Faxi - 01.06.1966, Síða 8
jónsson býlið Garðstaði á Kothúsalóðinni
og bjó þar til æviloka. Hann gerði út átt-
æring úr Kothúsavörinni á tímabili, en
hætti litlu seinna við útgerð og stundaði
eftir það smíðar.
I Brekku bjó Guðmundur Gíslason,
Mýramaður að uppruna. Þegar hér var
komið, var hann orðinn gamall maður og
reri á bát helzt á vorin.
A Gauksstöðum bjó Jón Finnsson og
tengdasonur hans, Gísli Einarsson, dáinn
fyrir alllöngu. Gísli byggði þar stórt timb-
urhús, sem seinna var rifið og flutt til
Reykjavíkur. En árið 1913 hóf Jóhannes
Jónsson þar búskap og byggði þá allstórt
steinhús á þeirra tíma vísu. Og býr hann
þar enn. A Gauksstaðalóðinni var eitt
tómthúsbýli, Lambhús. Þar voru tvær
gamlar manneskjur, Agnes, sem var hrum
orðin og Ivar Þorsteinsson, aldurhniginn
maður og hættur sjóferðum. Hann átti
tvo syni, sem báðir voru þá búsettir í Garð-
inum. Annar þeirra, Þorsteinn, bjó í litlu
húsi, sem stóð í nokkur ár í Vörum, en
var seinna rifið. Hann átti nokkur börn
og þeirra á meðal var Hrefna, móðir Egg-
erts Gíslasonar, þess mikla fiskimanns, sem
gert hefir Garðinn frægan og allir kann-
ast við. Þorsteinn drukknaði af báti í nóv-
ember 1917 með Þorbergi á Jaðri.
Á Skeggjastöðum var tvíbýli. Á öðrum
bænum bjó Olafur Gíslason. Hann gerði
út sexmannafar, nýtt og gott skip. Hann
var ekki sjálfur með skipið, heldur hafði
ýmsa formenn, þar á meðal var Guðmund-
ur Jónsson á Rafnkelsstöðum, sem þá var
ungur maður. Á hinum jarðarpartinum
byrjaði að búa 1910 Tryggvi Matthíasson
trésmiður. Fluttist þangað úr Reykjavík.
Á Skeggjastaðalóðinni voru mörg tómt-
húsbýli.
Guðmundur Jónsson bjó að Húsatóft-
um. Hann gerði oftast út skip á vertíð og
bát haust og vor. Var hann talinn laginn
sjómaður, greindur vel og manna skemmti-
legastur í viðræðum, enda talsvert lesinn
og vissi skil á mörgu.
I Hábæ bjó fjörgamall maður, Árni
Pálsson. Var hann að mestu hættur að
róa, nema um hásumarið, þegar gott var
veður, logn og ekki lóaði við stein. Sást
þá tíðum maður sitja einn á báti í þaran-
um og keypa fyrir þyrskling, sem þá var
oft töluvert af, enda var þá ekki búið að
eyðileggja öll mið á Faxaflóa með taum-
lausri rányrkju.
Næst voru Eyðisbæirnir, en þeir voru
tveir. I austari bænum bjó Sveinbjörn
sonur ívars í Lambhúsum og kona hans,
Halldóra Sigvaldadóttir. Þau voru mjög
fátæk og áttu mörg börn. Flest af þeim
komst upp og var dugnaðarfólk. í vestari
bænum bjuggu Sigurður Magnússon og
Ástríður Jónsdóttir. Þau áttu eina dóttur.
Sigurður lifir enn (1965) kominn hátt á
níræðisaldur, og dvelst nú á elliheimilinu
Hlévangi í Keflavík.
Steinsstaðir var mjög lítill bær. Þar
bjuggu þá gömul hjón, Jón Jónsson, ætt-
aður úr Skagafirði og Geirlaug Jónsdóttir.
Áttu þau eina dóttur, Ástríði, konu Sig-
urðar á Eyði, sem er getið hér að framan.
I Garðsríki bjó á þessum árum maður
að nafni Matthías, var hann aðfluttur og
dvaldi þar fremur stutt og veit ég ekki
meira um hann að segja.
Sigríðarstaðir er næsti bær. Þar bjó á
þessum árum Þorbergur Guðmundsson,
sem seinna fluttist að Jaðri og varð fræg-
ur formaður fyrir aflasæld og dugnað.
Eru þá upptaldir bæir, sem ég man eftir
fyrir innan Gerðar. Mun ég nú leiða hug-
ann að Gerðahverfi, býlum þar og ábú-
endum þeirra. Þá var þar miklu fleira af
húsum og fólki en nú er.
Innsti bærinn var kallaður Steinbogi.
Voru þar þrjú hús. Fyrsta húsið, sem þar
var reist byggði Þórarinn Jónsson, sem
fyrr er hér getið. Það var nokkuð stórt
hús, eftir því sem þá gerðist, með íbúð
á lofti. Þetta hús stendur enn þá, en hefir
verið minnkað nokkuð. Þá byggði þar
hús Sigurjón Arnlaugsson, ættaður ein-
hvers staðar úr Austursveit. Það var lítið
hús. Eftir fá ár flutti hann það lengra frá
sjónum og setti það á háan kjallara. Þetta
hús má segja, að standi enn þó að búið
sé að umbyggja það og stækka. Þriðja
húsið var minnst, það var aðeins eitt her-
bergi og eldhús og lítill inngangsskúr við
aðra hliðina. Þar bjó Benedikt Sæmunds-
son frá Vatnagarði og Hansína kona hans.
Benedikt var einn af formönnum „Millj-
ónafélagsins" eins og það var kallað. Attu
þau mörg börn, meðal þeirra er Njáll, út-
gerðar- og fiskverkunarmaður, dugnaðar-
maður hinn mesti, sem hefir komið ser
vel áfram.
Gerðajörðin hefir mjög lengi verið í
tveim pörtum, Vestur- og Austurparti. Á
Austurpartinum bjó um þessar mundir
Finnbogi Lárusson, kominn frá Akranesi,
þar sem hann ólst upp, en hann var ætt-
aður norðan úr Húnavatnssýslu. Var
hann dugnaðarmaður og einnig mikill
fjáraflamaður, hafði töluverða útgerð og
dugmikla formenn. Árið 1907 seldi hann
eignina alla nýstofnuðu félagi, „P. J. Thor-
steinsen og Co.“, sem gekk þá undir nafn-
inu „Milljónafélagið“, en keypti þá Búðir
á S-næfellsnesi og bjó þar lengi stórbúi.
Fyrsti forstjóri Milljónafélagsins í Gerð-
um var Guðmundur Þórðarson frá Hálsi.
Hann var stuttan tíma í því starfi. Haustið
1908 tók við því starfi ungur maður úr
Hafnarfirði, Þórarinn Böðvarsson, sem hélt
því á meðan félagið starfaði. Milljónafé-
lagið hætti starfsemi sinni 1913 og voru
þá allar lausar eignir þess seldar á upp-
boði, þar á meðal allur skipastóllinn, sem
var mikill. Strax á næsta ári kaupir svo
Finnbogi á Búðum jörðina aftur og flyt-
ur að Gerðum sumarið 1914, en var þar
aðeins fá ár og fluttist síðan aftur að Búð-
um. Mun ég ekki rekja þá sögu lengra.
Á Vesturpartinum urðu lítil umskipti.
Þar bjó Árni Árnason og kona hans Guð-
rún Ingjaldsdóttir. Þau voru myndarhjón.
Árni var dugnaðar- og útsjónarmaður,
hann var heppinn formaður og mikill fé-
lagshyggjumaður, vann t. d. mikið að við-
gangi „Bárufélagsins". Þá voru þau hjónin
bæði alla tíð miklir starfsmenn í Góð-
templarareglunni. Þau áttu 3 syni, sem
allir eru á lífi. Sá sorgaratburður skeði
innan þessarar fjölskyldu, að Árni lenti
í hraparlegum slysförum og féll frá svo
að segja á bezta aldri. Guðrún ekkja hans
hélt áfram búskap og útgerð með Sveini
syni sínum. Hafði hún einnig símavörzlu
á hendi, frá því síminn kom suður og
vann þar mikið og gott starf í allri af-
greiðslu og á margur henni að þakka góða
fyrirgreiðslu. Hún var myndarkona bæði
í sjón og raun.
Þegar Guðmundur Þórðarson hætti
störfum hjá ,,Félaginu“, eins og fyrr er
að vikið, byggði hann sér stórt hús á Vest-
urbæjarljóðinni og einnig mikið af skúr-
um til fiskgeymslu. Stundaði hann síðan
útgerð og verzlun langa tíð, fyrst með
opnum skipum og seinna mótorbátum.
Utgerð hans gekk vel, enda valdi hann
úr mönnum.
Á þessum árum var afli fremur góður,
einnig varð mönnum yfirleitt meira úr afl-
anum, vegna bættra verzlunarhátta. Um
þetta leyti var allmikið um íbúðahúsa-
byggingar á Gerðalóðinni. Munu þau hafa
verið 4—5 og man ég að nefna þessa
byggjendur: Einar Magnússon kennari.
Það hús var flutt til Hafnarfjarðar nokkru
eftir að Einar fluttist til Reykjavíkur. Þor-
steinn Árnason frá Gerðum byggði hús
88 — F A XI