Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1967, Blaðsíða 8

Faxi - 01.02.1967, Blaðsíða 8
Leikfélag Keflavíkur: ii Leikrit í 3 þáttum eftir Einar H. Kvaran. Leikstjóri Ævar R. Kvaran. Leikfélag Keflavíkur frumflutti þetta ágæta leikrit þriðjudaginn 24. janúar s.l. í Félagsbíói í Keflavík, fyrir fullu húsi hrifinna, og þakklátra Keflvíkinga, sem með sanni gátu verið stoltir af frammi- stöðu síns unga og efnilega leikfélags, er svo til eingöngu byggir starfsemi sína á fórnfúsu starfi áhugasamra heimamanna, undir stjórn hins kunna leikara, Ævars R. Kvaran, sonar-sonar höfundarns. Sé það haft í huga, að ekkert af þessum leikurum hefur notið menntunar í leik- skóla, má hiklaust telja frammistöðu þeirra með afburðum góða. Um höfundinn ætti ekki að þurfa að fjölyrða. Einar H. Kvaran var fágað önd- vegisskáld og hugsjónamaður, er setti svip á íslenzkt þjóðlíf um og fyrir síðustu aldamót með ljóðum sínum og öðrum mannbætandi ritstörfum. Leikritið Syndir annarra, er eitt af þess- um ritverkum Einars. Þar er att saman tveimur ólíkum sjónarmiðum, sem uppi voru með þjóðinni, þegar hún var að vakna til sjálfsforæðis á ný eftir margra alda frelsissviftingu og kúgun. Sjónarmið strípaðrar gróðahyggju, sem allt lét falt fyrir peninga og sjónarmið hinna andlegu verðmæta, þar sem samleið áttu ættjarðar- f / ást, þjóðlegur metnaður, umburðarlyndi og sannur drengskapur, sem á engu góðu kunni að níðast. Eftir harða viðureign þessara óskyldu afla, nokkurs konar ragnarök, — sigrar hið góða og upp rís nýr og betri heimur, ef svo mætti að orði kveða, og mennirnir eru fúsir að fyrirgefa syndir annarra. Eins og ég gat um í upphafi þessa spjalls,, var sýningin í heild vel samfelld og hrífandi. Leyndi sér ekki, að mikil vinna og góð hafði verið lögð í æfingar og allan undirbúning, bæði af leikurum og leikstjóra, svo að vart mun slíks dæmi áður hér í Keflavík. Eins og lesendur Faxa rekur minni til, var upphaflega ætlun leikfélagsins að hefja sýningar á „Syndir annarra" í nóvember, enda var þá búið að æfa mjög vel á okkar keflvíska mælikvarða, en hinn á- gæti og vandláti leikstjóri mun ekki hafa verið á sömu skoðun og lét halda æfing- um áfram, þar til framangreindum árangri var náð. Aðal persónur leiksins eru tvenn hjón: Þorgeir Sigurðsson ritstjóra leikur Sverr- ir Jóhannsson og æskuvin hans, Grím Asgeirsson, yfirdómslögmann, leikur Pét- ur Jóhannsson. Segja má, að hlutverk Péturs sé einna fyrirferðamest á sviðinu og er leikur hans bæði öruggur og sannfærandi. Flutti hann áhugamál sín af þvílíkum eldmóði og sannfæringarkrafti, að ætla hefði mátt að þar fjallaði um hlutverk lærður leikari. Sverrir fór einnig mjög vel með sitt vandasama hlutverk, en í því á hann innra með sér í stöðugri baráttu við skugga for- tíðar sinnar, jafnframt því sem hann þarf að verja þjóðlega skoðun sína fyrir áleitni vinar síns, lögmannsins, er vill fá hann með illu eða góðu til fylgis við sig um sölu Þingvalla til erlends auðkýfings. Konu lögmannsins, Onnu, leikur Erna Sigurbergsdóttir af næmleik og röggsemi, hvort heldur hún er reið og í æstu skapi eða glöð og hamingjusöm. Konu ritstjórans, Guðrúnu, leikur Þór- dís Þormóðsdóttir. Tókst henni að gera mynd þessarar ungu konu bæði sannfær- andi og minnisstæða í hinum margþættu geðhrifum, sem hún þarf að túlka. Er leikur Þórdísar að mínu viti listræn hnit- miðun. Frú Berg, ömmu Guðrúnar, leikur Jón- ína Kristjánsdóttir frábærlega vel og af góðum skilningi, og móðurlegri um- hyggju fyrir velferð ungu hjónanna, sem hún ann. Þórdísi og Pétur skrifstofumann hjá Grími lögmanni, leika þau Hanna María Karlsdóttir og Þorsteinn Eggertsson. Er leikur beggja með ágætum, bæði léttur og blæbrigðaríkur. Enda þótt hvorugt hlut- verkanna sé stórt, falla þau bæði vel inn í heildina. Þorsteinn hefir leikið áður, og er frjálsmannlegur á sviði. Sama má segja um Hönnu Maríu, enda vakti hún þegar í barnaskóla á sér athygli sem efni í góðan leikara. Maríu, roskna, ógifta konu, leikur Margrét Friðriksdóttir. Er þetta lítið hlut- verk en prýðis vel leikið. Mundi Margrét sjálfsagt valda öðru stærra verkefni. Vinnukonurnar Rósa og Gróa eru leikn- ar af Steinunni Pétursdóttur og Sigrúnu Ingadóttur. Þetta eru ekki stór hlutverk, enda munu þær báðar vera nýliðar. Var leikur beggja góður, einkum þó Steinunn- ar, enda má segja, að hlutverk hennar gæfi fleiri tækifæri. Onnur smáhlutverk má nefna: Stein- þór kosningasmala, leikinn af Jóni Rík- arðssyni og Ola sífulla, leikinn af Guð- mundi Sigurðssyni. Báðir gerðu þeir hlut- verkum sínum góð skil og féllu vel inn í heildarmyndina. Leiktjöld gerðu málararnir Helgi Krist- insson og Kristinn Guðmundsson og voru þau mjög vel gerð. Búningana gerði frú Jónina Kristjánsdóttir og voru þeir vel við hæfi þessa tíma, sem leikurinn gerist á. — Má um búningana og leiktjöldin Guðrún og Þorgeir ritstjóri (Þórdís Þormóðsdóttir og Sverrir Jóhannes- son). SYNDIR ANNARRA 24 — FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.