Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1981, Blaðsíða 5

Faxi - 01.01.1981, Blaðsíða 5
„Blálogn eöa barningur" Dagsstund með Magnúsi á Hrauni Ölafur Rúnar Þorvarósson, kennari í Grindavík, hefur unniö mjög viröingarvert og merkilegt starf viö öflun ýmissa muna sem voru i daglegri notkun hór um slóöir fyrr á timum, en eru nú horfnir, hafa veriö lagöir til hliöar, vikiö fyrir byltingu i atvinnuháttum og breyttum lifsháttum. Þáhefurhann náö áspólursamtölum viömarga gamla menn, sem kunnu frá ýmsu aö segja, bæöi af sjálfum sér og öörum. Sum þessara viðtala hefurhann skráö og hefurhann góöfús- lega leyft Faxa aö birta viötal sitt viö Magnús Hafliöason á Hrauni, þjóökunnan öldung. Vonandi fær Faxi aö birta siöar fleiri af viötölum Ólafs Rúnars. Þaft blæs kuldanjóður inn yfir ströndina at hafi. Þórkötlustaða hverfið i Grindavík er í vetrarbún- uigi, kólgugráir útsynningsklakkar a lofti og jiirð alhvít. Þegar litast er Lim af hæðinni austast í hverfinu, hlasir við fjallgarðurinn í austri, Húsafell og Hálsarnir og Festar- ijall fyrir botni Hraunsvíkur. Niðri við sjóinn, þar sem úthafsaldan svarr- ar á brimsorfnum hleinum, stendur hærinn Hraun, en þangað er ein- mitt ferðinni heitið, til þess að heilsa tipp á Magnús Hafliðason, eða Magnús Hafliðason Magnús á Hrauni, eins og hann er uftast nefndur í daglegu tali. „Þú ert fæddur *hér á Hrauni, Magnús?" -dá, ég er fæddur 1X91 og 'hér hef eg vcrið alla mína tíð.“ „Það er margt, sem á daga þína hcfttr drifið, og þú kannt frá ýmsu að segja, veit ég. Hvernig var nú umhorfs hér í þinni bernsku?" „Það var ósköp svipað því sem nú er, nema hvað sjórinn hefur gcngið dálítið á túnið. Það var á timahili rétt eftir aldamótin, sem það komu þessi stóru flóð á hverju ári.“ „Fn það hefur verið öðruvísi húsa skipan hér, þegar þú manst fyrst ellir þér?“ „Já, t:g man nú fyrst eftir tveim haðstofum, en húsið sem var hér á undan þessu, var byggt ÞX9X og það þótti nú stórhýsi þá. Þar áður var liér torfbær.“’ „Hefur alltaf verið tvíhýli á Hrauni ?“ „Já, það hefur alltaf verið tvíhýli á jörðinni, en svo voru hér líka tómthús." „Var ekki sjórinn stundaður al kappi ?“ „Jú, allan ársins hring. Það var alltaf lent hér i vörinni utan vertíð- ;ir og yfirleitt frá sumarmálum. En svo var verið frammi í „Nesi“.“ „Og var það ekki erfitt ?“ „Það þætti eflaust núna. En þá heyrði ég nú aldrei neinn tala um að það væri erfitt." „Hvernig var að lenda i vörinni hér fyrir neðan?“ „Það var oft mjög erfið lendtng." „Kanntu að segja frá einhverju i þvi sambandi?“ „Ja, eiginlega var ég aldrei með í því að vera á skipum, sem hlekkt- ist á hér. En það var eitt sinn, ao þeir tóru að vitja um skötulóð, fað- ir minn og nokkrir menn af bæjun um hér í kring með honum. Eg var þá staddur austur í Krýsuvík. Lá þar á greni. Það var vatnsdauð- ur sjór, og þá var oft lent í Bót- inni, sem kölluð var, því þar þótti betri setningur en í vörinni. Þá var alltaf sett á bökum. Nú, þeir fóru að r;eða um það sín í milli á hvor- um staðnum þeir ættu að lenda, og vildu fleiri fara i Bótina upp á setninginn. En þarna eru tveir kleti ar, sem róa varð á milli, og þeir voru víst komnir langleiðina, þegar það kom smá fylling, sem þeir sögðu að hefði nú eiginlega ekkert verið, en hún var samt nóg til þess, að báturinn fór upp á annan klettinn. Hann fyllti og sökk þarna á auga- bragði. Þeir sátu allir á þóftunum, og sjónnn náðt þeim upp undir hendur, þegar báturinn tók botn. Þeim varð nú samt ekkert meint af, en sumir töldu að þeir hefðu verið búnir að set;a nokkru fyrr, hefðu þeir lent í vörinni. Já, lendingin var slæm.“ „Þú hefur byrjað ungur til sjós, Magnús?“ „Já, ég 'byrjaði að stunda sjó inn- an við ferm.ngu." „Manstu fyrstu sjóferðina þína?" „Ég man 'Jtana vel. Hún var nú ekki löng. Faðir minn fór með okk- ur þrjá bræðurna hérna út i „þar- ann." Ég var þá á sjötta árinu og dró sex fiska. Nú, upp frá því fékk maður að fara með einn og einn róður á sumrin.“ „Varstu nokkuð sjóveikur?" „Já, mikið. Ég svaf oft góðan dúr og það værai: svefn á sjónum, ofan á fiskinum, verjulítill og jafnvel verjulaus, með eitt skinn bundið framan á mig, og það hefur nú sennilega viljað hallast. Og það segi ég alveg satt, að fyrst þegar ég kom upp úr bátnum, þegar komið var í land á kvöldin, þá gat ég varla staðið. Ég var allur dofinn eftir að vera búinn að liggja ofan í austr inum allan drginn. En alltaf ef vart varð fiskjar, þá fór ég að reyna að renna, og ég dró oftast nær, þegar ég renndi. Og þess vegna var nú rekið á eftir mér. En sjóveikin var lengi við’oðandi." „Var ekki mikið af „frönsurum" hér á þeim árum?“ „Ja, þeir voru nú um það bil að hverfa af miðunum, fyrst þegar ég byrjaði að roa. Ég man, að fyrstu vertíðina sem ég réri, þá voru nokkr ar franskar skútur hér á þessu svæði.“ „Fóruð þio um borð í þær?“ „Ekki eftii að ég fór að róa, en þeir höfðu oft viðskipti við „frans- arana“ hér áður, sjómennirnir." „Þú varst lengi formaður á ára- skipum, Magnús.“ „Já, svo átti víst að heita, nokkr- ar vertíðir." „Lentuð þið ekki oft í hrakning um á þessum skipum?“ „Ég get nú varla sagt það. Við lentum þó í hrakningsveðrinu 2-1. mars 1916. Þá rerum við á fimmta timanum um morguninn og vorum ellefu á. Skipið var tíróinn áttær- ingur. Veðurútlit var gott þagar ró- ið var. Það var logn og blíða og búið að vera svo lengi. Við lögðum línuna nokkuð djúpt hér fram af og byrjuðum fljótlega að draga. Þegar við áttum eítir eitt bjóð, skall yfir. eins og hendi væri veifað, voðaveð- ur að norðri með brunagaddi. Það hafði verið 'hvítur sjór af logni, en breyttist í skafning um leið og veðr- tð skall á. Nú, línan slitnaði fljót- lega og við fórum að 'berja vestur Ólafur Rúnar Þorvarðsson með landinu og inn, og það gekk nú ágætlega 'hjá okkur. Við náðum landi vestur í Staðarhverfi síðar um daginn. Það var í þessu sama veðri, sem fjórar skipshafnir héðan björg- uðust um borð í kútter Esdher.“ „Já, 'hann hefur orðið mörgum þungur róðurinn þennan dag.“ „En hvað þótti gott að fá í hlut yfir vertiðina?" „Það þótti gott að fá svona sex til sjö hundruð til Ihlutar. Þá urðu menn að bera fiskinn á bakinu upp úr bát, en það var nú dkki verið að setja svoleiðis lagað fyrir sig og þótti bara gaman þegar vel fiskaðist," „Það ha'fa orðið miklar breytingar á farkostum í þinni tíð?“ „Já, þær hafa orðið miklar. Fyrst voru það áraskipin, síðan komu trillurnar og þá var farið að nota spil við að setja, og svo núna þessi stéæu skip. Ég 'hef nú annars lítið a£ þeim að segja. Þó fór ég eitt sinn túr á togara, Sereso hét hann og var gerður út frá Hafnarfirði af Hellyersbræðrum." „Og hvernig líkaði þér þar ?“ „Alveg prýðilega, en ég segi fyrir mig, að ég saknaði alltaf áraskip- anna, þó erfitt væri að vera á þeim. Það var afar skemmtilegx að vera á araskipi með góðum mannskap." „Það hafa oft strandað skip hér á ’Hraunsfjörum, Magnús?“ „Já, eiginlega man ég nú eftir þrem reglulegum ströndum. 9. maí, 1926, strandaði hér skúta, kútter Hákon. Þá var norðan kaldi snemma um morguninn og auð jörð, en á níunda tímanum skall hann á með blindöskubyl svo það sá ekki handaskil. Um hádegi var snjórinn orðinn svo mikill, að það var varla hægt að komast um jörðina. Það er tangi hérna fremst við túnið sem heitir Skarfutangi. Þar slrandaði skútan, en við sáum ekki seglin á henni fyrr en klukkan sjö unt kvöld- ið, bylurinn var svo svartur. Um há- degisbilið kom hingað maður, sem hafði verið að huga að kindum. FAXI - 5

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.