Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1964, Síða 14

Faxi - 01.01.1964, Síða 14
Hugleiðing í tilefni af áttatíu ára afmæli Góðtemplarareglunnar Góðtemplarareglan átti 80 ára afmæli 10. janúar síðastliðinn. Þcim, sem skrifnðu um afmælisbarnið þann dag í dagblöðin, bar yfirleitt saman um, að fáar félags- málahrcyfingar hafi haft meiri áhrif á þjóð- skipulag okkar. Til dæmis cru fundarsköp Alþingis sniðin eftir fundarreglum Templ- ara. Um margra ára bil hafði Reglan al- gera forystu í leikstarfsemi og yfirhöfuð allri skemmtistarfsemi, jafnt í höfuðstaðn- um sem úti á landi. Og um skeið rikti hér á landi, fyrir tilstuðlan Reglunnar, algert áfengisbann, en segja má að það sé eitt af höfuðstefnuskráratriðum Templara. Hins vegar er því e'kki að neita, að álirifa Regl- unnar gætir mun minna í þjóðfélaginu en áður var. Ástæðuna tcl ég aðallega þá, að öll hugsjónastarfsemi á nú mjög erfitt uppdráttar. Hvers kyns óheiðarleiki og spilling hefur farið hraðvaxandi. Eitt dag- blaðanna gat þess um daginn, að á fáum mánuðum hefði komizt upp um fimm stórfelld fjárglæramál. Nú á dögum er yfir hcifuð ckki lalað um fjárdrátt nema hann skipti milljónum. Neyzla áfengis hefur sjaldan vcrið mciri né almennari. Áður fyrr var mjög sjald- gæft að konur brögðuðu sterka drykki, nú þykir slíkt engum tíðindum sæta. ís- lenzka þjóðin þarf sannarlega á sínum Móses að halda nú, þrátt fyrir góðæri og almcnna velmegun. Sumir segja að Reglan þurfi cndurskoð- unar við til að ná eyrum þjóðarinnar á atómöld. Mín skoðun er, að slíkra sé ekki himnaríkið. Séu það sannindi, sem Reglan boðar, þá eiga þau sannindi jafnt við í dag sem í gær. Sá, sem berst fyrir vindi og byggir trú sína á fjöldanum, — hann verður hvorki sterkur né langlífur. Ég er það bjartsýnn að halda, að innan tíðar muni upp renna hér á landi breyttir tímar og breyttir siðir: Að hinum heiðar- lega manni verði aftur fengið öndvegið. Að hinu feyskna og spillta verði brátt vik- ið til hliðar og því á eld kastað. Þá er ég sannfærður um, að þeir er alla tíð börðust gegn áfengis- og eiturlyfjaneyzlu verða taldir góðir synir og verðir mikils trausts. Hilmar Jónsson. flPWp issssl 1® |1 !***« ti BIFREIÐA TRYGGINGAR f yr ir Megináherzla hefur veriö lögö á tryggingar fyrir sannviröi, góöa þjónustu og fræóslu og upplýsingastarfsemi. Afsláttur á bifreiðatryggingum er 30%, ef bifreiö veldur ekki tjóni í eitt ár og auk þess hefur veriö greiddur 10% tekjuafgangur þau 6 ár, sem af- koma bifreiðatrygginga hefur leyft þaö. Áherzla hefur veriö lögö á góöa þjónustu í hvívetna og fljótt og sanngjarnt uppgjör tjóna. StuÖlað hefur veriö aö betri umferöarmenningu og viöskiptamönnum veitt fræösla um trygginga- og öryggismál. Ef bifreið y'öar er ekki þegar tryggö hjá oss, hetðum vér ánægju af að leið- beina yður um hagkvæmustu bifreiöatryggingu, sem völ er á. SAMVIIVIXUTRYGGINGAR 14 — F A X I

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.