Faxi - 01.01.1981, Blaðsíða 13
Kaldalóns-
tónleikar 1981
A Kaldalónskvöldi varaösjálfsögöu nokkur þátttakaGrindvíkinga. Barna- og
unglingakór söng þar Kaldalónslög undir stjórn Eyjólfs Ólafssonar, skóla-
stjóra Tónlistarskóla Grindavíkur. Ljósm. Guófinnur
í tilefni af því að liðin voru 100
ár frá fæðingu Sigvalda Kalda-
lóns voru haldnir minningartón-
leikar í Festi, að tilstuðlan Bóka-
safns Grindavíkur. Allgóð að-
sókn var að tónleikum þessum
og er ekki ofreiknað að um fjög-
urhundruð manns hafi sótt þá.
Tónleikar þessirtókust vel, dag-
skráin var afar fjölbreytt og lista-
fólkinu vel tekiö.
Dagskrána setti hr. Einar Kr.
Einarsson og rakti hann helstu
æviatriði Sigvalda Kaldalóns af
frábærri snilld. Ekki verðurfarið
nánar út í æviferil Sigvalda hér,
en bent skal á síðasta jólablað
Faxa í því sambandi. (Þar er að
finna grein um Sigvalda Kalda-
lóns). Mörg gullkorn runnu af
vörum Einars, sem lengi var
skólastjóri í Grindavík og mikill
vinur þeirra hjóna og aðdáandi.
Leyfi ég mér aö vitna í nokkur
þeirra. Fyrst rakti Einar aðdrag-
andann aö komu Sigvalda til
Grindavíkur, sem er flestum
kunnur:
.... Akfært var nú orðið milli
allra byggðarlaga í Keflavíkur-
héraði og mun Sigvaldi Kalda-
lóns, sem þá var oröinn heilsu-
veill, hafa hugsað gott til skipt-
anna, þótt ekki væri átakalaust
að yfirgefa góða vini þar vestra,
en þeim var hann bundinn vin-
áttu- og tryggðarböndum eftir
góð kynni og langa þjónustu. En
nú var ekki húsnæði á lausu í
Keflavik fyrir héraðslækninn.
Hvað var til ráða? Nú brugðu
Grindvíkingar hart við. Þeir voru
því vanir í kröppum sjó að grípa
lagið snöggt, „leggja allt undir".
Og undir stjórn sveitarhöfðingj-
ans, Einars G. Einarssonar í
Garðhúsum, buðust þeir til að
hýsa héraðslækninn. Sigvaldi
Kaldalóns naut mikils trausts
Grindvíkinga sem læknir. Sjúkl-
Einsöngvarar: Ingibjörg Þóröardótt-
ir, 11 ára, og Linda Waage, 15 ára,
sungu báöar Kaldalónslög.
Ljósm. Guöfinnur
inga sína annaöist hann af
mikilli umhyggju. Og vegna
kynna og reynslu af lækni
sínum, Sigvalda Kaldalóns,
undu Grindvíkingar því illa að fá
ekki lækni til sín, þegar hann
varð að láta af störfum vegna
vanheilsu.
( Grindavík samdi Sigvaldi
mörg sönglög. Mig grunar að
innst inni hafi S.K. stundum
kveinkað sér örlítiö undan tóm-
lætislegum umsögnum sumra
gagnrýnenda um sönglög hans,
en þjóöin unni og söng lögin
hans. Hann fann að í þjóðarsál-
inni mundu þau lifa löngu eftir
að skvaldur samtímans væri
þagnað.
Almenn félagsmál lét Sigvaldi
Kaldalóns til sín taka, vildi vekja
menningarblæ í mannlegu sam-
félagi ....
.... Eitt sinn efndu þeir
bræður, Sigvaldi og Eggert, til
tónleika i Kvenfélagshúsinu, og
er Eggert taldi mál að kveðja
sönggyðjuna, efndu þeir til
kveðjutónleika þar. Báðir voru
þeir bræður viðkvæmir í lund,
áttu báðir í sálu sinni dýrlega
strengi er hljómuðu yndislega á
góðri stundu. Ég hygg að
enginn sem þarna var gleymi
nokkurn tíma þessu kveðju-
kvöldi ....
.... Sumariö 1945 veiktist S.K.
skyndilega, fékk heilablæöingu,
lamaðist mikið og átti örðugt
með mál. Viö ágæta hjúkrun
konu sinnar komst hann afturtil
nokkurrar heilsu. Ég gleymi því
aldrei er Sigvaldi komst áfætur,
ég studdi hann inn i herbergið,
sem hann vann jafnan í að tón-
smíðum sínum. Augun hvörfl-
uðu að flygelinu og hjá því sett-
ist hann - fingurnir léku ekki
lengur um nótnaborðið, höfug
tár hrundu niður vangana. Lit-
auðgum starfsdegi var lokiö.
Sigvaldi Kaldalóns unni heitt
æskustöðvunum í Reykjavík og
þar andaðist hann í skjóli fjöl-
skyldu sinnar 28. júlí 1946.
Grindvíkingar horföu með trega
eftir Kaldalónshjónunum og
börnum þeirra. Allir höfðu á ein-
hvern hátt notið mannkosta
þeirra og umhyggju. Með brott-
för þeirra hjóna lauk merkum
þætti í byggðarsögu Grindvík-
inga ....
Dagskráin var kynnt jafnóðum
af frú Guðveigu Sigurðardóttur,
sem lagt hefur drjúgan skerf að
menningarmálum í Grindavík.
Leysti hún það verk vel af hendi.
Ekki skal tíunduð söngskráin
hér, það er annarra að gera - þó
skal fyrst minnast á Garðar
Cortes, Ólöfu Harðardóttur,
Halldór Vilhelmsson og Sól-
veigu Björling, ersungu einsönc
við undirleik Guðrúnar Kristins-
dóttur píanóleikara. Þarna mátti
heyra margar gullperlur ís-
lenskra sönglaga og voru undir-
tektir mjög góðar. Þá söng
blandaður kór undir stjórn Sig-
valda S. Kaldalóns yngri (sonar-
sonur tónskáldsins), viö góðar
unditektir. Framlag Grindavíkur
var Barna- og unglingakór undir
stjórn Eyjólfs Olafssonar, tvær
ungar og efnilegar stúlkur
sungu einsöng, þær Ingibjörg
Þórðardóttir 11 ára og Linda
Waage 15 ára. Ingibjörg söng
„Sofðu, sofðu, góði" og Linda
„Nóttin var sú ágæt ein“.
Tónleikar þessir tókust í alla
staöi vel og á Bókasafn Grinda-
víkur hrós skilið fyrir framtak
þetta.
Eyjólfur Olafsson
Grindvíkingar
Fyrsti gjalddagi fasteignagjalda
var 15. janúar, sá næsti verður 15.
marz og sá síðasti verður 15. maí.
Gjaldendur fasteignagjalda í
Grindavík eru góðfúslega beðnir
að gera skil á réttum gjalddögum.
Bæjarstjcri
FAXI - 13