Faxi

Volume

Faxi - 01.02.1967, Page 9

Faxi - 01.02.1967, Page 9
EINSÖNGUR í KRISTSKIRKJU Sunnudaginn 5. febrúar söng ungur tenórsöngvari, Hreinn Líndal, í Krists- kirkju í Landakoti í Reykjavík. 'Hreinn er Keflvíkingur, sonur hjón- anna Fjólu Eiríksdóttur og Haraldar Agústssonar. Söngnám sitt hóf Hreinn hjá Maríu Markan, sem um þær mundir var búsett í Keflavík og raddþjálfaði Karla- kór Keflavíkur. Eftir það hélt Hreinn til Italíu til frekari söngnáms. Sótti hann um inngöngu í tónlistarháskólann Santa Sicilia í Rómaborg, sem er talinn einn fremsti tónlistarháskóli í heimi. Voru umsækj- endur 65, en aðeins 15 fengu skólavist, og var Hreinn nr. 2 í röðinni við inntöku- prófið, sem varð til þess að hann fékk ókeypis skólavist þau 4 ár, sem hann var þar við skólann. Meðal kennara hans voru Antoni Líni og Maria Pediconi, er á sínum tíma var í fremstu röð ítalskra söngkvenna. Eftir dvöl sína við þennan fræga skóla, fór Hreinn í einkakennslu til baryton- söngvarans Boriello, sem liefir starfað við Scalaóperuna í Róm s.l. 15 ár og einnig hefir hann stundað nám hjá Moriello hljómsveitarstjóra í Rómaborg. Alls mun Iircinn Líndal Ilaraldssun Hreinn hafa verið 6 ár við söngnám á Ítalíu og eru þetta fyrstu opinberu hljóm- leikar hans hér á landi. Á efnisskránni voru þrjú íslenzk lög: Víst ertu Jesú kóngur klár eftir Pál ísólfsson, Friðarins guð eftir Árna Thorsteinsson og Maríu- vers úr Gullna hliðinu eftir Pál ísólfsson. Þá söng hann 2 lög eftir Gluck, 1 eftir Gian Giacomo Carissimi. Eftir hléið söng --------------------------------------\ FAXI Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavik. Ritstjóri og afgreiðslumaður: Hallgrímur Tli. Björnsson. Blaðstjórn: Hallgrimur Tli. Björnsson, Margeir Jónsson, Guðni Magnússon. Gjaldkeri: Guðni Magnusson. Auglýsingastjóri: Gunnar Sveinsson. Verð blaðsins í lausasölu krónur 25.00. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Hreinn eingöngu lög eftir erlend tón- skáld, þ. á m. Verdi, Hendel, Luggi, Schubert, Franck og Bizert. Undirleik annaðist Hilmar Guðlaugsson. Fjölmenni var á tónleikum þessum og kirkjan full- skipuð. Því miður gat undirritaður ekki sótt hljómleikana og verður því ekkert um sönginn sagt að þessu sinni. Hreinn er um þessar mundir í heirn- sókn hjá foreldrum sínum, en hyggur á áframhaldandi dvöl á Ítalíu. Stefnir hugur hans að Scala- eða Rómaróperunni. Þang- að mun erfitt að komast, þar eð mikið framboð er þangað af þekktum, góðum söngvurum. H. Th. B. í kaffihléinu. Talið frá vinstri: Frú Berg (Jónína Kristjánsdóttir), María (Margrct Friðriksdóttir), Guðrún (Þórdís Þormóðsdóttir), Þórdís (Hanna María Karlsdótth- og frú Anna (Erna Sigurbergsdóttir). segja, að verkin lofi meistarana. Allt var þetta unnið af góðum skilningi á þeim ntiklu breytingum sem orðið hafa á hýbýl- um, högum og búnaði fólks síðan þessi leikur á að hafa gerzt, en án slíks skilnings 1 framkvæmd hefði sýningin óefað orðið svipminni og fjær marki. I lok frumsýningar voru leikendur og leikstjóri margsinnis kallaðir fram og óspart hylltir. Voru þeim jafnframt færð- ir fagrir blómsveigar í þakklætisskyni fyrir frábært leikstarf. Við þetta tækifæri ávarp- aði leikstjóri, Ævar R. Kvaran, samkomu- gesti og leikendur. Ræddi hann um tóm- studnir manna fyrr og nú, hversu allt þyrfti nú fremur en þá að metast til fjár, vegna hinnar öru uppbyggingar þjóðlífs og einstaklinga. En einmitt með tilliti til þessa, bæri alveg sérstaklega að þakka og meta þann óeigingjarna fórnarhug, sem lýsti sér í þessu leikstarfi, þar sem tóm- stundum væri fórnað á altari menningar, — þar sem lögð væri nótt með degi við þrotlausar æfingar mánuðum saman til að koma þessu leikriti fram á listrænan hátt, svo að samboðið væri hinu unga og efnilega leikfélagi. Taldi ræðumaður slíkt fórnarstarf vera til fyrirmyndar um menn- ingarlega viðleitni til að fegra og auðga bæjarfélag sitt, enda væri hér ekki til annars né meiri lausn ætlast í staðinn, en • 5 samborgararnir fórnuðu einni kvöldstund á móti við að njóta ávaxtanna af erfiði hinna, sem að leiksýningunni stæðu. Var gerður góður rómur að ræðu Ævars, enda var hún snjöll og sannfærandi. Nú er búið að sýna leikritið hér sjö sinnum við frábærar undirtektir og í stuttu viðtali, sem ég átti við formann leikfélagsins, frú Soffíu Karlsdóttir, nú á dögunum, tjáði hún mér, að á síðustu sýn- ingunni hefðu verið yfir 250 manns. Þá hefir ein sýning verið haldin í Kópavogi við ágætar undrtektir og væntanlega verð- ur búið að hafa tvær sýningar á Selfossi, um það leyti, sem Faxi kemur út. Þá hefir leikfélagið hug á að sýna í Reykjavík ef æskilegt húsnæði fæst. H. Th. B. FAXI — 25

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.