Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.05.1973, Qupperneq 7

Faxi - 01.05.1973, Qupperneq 7
í ÞRÓTTIR VINNUR Í.B.K. l.-deild í ár? Liðið sýnir miklo framför undir leiðsögn Joe Hooley hins enska. Hefur unnið unnið tvö mót Sigurgleði. — Guðni hampar bikarnum að unnu móti Meistaraflokkur ÍBK hefur tekið ótrú- legum stakkaskiptum undir stjórn enska þjálfarans, Joe Hooley. Liðið er með öllu óþekkjanlegt frá því á fyrra ári, þót.t litliar mannaskiptingar hafi átt sér stað. Frammitsaða liðsins hefur verið með fá- dæmum góð það sem af er leiktímabils- ins, s:graði bæði í Meistarakeppni KSÍ og Litlu bikarkeppnlnni, með yfirburð- um. Sem dæmi má nefna, að þeir sigruðu FH með fimm mörkum, sem öll voru skoruð af einum og sama leikmanninum, Steinari Jóhannssyni, sem er með ein- dæmum í okkar knattspyrnusögu. 1 fyrra- haust töpuðu Keflvíkingar fyrir sama liði með tveggja marka mun. Allmiargir töldu það óðs manns æði að ráða hingað erlendan þjálfar.a og hreina móðgun við þá stétt hér á landi, en ÍBK- liðið hefur þegar sannáð, svo ckki verður um villzt, að tími var kominn til að hleypa nýju blóði í þennan þátt. knatt- spyrnunnar. Eins og fram hefur komið í dagblöðunum, og raunar öðruin fjöl- miðlum einnig, þá spá flestir þeir sem spurðir voru, að ÍBK yrði sigurvegari í 1. deildinni 1973. Slík viðurkenning á getu liðsins yljar fylgjendum þess vafa- lítið um hjartaræturnar, en leikmenn \erða að gæta þess að láta niðurstöð- urnar ekki villa um fyrir sér og ganga of sigurvissir til leiks. Slíkt hefur orðið mörgum góðum liðum að fótakefli. Þegar þet.ta er ritáð hafa Keflvíkingar spilað einn leik í 1. deildinni — við íA. Sigruðu þeir með yfirburðum, 4—1 og sýndu mjög ákveðinn og heilsteyptan leik. Mörkin gerðu þeir Steinar Jóhanns- son, tvö, Einar Gunnarsson og Grétar Magnússon sitt hvort. Þorbjörn Kjœrbo sigraði í Dunlop Suðurnesjamenn létu ekki sitt eftir ^ggj.a í fyrstu opnu golfkeppninni á sumr- 'lu •— Dunlop-keppninni, sem haldin var ‘l golfvellinum í Leirunni um fyrri helgi. ^amla kempan, Þorbjörn Kjærbo, sem ^targir héldu að hefði dregið sannan segl- 111 í golfinu, sigraði í keppninni, án for- Sjafar, méð 159 hö ggum, en í öðru og Þriðj.a sæti voru þeir Einar Guðnason og Hallur Þórmundsson. í keppni með forgjöf sigraði Heirnir ^karphéðinsson á 143 höggum nettó, en 1 öðru sæti varð Sigurður Hafsteinsson °g í þriðja sæti Hallur Þórmundsson. Þorbjörn sést hér taka við sigurlaununum úr hendi umboðsmanns Dunlop, Arna Árnasonar Kver á aS gera við vegarspottann í Græncsbrekkunni? Vegarspottinn frá Grænási og niður að Reykjanesbraut hefur angrað margan öku- manninn, að undanförnu. Eftir umhleypinga- saman vetur hafa komið I götuna margar djúpar holur með hvössum brúnum, til viðbót- ar þeim sem fyrir voru, svo að vegurinn er orðinn illakandi þeim hundruðum bifreiða sem um hann eiga leið á degi hverjum. Að því að bezt er vitað virðist það vera á reiki, hvort Njarðvíkurhreppur eða yfirvöld Keflavíkurflugvallar eigi að sjá um viðhald þessa spotta, svo að verkinu er ekki sinnt. Okumönnum finnst tími til kominn, að þsss- ir aðilar reyni að fá úr því skorið, einhvers stað ar hlýtur það að vera hægt, hvorum þeirra til- heyri þessi vegarhluti, og láti siðan lagfæra hann, enda er þarna um að ræða akbraut inn í alþjóða flughöfn, þar sem fjöldi útlendinga fer um, sem ekki sér nema Suðurnesin. Litil landkynning að því, eða hitt þó heldur. F A X I — 83

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.