Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.01.1972, Qupperneq 12

Faxi - 01.01.1972, Qupperneq 12
Skúli Magnússon: Drög aS sögu Keflavíkur — Framhald. — Árið 1908 er merkilegt ár í sögu Kefla- víkur, því um það leyti gerist margt þýð- ingarmikið í vexti og viðgangi kauptúns- ins. 1 fyrsta lagi verður Keflavík sérstakt ’hreppsfélag, fyrsti vélbáturinn kemur, sparisjóðurinn er stofnaður og hér er sett niður símstöð. Þvtí má með sanni segja, að þá hefjist hér sólarupprás sú, sem enn varir í Keflavík. Auðvitað urðu margar 'hindranir á vegi þeirra, er fyrstir brutu ísinn, og stundum fóru þeir vil'lir vegar, engu síður en við. Mistök eru mannleg. Eg mun hér á eftir ákyra nokkuð frá þessum helz’tu áföngum í sögu kauptúns- ins, ‘sem áttu drjúgan þátt í myndun kaup- staðar. Áður er minnzt á að verzlunarlóð Kefla- víkur hafi verið færð út, til suðurs, skömmu fyrir aldamótin síðustu. Sú útfærzla viar fyrst og fremst til að létta undir með verzl- uninnii og víkka svæði það sem reisa mátti á atvinnurekstur, sem auðvitað stuðlaði svo að meiri fóiksfjölgun. Því var það, að Edin'borgarverzlun er sett hér niður 1899. Hún var innan verzlunarlóðarinnar við Keflavtk, en að öðru leyti í sambandi við Njarðvíkurhrepp hinn forna. Sama gilti um Arnbjörn Olafsson, sem verzlaði í „Baíkaríinu“. Mun ég minnast lítillega á Arnbjörn seinna' við annað tækifæri. Þessi útfærsla á verzlunarlóð Keflavíkur er sú fyrsta, sem mér er kunnugt um. Vafa- laust hefur hún verið gerð sö'kum þrengsla og óhagræðis, er af því leiddi, að tvö 'hreppsfélög lágu að sömu víkinni, Kefla- vík. Stöndum við því í svipaðri aðstöðu og forfeður okkar á þessum tímum. Þó hafa málin í dag batnað okkur í hag, því Kefla- vík er nú orðin landeigandi. Slíkt hefur ekki áður átt sér stað. Það 'hafa aðrir átt landið en Keflvíkingar sjálfir, allt frá grárri forneskju. En auðvitað er það frumskilyrði fyrir hvert bæjarfélag, að eiga sjálft landið, sem það stendur á- Árið 1907 er kallaður saman fundur í Keflavík þar sem rætt var um stofnun nýs hrepps, og slit Keflavíkur frá hinum gamla Rosmhvalaneshreppi. Innan han's halfðl Keflavík verið í aldir. Rosmhvalaneshreppur náði upphaflega yfir lalla tána á Reykjanesskaga, sem heitir Rosmhvalanes. Markast það af línu frá Njarðvíkum og suður í Osabotna, þar sem Hafnirnair eru. Það var árið 1886, sem Miðneshreppur varð til og þá klofnaði Rosmhvalanes- hreppur. Varð þá eftir ræman frá Gerðum og inn í Keflavík. Og nú átti enn á ný að kljúfa þennan ’gamla hrepp, svo um mun- aði. Eftir skiptin var hann ekki til, aðeins Keflavíkurhreppur og Gerða'hreppur. Þar með var það stirða nafn, Rosmhvalanes- hreppur, úr sögunni. Á Þjóðskjala’safni hef ég fundið nokkur skjöl varðandi upphaf Keflavíkurhrepps, og mun ég hér skýra frá þeim, þar sem hér er um merkan áfanga að ræða í þróun- arsögtt Keflavíkur. Meðal skjala þeirra er ég fann er fundar- gerð frá áður nefndum fundi, skrifuð af Ágústi Jónssyni, þeim mæta manni, sem hafði svo bogadregna rithönd, að hún þekktist allsstaðar. Þar sem mér er ekki kunnugt um að fundargerð þessi hafi kom- ið fyrir a'lmenningssjónir áður, birti ég hana í 'heilu lagi: •,Samkvæmt undangengnu skriflegu fundarboði var fundur settur í Good- temþlarahúsinu í KéflaVfk (28. des. 1907) þar sem mættir voru flestir af búendum úr KeflaVík og Njarðvíkum og var aðal- umræðuefni fundarins: Skipting kaup- túnsins Keflavík frá Rosmhvalaneshreppi. Fundarstjóri var kosinn ‘læknir Þorgrímur Þórðarson og skrifari Ágúst Jónsson. Fundarstjóri lagði þá ofangreint málefni til umræðu og lýsti um leið gangi 'þess, frá því það fyrst komst í hreyfingu, og sýndi fram á afstöðu málsins fyrir framtíðina. Næst tók til máls Árni Geir Þóroddsson, útaif einstökum atriðum hjá fyrra ræðu- mann-i. Ennfremur tóku ti'l máls: Ágúst Jónsson og Arnbjörn Olafsson, og lýstu þeir því yfir, að þrátt fyrir það, þótt Njarð- v-íkingar ekki sæktu eftir hreppssamein- ingu við Keflavík, sæju þeir, að fram- kvæmdarafl alt, yrði greiðara í plássinu, og landslagið að hinu leytinu væri vel til þess fallið að Keflavík og Njarðvíkur samein- uðust. Eftir fletri ýtarlegar umræður um málið, var borin upp og samþykkt með 72 atkv. gegn 1 svolátandi tillaga að: Keflavíkur- kaiuptún, sem samkvæmt lögum frá síðasta alþingi væri ’frá Hó'lmsbergi að (Voga) Stapa, verði fram-vegis 'hreppsféla-g fyrir sig. Fundairstjóra og skrifara var síðan falið á hendur að ti-lkynna sýslumanmi þess-a fundars.amþykk-t og slkor-a á hann að gjör-a hið fyrsta, allar þær ráðstafanir, er þyrftu, til þess að skifting Rosmhvalaneshrepps gæ-ti framfarið í fardögum 1908. Fleiri mál komu dkki til umræðu, og va-r því fundi slitið. Þorgr. Þórðarson Ágúst Jónsson". Næst skeður það svo á málinu, að þeir Þorgrímur og Ágús-t senda sýsluman-ni fundargjörðina, og leggj-a u-m leið áherzlu á að málimu -verði flýtt svo sem unnt er. Sköm-mu síðar sendir sýslumaður s-tjórn- arráði Islands umsögn fundarins og sýslu- fundar G-ullbringusýslu varðandi hrepps- málið. I svar.i til sýslum-anns segir svo í bréfi stjórnarráðsims: Út-af þessu er hjer með. samkvæmt lögum nr. 61 frá 10. nóv. 1905 ákveðið, að verzlunarlóð Keflavíkurkaup- túns í Gullbringusýslu, skul-i aukin með þre-m-ur svæðum og að takmörk þeirra sjeu þessi: 1. Áfram’haldandi bein lína af suð- austurjaðri Vatnsnes-s, 25 metra upp fyrir sýsluveginn milli Keflavíkur og Njarðvík- ur og þaðan bornrjett lína -í gömlu verzl- unarlóðina. 2. I Ytra-Nj,arðviíkurhverfi: Úr Klapparnefi í Þórúkotsbæ og þa-ðan rjetthyrnd lína til suðurs í sjó fram. 3. 1 Innra-Njarðvíkurhverfi: Bein lína yfir Narfakotsbæ og íbúðarhús Jóns Jónssonar í Njarðvík, beggj-a megin í sjó fr-am“. Þá er einnig bréf til sýslumanns, „við- víkjandi breyting á -ta'kmörkum Rosm- hvalaneshrepps og Nja'rðvíkurhrepps“. M. ia. segir þar svo: „Hinn nýji Keflavíkur- hreppur skal tak-a við öllum eignum, og sveitarþyngslum 'hins núverandi Njarð- ví'kurhrepps 'þeim, sem eru eða síðar 'kunna -fram að k-om.a, en eignum, skuldum og sveitarþyngslum hins núverandi Rosm- hvalaneshrepps skal síkipt þannig milli hinna nýju hreppa, að í hlut Keflavíkur- hrepps komi 53/100, en í hlut Gerða-hrepps 47/100 -og eftir sama hl-ut'falli skal skipta svei-barþyngslum, er síðar kunna til að koma og eiga rót sin.a í fje'lagsskap þeim, sem hin-gað tii hefir átt sér stað milli hinna nýju -hreppa“. Ennfremur er sagt að en-gin breyting „verði gjörð á ’hinum forna Rosmhvaianes- 12 — F A XI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.