Faxi

Volume

Faxi - 01.06.1966, Page 27

Faxi - 01.06.1966, Page 27
Áfengisútsala í Keflavík a næsta leiti? Jafnhliða nýafstöðnum bæjarstjórnar- kosningum í Keflavík fór fram atkvæða- greiðsla um, hvort opna skyldi þar áfengis- útsölu. Höfðu vissir menn barizt fyrir því hnúum og hnefum að svo mætti verða. og sjálfsagt í þeim tilgangi einum, að auka á heiður og menningu síns unga bæjarfélags, enda gekk þar fremstur í flokki skátaforinginn í Keflavík, Helgi S. Jónsson. Niðurstaða þessarar atkvæðagreiðslu varð sú, að með vínbúð í Keflavík voru 1254, en á móti aðeins 773, svo segja má að vínbúðarbeiðendur hafi unnið all glæsi- legan sigur í þessari sérstæðu lífskjarabar- áttu. Ekki virðast samt allir jafn hrifnir af þessu nýja viðhorfi hér í bæ. Til dæmis segir bæjarfógetinn, Alfreð Gislason, í blaðaviðtali skömmu eftir kosningar um þessi mál, að hann óttist mest að í kjöl- far áfengisútsölunnar fljóti vínbarir og vinstúkur. Hann kvað það hafa tiðkast í Keflavík, að sjómenn hefðu farið í hóp- um til Reykjavíkur í áfengisleit, en með tilkomu vínbúðar í Keflavík væri hætta á að ferðir þessar myndu leggjast niður að langmestu leyti og þeir myndu dveljast í Keflavík við drykkju. Allt þetta myndi að líkindum kalla á aukna löggæzlu á staðn- um, en í Keflavík væru nú 10 lögreglu- þjónar, jafnmargir og þar ættu að vera samkvæmt lögum. Aðspurður taldi bæjarfógetinn að í Keflavík væri eitthvað um leynivínsölu eins og í svipuðum útgerðarstöðum ann- ars staðar á landinu. Reynt hefði verið að hafa hemil á slíkri starfsemi á staðnum, en það hefði ekki borið mikinn árangur hin síðari ár. 'Þetta er álit mannsins, sem gerzt ætti að þekkja til þessara mála hér í bæ, og geta menn þá séð hvílíkan greiða vínbúðarmenn hafa gert byggðarlaginu með því að kalla yfir það þennan ófögnuð. H. Th. B. FLJÓTHREINSU N Hrcinsum allskonar fatnað, teppi, gluggatjöld o. fl. samdægurs. — Fjögur kíló hreinsuð fyrir aðeins kr. 130,00 í hinum viðurkenndu NORGE hraðhreinsunarvélum. — Reynið þessa fljótvirku og ódýru hreinsun. FLJÓTHREINSUN KEFLAVÍKUR Hafnargötu 49. V. FAXI — 107

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.