Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1972, Side 10

Faxi - 01.01.1972, Side 10
Óeigingjarnt starf þakkað Eins og lesendum Faxa er kunnugt lét Hallgrímur Th. Björnsson af ritstjórn Faxa um síðustu áramót eftir nærri 30 ára starf. I því tilefni þykir blaðstjórn Faxa hlýða að láta fylgja hér nokkur kveðju- og þakkarorð. Það hefur undrað marga aðkomumenn, er hér hafa dvalið, hve Faxi er gamalt blað og hefur komið reglulega út. Sérstaklega hefur þetta þó vakið furðu þeirra, er fengizt hafa við blaðamennsku og út- gáfustarfsemi og vita, hve mikla vinnu þarf að leggja í slíkt, til að vel takist. Við rannsókn á þessu fyrirbæri, hefur fljótlega komið í ljós, það sem flestir heimamenn þó vissu, að þetta er fyrst og fremst að þakka einum manni, ritstjóranum Hallgrími Th. Björnssyni, sem aldrei hefur brugðizt sínu hlutverki. Hér hafa mörg blöð á þessu tímabili, hafið göngu sína, og síðan lognast fljótlega út af aftur. En Hallgrímur hefur séð um að Faxi hefur alltaf komið út, nærri því alltaf á sama tíma um 20. hvers mánaðar, stanzlaust í 30 ár. Fyrstu útgáfuár blaðsins skiptu félagar Faxa nokkuð með sér störfum um útgáfu þess. Hallgrímur sá um ritstjórnina, einn annaðist útbreiðsluna, annar auglýsingar, þriðji var gjaldkeri o. s. frv. Var þannig allt starf við blaðið unnið kauplaust. Nú hin síðari ár hefur Hallgrímur séð um alla þætti útgáfunnar, gegn vægu gjaldi, nema hvað Guðni Magnússon hefur verið gjaldkeri, starf sem blað- stjórn vill þakka Guðna af alhug. Heimilisfang Faxa hefur verið heim- ili Hallgríms. Við Faxafélagar viljum hér með þakka Hallgrími fyrir hans óeigin- gjarna starf í þágu blaðsins í öll þessi ár, starf sem unnið var af einstæð- um áhuga og hugsjónagleði yfir að geta orðið að liði í þýðingarmiklu menningarmáli. Orð segja oft lítið og eru fátækleg, en Hallgrímur er þeim ekki óvanur, því þau voru löngum eina greiðslan, sem hann fékk fyrir sín störf, stóran hluta af þessum langa starfstíma. Ekki er hægt að minnast svo starfs Hallgríms, að ekki sé minnzt hans ágætu eiginkonu, Lóu Þorkelsdóttur og henni einnig þakkað fyrir störf í þágu blaðsins. Ófá kvöld hefur hún setið við innpökkun á blaðinu með manni sínum og margar ferðir er hún búin að fara með Faxa hér um Suðurnes, fyrir utan allt annað ónæði og fyrirgreiðslu í þágu blaðsins. Markmið útgefenda blaðsins hefur verið frá upphafi, að blaðið mætti vera vettvangur til umræðna um allt það er verða má til heilla og hagsældar í framfara- og menningarmálum Suðurnesja. Að það mætti geyma til seinni tíma sem mest af sögu Suðurnesja, og bjarga frá gleymsku gömlum fróðleik um héraðið, menn og málefni. Þessu hlutverki hefur Faxi reynt að gegna undanfarin 30 ár. Því eru það ekki aðeins Faxafélagar, er mega þakka Hallgrími fyrir hans óeigingjarna og mikilsverða starf. Allir Suðurnesjamenn eiga þar hlut að. Suðurnesjamenn væru ólíkt fátækari um sögu sína og störf, ef Faxa og Hallgríms hefði ekki notið við. 10 — FAXI Hallgrímur Th. Björnsson fráfarandi ritstjóri Magnús Gíslason viðtakandi ritstjóri Að lokum viljum við Faxafélagar þakka Hallgrími margar góðar og ánægjulegar stundir, þakka sam- starfið um útgáfu blaðsins, með von um að hann megi lengi ennþá vera traustur liðsmaður í útgáfu Faxa, þó hann láti af ritstjórn. Nýr ritstjóri tekur nú við rit- stjórn blaðsins. Magnús Gíslason, Garði. Um leið og við bjóðum Magnús velkominn til starfa við blaðið, hugsum við Faxamenn gott til samstarfs við hann um útgáfu blaðsins. I ritstjórn Faxa: Gunnar Sveinsson Jón Tómasson Margeir Jónsson

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.