Faxi

Volume

Faxi - 01.06.1966, Page 14

Faxi - 01.06.1966, Page 14
Sigurður Demetz Fransson. Samsöngur í Keflavík Laugardaginn 7. maí söng Karlakór Keflavíkur í fyrsta sinn á þessu ári, undir stjórn síns kornunga og bráðefnilega söng- stjóra, Þóris Baldurssonar. A svip hinna mörgu samkomugesta, sem þetta kvöld fylltu Nýjabíó í Keflavík, var að sjá mikla eftirvænting. Þetta sama fólk hafði árum saman hlýtt á söng þessa ágæta kórs undir markvissri stjórn mikilhæfs söngstjóra. Mundi hinum unga reynslu- litla æskumanni takast að fylla sæti meist- arans, Hriberchecs; hvernig yrði þessi sam- söngur? Jákvætt svar við spurningum þess- um fékkst strax og kórinn hafði sungið sitt fyrsta lag, enda var bæði söngstjóra og söngmönnum óspart fagnað með dynjandi lófataki. Raddþjálfari kórsins nú sem áður er Sigurður Demetz Fransson, sem að þessu sinni söng einsöng með kórnum ásamt þeim Hauki Þórðarsyni, Sveini Pálssyni og Böðvari Pálssyni. Við flygilinn var Jónas Ingimundarson. Auk karlakórsins söng kvennakór, einnig undir stjórn Þóris og vakti söngur þeirra feikna hrifningu og gleði meðal áheyrenda. Söngskráin var í þremur köflum. Fyrst söng karlakórinn, þá kvennakór og að lokum sungu kórarnir saman. Var söngskráin mjög efnismikil og fjöl- breytt. Skiptust þar á létt og fjörleg lög og efnismikil kórverk, bæði eftir ís- lenzka og erlenda höfunda. Var þar m. a. frumflutt listafallegt lag eftir tónskáldið okkar Keflvíkinga, Bjarna Gíslason, sem er einn af kórfélögunum. Var því for- kunnarvel tekið. Þá voru þar einnig sung- in nokkur lög Sigvalda Kaldalóns, snill- ingsins þjóðkunna. Fer vel á því að Suður- nesjamenn syngi lögin hans, því hann var um langt skeið Suðurnesjamaður, sem starfandi héraðslæknir með búsetu í Grindavík. Einsöngvarar kórsins, sem fyrr var getið, fóru mjög vel með hlutverk sín, þeir hafa allir áður sungið með kórnum og eru kunnir hér fyrir góðan söng. Að lokum er vert að geta þess, að báðir kórarnir, söngstjóri og einsöngvarar, voru óspart hylltir og urðu þeir að syngja mörg aukalög. Söng sinn endurtók kórinn svo á mánudag og þá aftur fyrir fullu húsi. Síðan hefir hann haldið samsöngva víðar hér um Suðurnes og alls staðar hlotið hin- ar ágætustu viðtökur. Eftir þessa ágætu hljómleika á Suður- nesjum, tók karlakórinn ms. Esju á leigu og fór mjög glæsilega söngför til Vestfjarða um Hvítasunnuna. Að þessari ferð lokinni Haukur Þórðarson. Þórir Baldursson. hitti ég að máli formann kórsins, Hauk Þórðarson og tjáði hann mér, að ferðin hefði í alla staði heppnast mjög vel. Karlakórinn, ásamt kvennakórnum söng fjórum sinnum, tvisvar á Isafirði, einu sinni á Bolungarvík og á Patreksfirði. Var húsfyllir á öllum hljómleikunum og komust í sum skiptin færri að en vildu. „Okkur var margvíslegur sómi sýndur”, sagði Haukur: „T. d. hélt bæjarstjórn Isa- fjarðar okkur samsæti. Við komuna til Bolnugavíkur vorum við boðin velkomin með stuttri ræðu, en á Patreksfirði tók karlakór staðarins á móti okkur með söng á bryggjunni. Vil ég nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim mörgu sem stutt hafa okkur á einn eða annan hátt á þessari söngför og með því auðveldað okkur að ná þessum árangri. Ennfremur vil ég þakka skipstjóra og skipshöfn á Esju fyrir ágæta aðbúð og góðan viðurgerning.“ H. Th. B. 94 — FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.