Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1972, Blaðsíða 11

Faxi - 01.01.1972, Blaðsíða 11
Þorsteinn Eggertsson: Um teiknikennslu í skólum Það fyrsta sem skildi .manninn frá dýr- unum, var 'hæfileiki hans til að skapa og beita ímyndunaraflinu. Það má segja að honum hafi verið það nauðsyn, vegna þess að hann var í flestum efnum varmarlaiusari en hin dýrin, sem annað hvort höfðu víg- tennur, klær, horn, vængi, fráa fætur o. s. fr. — og þar að auki var veslings mann- skepnan nakin. Hann neyddist því til að nota heilann. Hann varð að læra að standa á afturfótunum til að geta notað fram- fæturna (hendurnar) sem vierkfæri. Fyrst í stað hefur ha-nn eflaust veitt fórnarlömb sí-n með því að kasta í þau grjóti, en- smám samain he-fur hann lært að gera kylfur, axir og jafnvel spjót, til að fulikomna veiði- aðferðir sína-r. Eflaust hefur hann líka notað hlýja feldi fórnarlamba sinna til að klæðast í og margt bendir tii þess að hann hafi snemma 'lært að gera eid, en það var ekki fyrr en maðurinn fór að gera myndir, að raunveruleg menning hóf göngu sína. Það vei-t -auðvitað enginn meðvissu, hvað ol-li því, að menn fóru að gera myndir, en það er ótrúletga langt síðan þeir hófu þá iðju — mun lengra en margir haida. I Suður-Frakklandi og Spáni hafa fund- izt no'kkrir heilar með æviafornum mynd- um af dýrum — allt iað þrjátru þúsund ára gamiar. Fyrst í stað héldu sumi-r vísinda- menn því fram, að þessar myndir hlytu að vera falsaðar, en þegar í -ljós kom að nokkr- ar þe-irra voru bókstaflega grafnar fyrir aftan rúmlega tuttugu þúsund árai gamalt dropasteinalag ,fóru þeir að verða á báðum áttum, enda hefur það komið í ljós, með fullkomnum geislamælingum, að aldur þess-ara gömiu dýramynda er óvéfengjan- legur. Það er aithyglisvert, hversu eðlilegar myndir þessar eru •— og Irka það, að þær eru allar af dý-rum. Hvers vegna? Ja, sennilega hafa höfundar myndanna ekki gert þær að gamnii sínu eða til að skreyta híbýli sín. Það var harðæri í heim- inum og lífsbaráttan ströng ■— sennilega verst fyrir manninn. V,ið skuluim ímynda okkur, að við séurn komin um 30000 ár aftur í tíman-n. Við erum stödd í sambýli nokkurra stein- a'.darmanna suður í Fraikklandi. Það eru erfiðir tímar — 'börnin væla úr hungri og suitu-rinn hefur þegar orðið nokkrum að bana. Allir hugsa um það sama: mat, en öll veiðidýr eru horfin — það er kalt úti og söltnar konurnar stara í eldinn, meðan mönnum þeirra verður reikað um hellinn. Allt í ein-u finnst eiinum af hellisbúunum að hann sjái dýr — ljóslifandi — fyrir framan sig á einum hellisveggnum. Ha-nn æðir á dýrið og ætlar -að veiða það, en — þetta er þá bara missýning. Sprungur í veggnum, flöktandi birt-a- frá eldinum o-g taumlaus hugsun um dýr hefur orðið til þess, að maðurin-n sá þetta. Ear nú dettur honum nokkuð í hug. Hairn sá dýr þarna. Han-n fer að eldinum, nær í hálfbrunna spýtu og fer að draga útlínur þess eftir sprungunum í veggnum. Frumstæð hugs- un hans segir honum að ef tii vill geti han-n búið til dýr á vegginn. Hann heldur áfram með myndina og gerir hana eins vel úr garð-i og 'honum er unnt — en samt sem áður verðtir myndin ekki að alvöru dýr-i. Samt gefst hann ekki upp; hann lítur á myndina sem einskonar „fyrirboða fórnar- lam'bs“ — og hann fær í sig eldmóð og áhuga til að reika út í kuldann og veiða sér dýr. Og með þennan innblástur að vega- nesti 'heldur hann út í óvissuna, lengra en nokkru sinni fvrr — og hann hættir ekki fyrr, en hann hefur veitt dýrið, sem mynd- in í helli hans hafði gefið honum fyrirheit um. Sumum kann ef til vill að finn-ast þe-tta nokkuð langsótt, en óg held að þessi skýr- ing sé ekki verri en hver önnur. Það er t. d. athyglisvert, að á mörgum af þessum dýramyndum eru sár eftir spjótsodda — það voru meira að segja axir og spjót í sumu-m myndunum, þegar þær fundust. Ef til viII hafa þei-r lí'ka æft sig á myndun- um áð-ur en þeir fóru á veiðar. þjónað mjög ákveðnum tilgangi. T,ill dæmis á allt ritmál rætur sínar að rekj-a tii mynd- sköpunar. Fy-rst í stað hafa menin sennilega sent skilaboð með ýmsum myndatáknum sín á milli, en sm-ám saman hafa þessi tákn orðið að bókstöfum. Allir stafirnir í þessari grein hafa- t. d. verið myndir af algengum hlutum eða dýrum í upþhafi. Til að sannfærast um að það sé rétt hjá mér, þurfið þið ekki annað en að fletta upp í hvaða aifræðibók, sem er. Það er líka athyglisvert að fylgjast með því, hve mikinn þátt -myndlistin hefur átt í úíbreiðslu trúarbragðanna. A miðöldum voru myndir og málverk útbreiddasta leið- in til að kynna almenningi kristna trú. Prestar og lærifeður prédikuðu á latínu, en stórfengleiki mynda og málverka talaði til fóiksins og fyllti það lotningu gagnvart skaparanum. Eg gæti lengi haldið áfram að setja fram dæmi, en ég hef ekki hugsað mér að gera F-axa að neinni myndlistarsögubók ... Hugsum okkur bara, 'hvar við værum í dag, hefði myndlistin aidrei komið í hei'm- inn — eða hversu tómlegur heimur okkar væri, ef engin myndsköpun væri til. Nú á dögum getur maður varla litið svo í krin-g um s-ig, að ekki 'blas-i einhverskonar myndir við manni; ljósmyndir, kvikmynd- ir, myndir á eldspýtustokkum, mjólkur- 'hyrnum, a-llskonar umbúðum, mynstur á fötum, veggfóðri eða hverju sem er. Satt að segja lifum við í einum óslitnum myndaheimi, þar sem engar framfa-rir geta átt sér stað, nema með aðstoð mynda í einhverri ... mynd. Og hvers vegna skyldi börnum vera kennt að teikna í skólum? Satt að segja hefur allt, sem kennt er í íslenzkum barnaskólum, jafnan rétt á sér. Kristin fræði, handav-inna, landafræði, leik- fimi o. s. frv. stuðlar allt að siðfágun og tillitssemi, þjálfun huga og handar, lík- amsrækt, víðsýni o. s. fr-v. — en hvað kemur teikning því við? Ekki svo að skilja, að ég sé neitt að kvarta. Eg er, satt að segja, mjög ánægður með skilning fólks á mikil-vægi rnyndlistar- kennslu, því að auðvitað er það mikilvægt fyrir hvern einstakling, að hann þroski með sér dómgreind, a-thyglisgáfu og í- myndunarafl, ekki síður en hvað annað, sem skólar hins siðmenntaða myndaheims okkar hafa uppá að bjóða. Hársnyrting fer í vöxt Að vanda v-ar mikið að starfa hjá hárskerum fyrir jólin, að því er Ægir Kristjánsson, hár- skeri sagði o-kk-ur, þetta er ósköp eðlilegt, allir vilja láta snyrta hár sitt fy-rir jólahátíð- ina. Aðsp-urður um það hvort unglingamir væ-ru famir að láta snyrta hár sitt meira en tíðkast hefur undanfarin ár, sagði hann að það hefði held-ur farið í vöxt. Sítt hár þyrfti frekar hirðingar við en stutt. Unglingunum og reyndar þeim eldri líka, sem væru farnir að safna hári, að hægt væri að láta klippa hárið og lagia, án þess að stytta það. Að lokum s-agðist Ægir vonast til að ungir sem gam-lir gleymdu því -ekki h-ve fallegt hár hefur mikið að segja fyrir útlitið. F AXI — 11

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.