Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1972, Blaðsíða 6

Faxi - 01.01.1972, Blaðsíða 6
nesi, 'það, er í „PoUum“ aðalfiskimið Ha£n- armanna í þá daga. — Þar var nætingur af vænum þorski, en nú fór að slá gærum á sjóinn og kula, svo fjórir urðu að andæfa. Austan við Reykjanesið komu nú frönsku skonnorturnar, 'hver af annarri, svo tugum skipti, sigldu upp undir Hafn- arberg, renndu þar og létu svo reka vestur. Mér varð oft starsýnt á þessi undurfögru skip, sérstaklega fannhvítu seglin, sem fóru svo aðdáunarlega vel og voru svo lipurlega samandregin og þanin af dekki.1 Stakk þar mjög í stúf við íslenzku skúturnar, mér til mestu gremju. — Einnig voru nokkrar útlendar „]okortur“ herfilega Ijótar og svartar yfirlitum. Voru þær taldar að vera hollenzkar, allgóð sjóskip og liggja vel á fiskireki. Er við höfðum setið stundarkorn, kom slógrúmsmaðurinn á mitt borð í stór- drátt, sem við vissum að vera mundi lúða af því að hún „beiddi“, svo hann varð að gefa henni hvað eftir annað, loks mæddist hún og kom undir borð. Ég var venjulega látinn „bera í“, ef drættir 'komu nálægt mér, því ég þótti fremur handviss. I þetta sinn tók ég ífæruna — járnkrók mikinn — og ætlaði svo sem ég var vanur, að krækja undir kjálkaborðið, bæði var þar bezta haldið og engin skemmd á fiskinum, en í þetta1 sinn snerist ífærufjandinn í höndun- um á mér, svo að hún lenti með háum smelli, flöt á skjalihvítum lúðukjamman- um, sem í sömu svifum reif sig af önglin- um og hvarf á minna en augnabliki. Þetta 1 Aldrei vissi ég það, að nokkurt róðrarskip í Höfnum hefði samgöngu við frönsku skút- urnar að fyrra bragði, en hitt kom fyrir — og þó sjaldan — ef róðrarskipið var á heimleið. Var þá erindið jafnan að biðja um að koma bréfum til Reykjavíkur á póstinn. Okkur þótti það ærin tilbreyting ef farið var í skútu sem kallað var. Raunar var engum nema formanni, boðið upp í skipið, fékk hann þar ýmsar góðgerðir. Skipshöfnin beið á með- an við skipssíðuna. Einhver skútumanna gerði með bendingu skiljanlegt, að hann vildi fá ílát undir brauð. Var honum þá fenginn einhver þrifalegasti skinnstakkurinn, annað var ekki til. Var hann síðan fylltur af brauði og látinn síga niður til okkar. Svo fékk hver maður svo sem Va pela af frönsku brennivíni í blikkmáli. Nú voru sum- ir sem alls ekiki vildu þetta og aðrir sem að eins dreyptu í það, en þá helltu þeir frönsku æfinlega niður áður en þeir buðu þeim næsta. Þetta gátum við ekki horft á, að svona væri farið með jafndýrmætan metall og komumst fljótt á að draga hvem annan að landi, svo ekkert spilltist. Þegar lagt var frá skútunni, voru árarnar ekki þyngri en lauparnir í hönd- unum á okkur. sá formaðurinn og kallaði til mín ekki meira en svo blíðlega: „Hélztu þú ættir að fara að klappa ein- hverri Fljótshlíðarheimasætunni?“ Ég þorði auðvifcað ekkert við þessu að segja og var víst ekkert sérlega háleitur, en ég heyrði fullvel, hvernig hláturinn sauð niðri í skipverjum mínum að þessari fyndni, og einnig þeim, er missti happa- dráttinn1 fyrir klaufaskap rriinn. Nú hvessti óður, okkur miðskipsmönn- um var skipað að faanka uppi og leggja út. Svio var kippt einu sinni eða tvisvar, en vindurinn óx svo fljótt, að við héldumst ekki við. Þá skipaði formaðurinn að kippa í landvarið upp undir Kistu. Oþreyttir menn settust undir allar árar og reru þang- að. Þar var nægur fiskur, en alltaf hvessti meira og meira. Við andæfðum eins og við gátum, en það nægði ékki. „Vantar áfram“, kalláði formaðurino. „Það skýtrekur hjá ykkur!“ bættu bitamennirnir við. „Þið verðið að sletta út í slógrúminu", kallaði formaður. — Eftir það andæfðu átta og höfðu nóg að gera. Þannig var setið stund- arkorn. Nálægt nóni demdi yfir heljarmik- illi kornéljafaríð, varð éiið sVo myrkt, að ekki sá nema örlítinn faring fyrir utan borðstokkinn. Var þá öldungis éins og skipið flyti í gríðarstórum, biksvörtum grjónagrautarpotti. „Þetta er manndrápsél“, liugsaði ég og leið illa. Elinu létti von 'bráðar upp, en rokinu slotaði ekki. Fór þá að reka á átta árarnar og komið nóg á í því veðri — allt að hálf- fermi. Formaður stóð upp, skipaði að hanka uppi. Því var óðara hlýtt. Svo rak hver skipunina aðar: „Látið þið slá á bak! Upp með frammastrið! I fullu tré! Fastara í dragreipið! Betur í falinn!“ — Það var lokortu-sigling. — „Passið þið skautið! Ut með fokkuna! Afturmastrið! Asið út!“ — Það var spritsegl á iþví. — Skipið lagðist á keipa, tók skrið mikið, og sýndist nóg siglt. ,Upp með Iklýfirinn!" Frammennirn- ir hikuðu örlítið, litu faver á annan, en skutu svo út útleggjaranum og drógu upp klýferinn. Skipið þrýstist niður, gúlpaði vænan sopa á hléborðssaxið, en ljósgræn sjóröndin freyddi á keipanefjunum aftur yfir bitafaöfuð. En furðulítill sjór fór inn, því ferðin var svo hröð. Allt skipið titraði og vazt til undan átökunum. Þá kvað við gríðar-brestur fram á. Ollum varð litið þangáð. Utleggjarinn faafði brotnað. Fram- 1 Happadráttur af lúðu var haus með hrygg, sporði og rafabeltium. ámenn drógu inn klýfirinn. Skipið lyfti sér upp, favæsti frá brjóstunum hvítfyssandi sjónum og rann á kostum eftir særoknum haffletinum. Mér varð litið aftur á, og þá sá ég, að formiaðurinn laut að bitamönnunum, og ég heyrði að hann sagði: „Altaf kann ég nú bezt við mig á sjón- um, þegar hann golar dálítið“. — Og hann golaði áreiðanlega þá. Litlu síðar gall við framan af skipinu margraddað gegnum særoikið: Ránar voða æðis art æstu hroða sköliin, runnu gnoðir geysi hart gegnum boðaföllin. Svo rak hver siglingavísan aðra, ýmist gömul rímnaerindi eða þátíðar kviðlingar. Við vorum um faálfa stund frá Kistu inn að Merkinessundi. Sjórinn hafði gjörsamlega dáið af. Það viar ekki lengi verið að taka saman og berja inn sundið og í vörina. Við fengum 27 í falut af þorski. Það var hálffermi. S'kipið bar 65 í hlut { 22 staði, eða vel það. Þegar við vorum að gera að, kom maður á völlinn, sem farið faafði í Keflavík, og sagði þær fréttir, að þá um daginn hefðu farizt tvö skip úr Keflavík og eitt af strönd- inni. Formaður á einu 'þessara skipa var Ólaf- ur Þorleifsson snikkari og gestgjafi í Kefla- vík. Mig hafði allan daginn órað fyrir ein- hvierju í meira lagi ógeðfelldu, og liðið illa, en svona hörðu átti ég sarnt ekki von r a. Við Ólafur vorum bræðrasynir — og vinir. Oddur Oddsson. Viðauki Grein þessi er úr Eimreiðinni 1927. Vegna þess efnis, sem hún fjallar um, var ráðizt í að birta hana faér, og vonandi hafa menn haft gagn af lestfi faennar, jafnvel þó hún hafi áður komið á prent. Þetta er ein viðleitni til að koma sem flestu efni frá Suðurnesjum til varðveizlu hér í blað- inu. Það er nú svo, að óðum fer þeim fækkandi sem muna áraskipin og þau vlnnu- og handbrögð sem þar koma nærri. Það er ein ástæðan til b'irtingar greinar- innar. Með tilkomu vélbátanna drógust mörg byggðarlög saman. Hafnirnar og 6 — FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.