Faxi - 01.01.1972, Blaðsíða 14
Þrettándafagnaðurinn
Litlu munaði að veðurguðirnir kæmu í veg
fyrir þrettándafagnaðinn í Keflavík, með suð-
austan strekkingsvindi og nokkurri rigningu.
En Karlakór Ketflavíkur, Kivennakór Suður-
nesja og Lúðrasveit Keflavíkur, er ekki fisjað
saman, né heldur Björgunarsveitinni Stakk
og Hestamannafélaginu Mána, sem aðstoðuðu
Fœddur 11. september 1920.
Enn er svo komið, að hmn „slyngi sláttu-
maður“, hefir verið að starfi í okkar reit,
— með þeim afleiðingum, að einn félaga
okkar, Ingimundur Magnús Kristinsson,
er fallinn í valinn og hverfur nú úr ök'kar
röðum. —
Þegar við horfum á auða sætið 'hans, þá
vakna minningarnar. Við minnumst hins
góða, hjartahlýja og þjónustufúsa dreng-
skaparmanns. Hann lét aldrei mikið yfir
sér. En v'ið vissum, að hann var heill og
traustur. Það er gott að vita af silíkum
mönnum í návist sinni. I þeim er fólgin
hin öruggasta kjölfesta hvers félagsskapar,
sem þeir starfa í.
Magnús Kristinsson fæddist 11. sept.
1920 að Bæ í Reykhólasveit. Foreldrar hans
voru hjónin Kristinn Hákonarson og Stef-
anía Ingimundardóttir.
Til Keflavíkur kom Magnús árið 1938.
— Hann stofnsetti ásarnt tveimur bræðrum
sínum, Vélsmiðju Njarðvíkur, árið 1945,
og hafa þeir rekið hana síðan. Ymsum
trúnaðarstörfum hefir Magnús gegnt fyrir
byggðarlag sitt, — m. a. var hann í hrepps-
nefnd um árabil. Eftir að hann gerðist
félagi í Rótarýklúbbi Keflavíkur, hefir
hann skipað sæti sitt með sæmd.
Kona Magnúsar er Anna Emilsdóttir.
Þau eiga 6 syni.
Við minnumst horfins félaga með hlýju
og þaikklæti og biðjum honum blessunar
Guðs á þeim nýju leiðum, sem við trúum,
að 'honum hafi opnast nú.
Eiginkonu hans, sonum, foreldrum og
öðrum ástvinum sendum við okkar ein-
við þennan fagnað, sem haldinn er arrnað
hvert ár, aðallega til að skemmta yngri sam-
borgurum okkar, þótt hinir fullorðnu hafi
mikið yndi af að horfa ó skemmtiatriðin líka.
Að iþví er Magnús Guðmundsson, félagi í
Karlakórnum, tjáði blaðinu, liggur mikil vinna
í öllum undirbúningi, að slíkum fagnaði, sem
einstaklingar leggja fram, bæði í gerð búninga,
— Dáinn 1. september 1971.
lægustu samúðarkveðjur og biðjum þess,
að þeim megi veitast huggun og styrkur
af hæðum ofan í þeirra sáru sorg.
MinninKarorð þessi voru flutt af sr.
Birni Jónssyni á fyrsta fundi' Itótary-
klúbbs Keflavíkur eftir lát Magnúsar.
Kveðja til sonar míns,
Magnúsar
Innst í hugann enginn sér.
Önd fæðist að nýju.
Sonur minn, ég þákka þér,
þína ást og hlýju.
Andinn flýgur, veit ég, vítt, —
víst má því ei gleyma.
Alheimssmiður, barn mkt blítt
bið ég þig að geyma.
Kr. Hákonarson.
hlaða bálköst, gera kyndla og margt f leira. Allt
er þetta sjálfboðavinna, en ekki má gleyma
allri þeirri aðstoð sem bæjarfélagið veitir, án
hennar væri þrettándagleðin naumast fram-
kvæmanleg. Og má geta þess að mörg fyrir-
tæki á Suðumesjum styrkja starfsemina með
fjárframlögum og kunna þeir aðilar sem að
fagnaðinum standa miklar þakkir fyrir, og
öllum þeim fjölda Suðurnesjamanna, sem
tóku þátt í fagnaðinum, með nærveru sinni.
Til mála getur komið að halda þrettánda-
fagnað ár hvert í framtíðinni, en næsta skref
þeirra aðila sem að honum standa er að láta
gera nauðsynlega búninga, sem notaðir verða
cftar en einu sinni, svo ekki þurfi að eyða
mikilli virrnu fyrir hvern fagnað í búninga-
gerð, eins og þurft hefur fram að þessu.
Karlakór Keflavíkur
Mikið líf er nú í starfssemi Karlakórs Kefla-
víkur, margir nýir félagar hafa gengið í kór-
inn, sem æfir af miklum krafti undir stjóm
hins kunna tónlistarmanns Jóns Asgeirssonar,
en hann á sinn stóra þátt í hve léttur og
skemmtilegur andi ríkir meðal kórmanna.
Aætlað er að fyrsta söngskemmtunin verði
haldin í apríl næstkomandi og óhætt mun að
fullyrða að þar séu lög við allra hæfi, allt frá
sígildum karlakórslögum til hins nýjasta sem
nú tíðkast í sönglögum, svo hið margumtalaða
kynslóðabil, ætti ekki að geta dregið úr að-
sókninni.
Stiikan Vík 25 ára
Eins og lesendum Faxa er kunnugt, hafa nú
um tveggja ára skeið verið að birtast hér í
blaðinu þættir um starf góðtemplarareglunn-
ar á Suðurnesjum. Þættir þessir eru alls
orðnir 14 talsins og eru þeir ritaðir af Guðna
Magnússyni málarameistara.
Nú í októberblaðinu var þáttur um stúkuna
Vík í Keflavík, en hún varð 25 ára þann 3.
nóv. s. 1.
í tilefni af afmælinu hélt stúkan fund í
hinu nýja og vistlega safnaðarheimili Kefla-
víkurkirkju fimmtudaginn 18. nóvember. Auk
félagsmanna voru þar mætt hjónin Sigþrúður
PétuTEdóttir og Gissur Pálsson rafvirkjam.,
en hann var hvatamaður og driffjöður að
stofnun stúkunnar og hafa þau hjón ávaJlt
sýnt stúkvmni mikla tryggð og vinarhug og
viljað viðgang hennar sem mestan.
Auk þeirra var þar mættur Ámi Helgason
símstöðvarstjóri í Stykkishólmi og 3 félagar
úr Ungtemplarafélaginu Árvakur, þeir Heiðar
Ólafsson, Valdimar Þorgeirsson.
<><><><><><£<><><><><><><><><><><><><*í><><><><><><><><><><>
Það hefur orðið að ráði, að Hall-
grímur Th. Björnsson aðstoði rit-
stjóra Faxa nú fyrst um sinn, með
því að sjá um prófarkalestur og
umbrot blaðsins.
(£><><><><^<><><><*>0<><><^<><^^
MINNING:
Ingimundur Magnús Krisfinsson
14 — FAXI