Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1966, Síða 7

Faxi - 01.06.1966, Síða 7
Býli og búendur í Garði 1903-1915 í langri og strangri sjúkdómslegu á Sjúkra- húsi Keflavíkur hefir Hallmann Sigurðsson frá Lambhúsum í Garði, reynt að hafa ofan af fyrir sér með því að skrásetja ýmsa minnis- verða atburði úr lífi sínu og samferðamanna sinna. Þrátt fyrir háan aldur hefir hann trútt minni og góða rithönd, sem auðveldar hon- um þetta nytjastarf. Meðfylgjandi frásögn er glöggt dæmi þar um. En þar sem hér er um athyglisverðan fróðleik að ræða, fékk ég leyfi Hallmanns til að birta hann í blaðinu. H. Th. B. iHér verður reynt að lýsa að nokkru, hvernig umhorfs var í Garðinum á árun- um frá 1903—1915, býlum og ábúendum, og mun ég þá byrja innst í þorpinu. Rafnkelsstaðir er innsta jörðin í Garði og bjuggu þar tveir bændur. Var annar þeirra Isak Bjarnason, sem var kvæntur Elínu Arnadóttur. Voru það skynsemdar- hjón. Elín þótti dálítið sérkennileg, en hún var góð kona og vildi hvers manns vand- ræði leysa, og á það sama við um þau bæði. Á hinum partinum bjuggu þá Jón Ás- mundsson og Jórunn Guðmundsdóttir. Hún var ljósmóðir í Utskálasókn. Jón var ættaður norðan úr Skagafirði, mikill að vallarsýn, allvel greindur, glaðlyndur og skemmtinn í viðræðum. Hann hafði það fram yfir marga hér, að liann var mik- ill hestamaður og hafði oftast tvo hesta á gjöf. Var það að nokkru vegna ljósmóð- urstarfa konu hans, þá voru hvorki bílar né vegir, en all drjúg vegalengd til beggja handa, á annan bóginn suður að Fitjum á Miðnesi eða inn í Bergvík, innsta bæ í Leiru. Jórunn var ágætis manneskja og hlynnti mjög vel að sínum sængurkonum, enda lukkuðust henni þau störf mjög vel. Á Rafnkelsstaðalandi voru þá fjögur tómthús, sem svo voru kölluð. Innst var Bjarnabær, þar bjuggu þá Magnús og Sig- ríður. Þau áttu nokkur börn, sem komust upp. Ekkert af þeim hefir ílenzt í Garð- mum. Þá var Þórðarbær, þar bjuggu Þór- arinn Jónsson og Ingibjörg. Þau áttu nokk- ur börn, en fluttust um þetta leyti eða litlu síðar út í Gerðahverfi og byggðu sér þar hús, sem kallað er Steinbogi. Það hús stendur enn. Réttarholt hét eitt býlið. Bjó þar Guðmundur Grímsson og seinna tengdasonur hans, Guðjón Björnsson, sem kvæntur var Guðrúnu dóttur Guðmundar. Þau eru nú bæði látin, en býlið er enn við lýði, og býr þar Guðmundur, sonur Guðjóns og Guðrúnar. Næst má telja jörðina Holt, en þar voru tvö býli. Á öðrum bænum bjuggu Ingi- mundur Jónsson og Soffía Magnúsdóttir, en á hinum Einar Straumfjörð, seinna vitavörður á Garðskaga. Gerðu þeir báðir út skip, Ingimundur sexæring en Einar áttæring. Meiðastaðir er næsta jörð. Þar bjuggu þá Þorsteinn Gíslason og Kristín Þorláks- Hallmann Sigurðsson. dóttir. Mun heimili þeirra hafa verið stærst eða fjölmennast, sem þá þekktist í Garðinum. Börnin, sem upp komust, voru 14, var því mikið um að vera og margt að starfa á svo fjölmennu heimili. Utgerð var þar að sjálfsögðu, tvö skip síðari árin, sem elztu bræðurnir, Gísli og Halldór, voru með. Mun Halldór hafa verið innan við tvítugt, þegar hann byrj- aði formennsku. En hann var, sem kunn- ugt er, alla sína sjómannstíð í fremstu röð formanna við sunnanverðan Faxaflóa. Gísli bróðir hans varð seinna togaraskip- stjóri í Reykjavík. Þorsteinn bróðir þeirra varð einnig togaraskipstjóri, en fórst með skipi sínu, Skúla fógeta. Einn þessara bræðra, Þórður, fórst með vélskipinu Þor- móði, var þar einn af farþegunum. Af þeim 7 bræðrum, sem upp komust, er Halldór einn á lífi. Af systrunum mun ég geta að nokkru tveggja: Vilhelmína gift- ist Auðuni Sæmundssyni frá Vatnsleysu og eru þau hjón foreldrar hinna þjóð- kunnu togaraskipstjóra, Auðunssona. Hin systirin, sem hér verður getið, er Helga, gift Jóhannesi Jónssyni á Gauksstöðum, mikil myndarkona. Eiga þau hjón fjölda barna, meðal þeirra eru þessir skipstjórar: Þorsteinn, Gísli, Jóhannes og Þórður. I Kothúsum bjuggu tveir bændur, Egg- ert Gíslason, ættaður af Eyrarbakka eða þar úr grennd, og Þorvaldur Þorvaldsson. Báðir voru þessir bændur formenn á eigin skipum. Eggert var vel gefinn maður og laginn sjómaður, fiskaði í meðallagi. Hann átti mörg börn, tveir synir komust til full- orðins aldurs, Þorsteinn, sem fórst með vélbátnum Eggert frá Keflavík, að haust- lagi á reknetaveiðum árið 1937. Hans son- ur er Eggert G. Þorsteinsson félagsmála- ráðherra. Hinn sonur Þorsteins er Gísli, sem lengi hefir búið í Krókvelli, faðir hinna kunnu skipsjtóra: Eggerts og Þor- steins, sem eru báðir landskunnir afla- kóngar. Þriðji sonur Gísla, Árni, er ný- byrjaður skipstjórn. Bendir margt til, að hann verði ekki eftirbátur bræðra sinna, hvað snertir heppni og dugnað. Eggert í Kothúsum var félagslyndur maður og starfaði mikið í þeim anda. Hann var aðalhvatamaður að stofnun „Bárufélags- ins“ á sínum tíma, sem mörgum varð að rniklu gagni, meðan hans forustu naut við. Annar bóndi í Kothúsum var 'Þorvald- ur Þorvaldsson. Hann var talinn efnað- astur bænda í Garði á þeim tíma, mikill atorkumaður og ákaflega fiskisæll. Þessir Kothúsabændur gerðu út sinn átt- æringinn hvor. Á Kothúsalóðinni voru þá nokkur „tómthús“, má þar nefna Ivars- hús, en þá bjó þar Kristján Jónsson, þá orðinn aldraður maður, reri helzt á smá- bát. Hann var reyndur sjómaður og hafði oft drjúgan afla. Dóttir hans er Kristjana húsfreyja í Vörum, kona Halldórs Þor- steinssonar. Þá voru Hausthús. Þar bjó Sigurður Bjarnason, ættaður að norðan. Hann reri alltaf með Þorvaldi í Kothús- um. Þá var þar einnig Nóabær. Þar bjó Bjarni, sonur hans Jón, réri með Eggert í Kothúsum. Fluttist hann seinna inn í Leiru. I Vörum voru tíð ábúendaskipti upp úr aldamótunum. En 1911 fluttist þangað Halldór Þorsteinsson frá Meiðastöðum og býr þar enn. Hann átti stóran áttæring og sótti sjóinn fast og aflaði mikið, Getur sá, er þetta ritar, vel um það borið af eigin reynd. Sjóferðir voru stundum nokkuð harðar hjá Hall- dóri, en alltaf skemmtilegar, enda var hann afburða sjómaður og heppinn fiski- maður. Um þetta leyti byggði Ingimundur Guð- F A X I — 87

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.