Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1972, Blaðsíða 5

Faxi - 01.01.1972, Blaðsíða 5
harnn oss í friði leiði, óskum þess nú allir með trú, amen sé það ég 'beiði. Þegar allir vóru búnir að lesa og signa sig, var róið stundarkorn. Svo komu yfir- skipsmennirnir 8, auk formanns, til að hvíla, fram á vóru 5: 1 í krúsinni, fremst við stafninn, oftast gamall maður ósjó- sjúkur, því sætið var órótt ef slæmt var, — 2 í barkanum, og 2 fram á — á söxunum — þeir vóru skiphaldsmenn og leiðsögu- menn á grynningum, ef á þurfti að 'halda, og vóru því valdir að karlmennsku og að- gætnir. Hjá okkur vóru það þeir Guð- mundur og Olafur Einarssynir, stjúpsynir formannsins. — Aftur á vóru yfirskips, auk formanns, 1 í miðskut-oftast ungling- ur — og 2 á bitanum, það vóru mestu virðingarsæti og þangað valdir jafnan góð- ir fiskimenn, og um leið vóru þeir eins konar ráðgjafar, ef formanni sýndist að ráðfæra sig við einhverja, sem raunar sjaldan kom fyrir hjá okkur. Þá vóru þar Guðjón Björnsson nú í Reykjavík, faðir Guðmundar kaupmanns, og Guðmundur frá Flókastöðum. Skipið var 20 álnir milli hnýfla og svo vítt að möstur með rá og seglum, stjökum og vara-árum lágu á þóftum eftir því endi- löngu aftur að austurrúmi á milli manna, en þó gátu 4 menn setið á hverri þóftu í senn og tveir þeirra róið hindrunarlaust. Framámenn áttu að hvíla í háandófinu, fyrirrúminu og miðskipa, en afturámenn í slógrúminu og austurrúminu. Sá sem hvildi, skaut sér niður hjá þeirn, sem hvíla skyldi, og tók við árinni um leið oghinn settist út að hástokknum og sat þar á meðan á hvíldinni stóð — um 15 mínút- ur. Þetta gerðist svo fljótt og liðlega að áralagið ruglaðist ekki, enda var það nauð- synlegt, einkum í mótvindi. — Nú kallaði einhver ræðaranna framan af skipinu: „Leggið þið lagið í austurrúminu! Langan og seinan í logninu! Svona, þetta er gott! Áfram svo! Allir það!“ Eg átti sæti miðskips á stjórnborða. Það var að mörgu leyti bezta rúmið á skipinu, þar var slingur minnst, veðursælast, og þegar hvasst var nokkuð og kalt á morgn- ana, var ekki tekið hart á því þó að maður renndi ekki fyrr en vart var orðið, naut ég þar frændsemi við formann, sem var móðurbróðir rninn. Annars var ætlazt til að góðir ræðarar nytu sín bezt um mið- ákipið, enda voru úrvalsmenn í slógrúm- inu: þeir Árni Pálsson síðar hreppstjóri á Hurðarbaki og Benedikt Guðmundsson frá Langholti. Þóftuslagsmaður minn var Bjarni Bjarnason frá Fitjamýri, nú bóndi á Geldingalæk, allra manna sterkastur og kappsmaður að sama skapi. Annar barkamaður hvíldi mig. Er hann hafði róið um stund segir hann: „Heyrðu lagsi, ég held að 'hann 'hvessi í dag, mig dreymdi svoleiðis í nótt“. „Jæja“, sagði ég, „hvað dreymdi þig?“ „Mig dreymdi svo mikið hana Gunnu Jóns hí! lií!“ sagði hann. „Það var nú ekki amalegt, hún sem er svto lagleg, sagði ég. — „Já, ég veit það“, sagði hann — „en það veit adltaf á rok, þegar mann dreymir svoleiðis í verinu“. — „Þetta held ég að sé nú ekki mikið að marka, Bjössi minn“, sagði ég, „en það er ekki ólíkt að hann hvessi í dag og geri austan-landsynningsstorm, hann er orðinn æði bólstraður á Feliin, og farið að slá til muna á ölduna“. „Jú, hann hvessir áreiðanlega í dag“, sagði Bjössi, skaut sér undan árinni og yfir þóftuna í næsta rúm, en ég settist við róðurinn. Eftir nokkra stund vórum við komnir suður á Vik, þar skipaði formaðurinn að leggja upp og renna. Von bráðar var fiskur á hverju járni. Formaður leit fram yfir skipið og virti fyrir sér fiskidráttinn, þegir um stund, en segir síðan: „Það er allt saman blessuð ýsa, og 'hafið þið uppi“. Þvií var hlýttog haldið suður Hraunin. Var þar ylgja mikil. Fóru þá nokkurir „að gifta sig“ og „kalla á Eyjólf", en svo er það kallað í spaugi, er menn gubbuðu af sjó- sótt, hið fyrra nafnið dregið af veizlunni.1 „Jæjia! Þarnia er þá bísillinn (gælunafn á ketti) kominn“, sagði einhver og benti aftur fyrir skipið, þar morraði hvailur í liálfu kafi fáar skipslengdir fyrir aftan okkur, og fór 'hvorki hraðara né hægara en skipið. Þetta var algengt og stóð öllum á sama um. Hvalur þessi var þá álitinn vera katthvelið, en meinlaus, langaði kannski í mesta lagi til — samkvæmt kattareðli sínu — að nudda sér upp við skipið. Síðar hef ég komizt að því, að þetta mundi hafa verið andanefja, sem, þótti gott að liggja í straumfarinu af skip- inu. Þegar kom suður á Miðin var rennt, og varð þegar dável vart af þorski, heldur smáum. 1 Ef einhver gifti sig þá veizlulaust — sem naumast kom fyrir — var það kölluð hunda- gifting, er fiskum var veitt, en hið síðara af hljóðinu við uppköstin. Égog fyrirrúmsmaðurinn á „stjór“ dróg- um samtímis, fékk ég vænan þorsk, en hann innbyrti ekki sinn fisk, heldur leitað- i'st við — í pukri þó — að hrista hann af sér fyrir utan borðið. Mér þótti þetta all- kynlegt, varð litið á manninn og sá, að honum var brugðið, gægðist ég þá út fyrir borðstokkinn og varð óðara áskynja hversu á stóð: maðurinn hafði dregið ein'hvern leiðasta ódrátt, sem hann vildi helzt að aoðrir sæju ekki, og í því tókst honum að hfista hann af önglinum, en þessi ó- drátur var — allra snotrasti rauðmagi —. „Þú ert ekki feigari en guð vill“, sagði ég. Ég vissi að það átti ein'hver að segja, þegar svona stóð á, til að draga úr eftirköstunum, — það var hjátrú, að sá sem drægi hrogn- kelsi, væri bráðfeigur, en ég veit ekki betur en þessi maður lifi enn. All't í einu kipptist ég við, þar var áreið- anlega komið á hjá mér, ég tók í færið og dró af öllum kröftum, en ekkert gekk. „Nú ertu búinn að setja í þann gamla“, sagði þóftulagsmaður minn. „Gamla hvern?“ át ég eftir. „Ég mei'na bara botn- inn, lagsi", sagði hann, og það var því miður satt, ég var 'hraunfastur. „Réttið þið mér færisfjandann", kallaði formaður, „ekki dugir að allt lendi í færaferð“. Allir höfðu upp, formaður tók við færinu. Var svo róið á móti fallinu þar til niðurstaða var bein á færinu. Reyndi þá formaður með lagi að losa færið, en er það tókst ekki, brá hann því um herðar sér, sparn viið hart, og við það slitnaði það úr botni. Hann lét rétta mér færið og sagði um leið, að hann ætlaðist til að vanir sjómenn kynnu að taka grunnmál og pössuðu færið sitt, — varaönglar væru í bita'húsinu, — svo bætti hann við: „Það er bezt að aka dálítið suður á við, fyrst við urðum að hafa uppi“. „Heppinn varstu að missa ekki allt und- an þér, ég meina allar umbúðirnar",1 sagði Sæmundur í Langholti. „Éghefði nú viljað v.inna til þess að geta slitið það sjálfur af, án þess að róa hefði þurft á færinu og þar með hafa fisk af dkkur, sagði ég. „Þú drægir nú færri lúður, drengurinn minn, ef þú værir ekki nokkuð nær botninum á stundum, en það má vara sig á því, þar sem hraunskarpt er“, sagði hann. Nú var róið suður um opna Sandvík, þar til komið var Þorbjörn (þ. e. Þorbjarnar- fell) um Hörslin (þ. e. gamlar eldborgir á Reykjanesi) og Karl um Kinn á Reykja- 1 Svo var sakka og öngull kallað einu nafni með leðurhönkum þeim, er sökku fylgdu. Það áttu hásetar að kosta en ekki færið. FAXI — 5

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.