snjórinn var lítill, en það unga fólk lifir nú í voninni um meiri snjó síðar. Fyrsti snjór mun í fyrra hafa fallið um líkt leyti og nú. Bazar kvenfélags Keflavíkur. Þann 29. október hélt Kvenfélag Keflavíkur bazar í félagsheimili sínu, Tjarnarlundi. Var þar á boðstólum margt eigulegra muna, er seldust fljótt og vel. Lesendur athugið. I smágrein í júníblaði Faxa í vor um Thorkelliisjóð og nýskipaða Thorkelliinefnd og aðra þá einstaklinga, sem hafa lagt máli þessu lið og hvatt þjóðina til þess að heiðra á verðugan hátt minningu Jóns Þorkelssonar á 200. ártíð hans 1959, láðist að geta Gunnars M. Magnúss rithöfundar, en hann flutti á sínum tíma frumvarp um málið á Alþingi og vann því þá allt það sem hann mátti, enda má segja, að þá hafi nokkur skriður komið á þetta mál. Eins og getið var um í umræddum greinarstúf, situr hin ráðgefandi Thorkelliinefnd nú á rökstólum og ætti innan tíðar að láta eitthvað frá sér heyra um þetta mál, því tíminn líður og 200. ártíð Jóns Þor- kelssonar nálgast óðum. Frá Skákfélaginu. Aðalfundur Skákfélags Keflavikur var haldinn í okt. s.l. Umræður voru miklar á fundinum og almenn ánægja rikjandi með fráfarandi stjórn, sem hafði unnið mikið og gott starf. Samþykkt voru ný lög fyrir félagið, og var meðal annars fjölgað í stjóminni úr 3 í 5. Fráfarandi stjórn gaf ekki kost á sér til stjómarkjörs og var því ný stjóm kosin. Form. er Sigfús Kristjánsson, gjaldkeri Skúli Þorbergsson, ritari Magnús Bjömsson og meðstjórnendur Jakob Sigfússon og Guð- mundur Gíslason. Akveðið er að skákæfingar í vetur verði á mánudögum í Ungmennafélagshúsinu og hefjist kl. 8 s.d. Fyrirhugað er að skákþing Suðurnesja verði í nóvember og er búizt við mikilli þátttöku. Þann 16. júní kl. 2 e. h. var vígður nýr íþróttavöllur (grasvöllur) í Ytri-Njarðvík, eign Ung- mennafélagsins þar. Athöfnin hófst með ávarpi formanns félagsins Olafs Sigurjóns- sonar. Einnig töluðu þeir Þorsteinn Einars- son íþróttafulltrúi, Benedikt G. Waage for- seti I. S. I. og Karvel Ogmundsson oddviti og árnuðu félaginu heilla með vel unnið starf. Lúðrasveit Keflavíkur, undir stjórn Guð- mundar Norðdahl, lék fyrir skrúðgöngu ungs fólks inn á íþróttavöllinn og einnig á milli atriða. Síðan fór fram knattspyrnukapp- leikur milli drengja, 3. flokkur, úr Ung- mennafélaginu „Garðar“ Gerðum og Ung- mennafélags Njarðvíkur og sigraði U. M. F. „Garðar" með 5 mörkum gegn 1. Því næst léku stúlkur úr Sandgerði og Njarðvík hand- bolta, leikurinn fór þannig að jafntefli varð 4 mörk gegn 4. Að lokum fór fram kappleikur í knatt- spymu milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur, leiknum liktaði með jafntefli 0 gegn 0, eftir mjög skemmtilegan leik. Veður var fremur gott þennan dag, en kalt, vestan nepja, en það bætti mjög úr fyrir samkomugestum, að selt var kaffi í samkomuhúsinu allan daginn. Við vígslu íþróttavallarins voru mættir um 1200 manns, ungir og gamlir. Auglýsendur athugið. Auglýsingar í jólablað Faxa þurfa að hafa borizt blaðinu eigi síðar en um mánaðar- mótin nóvember desember, því blaðinu er ætlað að koma út um miðjan mánuðinn. Sama gildir og um annað efni, sem menn vilja koma á framfæri í jólablaðinu. Er fólk vinsamlegast beðið að athuga þetta. Heimilisfang hlaösins er Brckkubraut 7, Keflavík. Sími 114. 250 styrktarfélagar. Tónlistarfélagið í Keflavík hefur nú hafið styrktarfélagasöfnun og miðast söfnunin við 250 félaga, sem er algert hámark vegna hús- rýmis á tónleikum. Mjög bráðlega munu verða haldnir hljómleikar á vegum félagsins og áætlað er, að hljómleigar nr. 2 verði fjöl- breyttir kirkjutónleikar um jólin. Allir þeir sem gerast styrktarfélagar tryggja sér 2 að- göngumiða á minnst 3 hljómleika félagsins, auk þess að styrkja hinn nýstofnaða tón- listarskóla. L

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.