Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1972, Blaðsíða 13

Faxi - 01.01.1972, Blaðsíða 13
hreppi, og hinum forna NjarSvíkurhreppi, sem dómþinghám nje manntalsþinghám". Það er ek’ki fyrr en á næsta ári sem Kefla- vfkurhreppur verður „sjerstök dómþinghá, og skal þingstaðurinn vera í Keflavík" undirstrikar kóngurinn á Amaiíuborg í Höfn. (Sjá Stjórnartíðindi 1909, mál nr. 32). Strax um vorið var svo kosin hin fyrsta hreppsnefnd Keflavíkurhrepps. Hefur þar vafaiaust verið gert á þann hátt að hver kjósandi nefndi nafn þess sem hann kaus, upphátt, þannig, að allir heyrðu. Þannig tíðkaðist það lengi að kjósa í heyranda- hljóði og einnig til Alþingis. Er hætt við að mönnum líkaði ekki slíkur máti níi til dags, eins og kannski eðlilegt er, þar sem lýðræðishugsjónin hefur þroskazt. Fyrsti hretppsnefndarfundurinn var svo haldinn mánudaginn 13. júlí „í barnaskóla- húsinu í Keflavk, samkvæmt fundarboði frá elzta manni nefndarinnar“, segir í fundargerðinni. (Barnaskólinn var þá á Is- hússstíg 3). Kosnir voru oddviti og varaoddviti. Hlaut Þorsteinn Þorsteinsson oddvita- starfið en Þorgrímur læknir Þórðarson varð til vara. Aðrir í hreppsnefndinni voru þeir: Högni Ketilsson fiskimatsmaður úr Keflavík, Jónas I. Jónasson bóndi, Ytri- Njarðvík og Jón Jónsson smiður, Kefla- vík. Um þetta leyti var Þorsteinn Þorsteins- ron innanbúðar hjá Duusverzlun og hafði fflutt hingað frá Eyrarbak'ka um aldamótin, þar sem hann hafði starfað víið verzlun. Árið 1915 setur hann svo á stofn sína eigin verzlun, Þorsteinsbúð, sem Keflvík- ingar kannast vel við.1) Þorgrímur læknir, varaoddviti kom til Keflavíkur skömmu eftir 1904 og varð hér héraðslæknir á eftir Þórði Thoroddsen. Hafði Þörgrímur áður Verið læknir í Hornafirði. (Sjá nánar í marzblaði Faxa 1955 og greinar e. Hjalta Jónsson í Faxa 1966). Upphaf að vegagerð í Keflavík fyrsta veganefndin Á hinum fyrsta hreppsnefndarfundi var kosið í skólanefnd til 3 ára. Var hún fyrsta eiginlega nefndin sem tók til starfa á vegum 'hreppsins. Síðan fylgdu svo fleiri í kjölfarið eins og t. d. J) Þorsteinn Þorsteinsson fæddist 1864 og dó 1939. Vegcmefnd, sem kosin var á fyrsta haust- hreppskilaþingi Keflavíkurhrepps þann 19. okt. 1908. I nefndinni sátu: Arnbjörn Óla'fsson, Símon Eiríksson (sem áður er minnzt á) og Jón Jónsson trésmiður. Næsti fundur hreppsnefndar er svo hald- inn 28. september. Þar er m. a. rætt um vegagerð og segir í fundargerðinni: „Þá var ákveðið að láta framkvæma vegabætur í kauptúninu í Keflavík á komandi hausti, og skyldi byrja vegabætur 'þessar í Strand- götunni við verzlunarhús „Edinborgar" og halda vestur eftir. Áætlaði nefndin til þeiirra vegabóta allt að 300 krónum og var oddvita falið á hendur að ráða menn til þess starfs". Kaupið var ákveðið 20 aurar á klukkustundina. Þannig var farið iaf stað með fyrstu eiginlegu vegagerðina í Keflavíkurkaup- túni. Strandgatan heitir í dag Hafnargata og varð hún einnig sú fyrsta er lagt var á varanlegt slitlag árið 1956. Þó var hug- myndin um varanlegar götur í Keflavík ekki ný af nálinni. Langar mig til að ræða um það mál, svo og gatnagerð fram til 1930. Sérstaklega mun ég þó staldra við tímabilið fram að 1920. Þainn 15. apríl 1921 ritar Matthías Þórð- airson, þáverandi eigandi Keflavíkur, hreppsnefnd bréf, varðandi gagngerða við- gerð á Hafnargötu frá Ungó og vestur að Duus-pakkhúsi við Stokkakvörnim. Læt- ur hann þar í Ijós kvartanir þær er honum hafa borizt vegna þessa, bæði frá þorps- búum og utanaðkomandi. M. a. segir svo í bréfinu: „Og þar sem vegur þessi er í miðju þorpinu, þá er hann, bæði frá notkunarsjónarmiði sjeð og heil- brigðislegu sjónarmiði, alls endis ófær og þorpinu til hinnar mestu vanvirðu". Þá segir Matthías að sjálfur hafi hann látið gera við skemmdir í veginum, en slíkt hálfkák þýði ekki lengur „því hann þarf um'bóta við, sem gerast verða af kunnáttu og nægu fje“. Að lokum leggur Mattliías svo til, að með tilliti til framtíðarumferðar á þessum slóðum, verði að breikka veginn til muna. Hann segist „fús að leggja hreppnum til þær nauðsynlegu lóðarræmur, sem með þurfi, því þótt Miðpakk'húsið stæði um nokkurn tímia sjer þá mundi strax og nauð- synleg viðgerð færi fram, vera hægt að laga þá skekkju“. Og nú í dag, 50 árum eftir að þettva bréf er ritað, er loks hafizt handa um fram- kvæmd þessa verks og búið að rífa Mið- pakkhúsið. Otgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavik. ltitstjóri og afgreiSslumaður: Magnús Gislason. Ulaðstjórn: Gunnar Sveinsson, Jón Tómasson, Margeir Jónsson. Auglýsingastjóri: Gunnar Sveinsson. Verð blaðsins i lausasölu kr. 30,00. Alþýðuprcntsmiðjan h.f. V----------------------------------------- Undirtektir hreppsnefndar voru dræmar. Enn líða nokkur ár og alltaf er haldið áfram að moka ofaníburði í götuna. Þá er hreppsnefndinni ritað annað bréf, varðandi þennan hluta Hafnargötu. I þetta sinn er bréfritarinn Olgeir Friðgeirsson, sem þá hefur keypt Keflavíkurland af Matthíasi, eða öllu heldur íslands banka. Áður hafði hreppsnefndin ritað Olgeir bréf, varðandi Hafnargötuna. Hafði hreppsnefndin beðið hann um að taka þátt í kostnaði við endurgerð götunnar frá ís- hússtíg að Vesturgötu, þ. e. fyrir framan Keflavík hf. Ástæðan fyrir þessari beiðni um greiðslu var sú, að aðgerðarstæði vélbátanna væri við götuna (sjávarmegin, þar hefur allt verið uppfyllt) og sé hún af þeim sökum alltaf blaut og slæm yfirferðar. Svarbréf Olgeirs Friðgeirssonar er dag- sett 12. sept. 1924. Skýrir hann þar betur astæðurnar fyrir ’lélegu ástandi götunnar og segir, að sannleikurinn sé sá „að gatan er illa gerð, þarf að vera „púkkuð“ (helzt malbikuð) vel kýfð og hallast að fiskpöll- unum, svo regnvatn eigi standi í pollum uppi í henni eins og að undanförnu". Þar næst býður hann hreppsnefndinni allan þann sand og möl, þar sem hentugast sé að taka hanm í Keflavíkurlandi, „láta í tje sement, sem til aðgerðarinnar þarf með innkaupsverði í Reykjavík, að viðbættum flutningskostnaði“. Þá vill Olgeir einnig leggja fram öll þau verkfæri og áhöld, sem við verkið þarf að nota, allt án endurgjalds. Að síðustu býður hann sjálfur fram nokk- ur ókeypis dagsverk til að vinna í götunni. Þessu boði synnti hreppurinn ekki og afram var haldið að ausa mold í götuna. Til gamans skal þess getið hér, að fyrsta gata sem lögð var malbiki í Reykjavík var Austurstræti og var það gert 1912. Átti frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir mikinn þátt í að þetta hafðist í gegn í bæjarstjórn. F A XI — 13

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.