Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1981, Side 19

Faxi - 01.01.1981, Side 19
ÓLAFUR ORMSSON: Ágrip af veðurspám fyrri tíma Kötturinn þótti nokkuö næmur á veðurbreytingar sem svo birtist í ýmsum myndum.t.d. lægi hann í hnipri meö nasirnar upp og höföuðkúpuna niöur, þá var sagt að hann lægi á heilann, og vissi þaö á vont veöur. Stæöi hann allt í einu upp, teygöi úr sér, sneri sér svo aö rúmstólpa eða dyrastaf meö útdregnar klær og rífi þar í „gríö og erg", þá vissi það á versta veöur, og léku kettir sér mikið, vissi það á storm. Og víðar kom kisa viö sögu. Ég reri um árabil meðfor- manni sem var svo illa við aö mæta ketti er hann fór á sjó, að honum var víst skapi næst að hætta við róður þann daginn og ekki dæmalaust aö hann gjöröi það, en gat það nú talist hennar sök? Það held ég varla. Sumtsá nú kötturinn fleira fyrir, heldur en veðurbreytingar. Sumir þeirra þóttu mestu snillingarað sjá fyrir gestakomur. Það sýndu þeir á þann hátt að setjast að hálfu leyti upp og sitja að nokkru leyti ofan á annarri löppinni og sleikja sig síöan aö aftan. Þegar hann sat þannig þá vissi önnur löppin beint upp. Þetta varnefnt „gestaspjót". En þaö var nú ekki alveg sama hvort það var hægri eða vinstri löppin sem myndaði spjótiö í það eða það skiptið; ónei, kisa vissi hvernig sá var innrættur er hún átti von á, og veifaði þá vinstri eða hægri eftir því er við átti og eru til ýmsar broslegar sögur um það sem eigi eiga hér heima. Eitt var það sem mikið mark var á tekið bæöi við sjó og í sveit, en það var báruhljóð eða lækjar- niður, hvernig það færðist til, og það held ég að megi telja öruggt, að vindáttin færðist fljótt til þeirrar áttar sem lækjarniður eða sjávarhljóð færðist til. Sama virtist mérgildahéráSuðurnesj- um sem í Skaftafellssýslu. Tek ég hér dæmi þvl til staðfesting- ar. Ég var 15 ár heimilismaður á Kaldrananesi I Mýrdal. Þar er bæjarlækur er hefur gegnum aldirnar grafiö djúpt gljúfur í móbergið vestan við bæinn, frá læknum barst hljóðið sitt á hvað alla leið sunnan frá þjóðvegi og inn í foss, sem er innst í gilinu, og ég fullyrði að það brást ekki, að hefði sunnan átt verið um tíma og maður heyrði allt í einu að kvöldi aö lækjarhljóöiö var komiö inn í foss, þá var komin noröanátt að morgni og þurrkur um sláttinn. Sama gilti ef norðan átt hafði staöiö og lækjarhljóðið var komiö suður að vegi, þá var vissara að hafa enga þá hluti óvarða úti sem eigi máttu blotna. Eg tala nú ekki um ef Katla setti upp smá þokuhúfu á ama tíma, en Katla er ein af virtustu spá- fjöllum Skaftfellinga, hvaðan sem hún sést, enda eitt hæsta fjall þar í byggö. Svipað var þar að segja um sjávarhljóöiö. Væri Það komið upp fyrir Geitafjall í vestri, vissi það á norðanátt. Væri það austan við Dyrhólaey, vissi það á landsynning og hon- um fylgdi nú venjulega rigning þar. Svipaö reyndist mér hér syðra eftir að ég fluttist hingað til Suðurnesja, enda þar mikið hlustað eftir sjávarhljóði er snemma var róið og útlit óráðið. Ég býst við að þessu hafi verið nánar gefiö gætur meðan árar og segl voru eina hreyfiaflið. Þó held ég að hinir eldri hafi nú haldið sínum siðvenjum og litið til lofts og lagar áöur en þeir reru, og hagað sér og störfum öllum samkvæmt sínu hyggju- viti, jafnvel þó vélar væru komnar í skipin og veðurfræð- ingar farnir að úthrópa sína speki. Ég minnist'eins atviks er ég læt hér fylgja, sem sannar þetta að nokkru. Ég er þá búsettur suður í Höfnum. Þar er þá enn lifandi, en fjörgamall og blindur í mörg ár, merkur for- maður, Bjarni Guðnason, tiltek- inn veðurglöggur og að öllu happaformaður. Hann var í mörg ár heimilismaður í Kotvogi og formaður fyrir það heimili. Hann er þá er þetta atvik skeði, kominn mjög að fótum fram og hefur að nokkru tapað tímaskyni og fór því stundum út um miðjar nætur og ævinlega austur að austasta bæjarkamb- inum og þaðan skimaði hann blindum augum svo sem af vana, út í víðáttuna og hlustaði ásjáv- arhljóðið. Á þessum árum var ungur maður, Björn Lárusson, formaður fyrir Kotvogsskipinu. Að morgni þessa dags er um getur, fer Björn snemma að sjó - sem aðrir formenn í Kirkjuvogs- hverfi. Er hann kemur austast á bæjarhlaðið stendur Bjarni gamli þar og styðst fáklæddur við bæjarkampinn. Veður var léttskýjað, sunnankul, einstök veðurblíða þó enn væri vetur. Björn býður gamla manninum góöan dag og segir, það er blíð- an, Bjarni minn, heldurðu að þaö verði ekki sama í dag? Æi, ég veit það ekki, en reiddu þig ekki ásunnanáttina þegarlíöurá daginn. Þennan morgun reru flestir í Höfnum suður fyrir Hafnaberg þar sem þeir áttu net sín. Skipið sem ég reri á varð fyrir óhappi í framsetningu, svo við töfðumst til kl. 10. Enn var sama veðurblíöan og engar breytingar þar að sjá. Þegar við komum suöur ávik þásléttlygn- ir um tíma og smásnjókorn falla, sem þó enga athygli vakti. Þá eru hinir er fyrstir fóru, á heim- leið. Viö áttum net syðst á Hraununum, og byrjum strax að draga. En er við höfum dregiö eitt net, þá er sem hendi sé veifað og hann rýkur á norðan með þeim ofsa að við lítið varð ráðið. Við náðum tveim netum inn og fengum eitt rúm af fiski, hentum svo út netunum, sem ætlaði nú að ganga nógu illa, enda komiö hart norðurfall og sjór lítt skiplægur þar sem við vorum. Og til að stytta söguna, þá fengum við það versta veöur heim sem ég nokkurn tíma fékk á sjó þau ár sem ég stundaði sjó, en hjálpin var að landbrim var ekkert, svo við gátum þrætt með landi, en það var nógu slæmt samt. Þennan dag fengu margir bátar mjög vont og eitt skip úr Vogum fórst með öllu. Þegar Björn í Kotvogi kom heim, spurði hann Bjarna gamla hvernig hann hefði fundið þessa veðurbreytingu út, sagði hann: Æi, það er ekkert mark takandi á okkur þessum gömlu blindingj- um, þið þessir ungu menn þurfið ekki að gá til veðurs, þið fáiö allan ykkar vísdóm sendan heim". Þannig svaraði þessi gamli veðurspekingur. En þrátt fyrir háa elli og margra ára blindu sem að sjálfsögöu hefur fyrir langa löngu lokaö Bjarna öllum leiðum til beinnar þátttöku ísín- um hugðrstörfum - sjósókninni - þá hefur hann ekki enn misst andlega sjón og heyrn þeim störfum tilheyrandi og gengur enn léttklæddur þessa morgun- stund sem oft áður, - að bæjar- kampinum og skimar og hlustar. En spádóm hans sannreyndum við er á sjó fórum þann dag. Sitt hvaö fleira. • Viöbætir Ýmislegt var það á sjó sem veitt var athygli og tekið mark á, t.d. ef sjó speglaöi mikiö. Það er sem sé æði misjafnt hvað glampaði á sjóinn þó logn og sólskin væri. Stundum er yfir- borð sjávar síkvikt þó stafalogn sé. Þá líkist það smá speglum. Þetta heyröi ég gamla menn telja öruggt merki um storm á næsta dægri, sögðu hann „mundi gretta sig í spegilinn á morgun". Svipað var talið ef sló dökkum blettum á hafflötinn sem nefndar voru „gærur". Þaö vissi á storm, oft snögglega. Sæjust höfrungar hlaupa margir í hóp, vissi það einnig á storm. Allt þetta og fleira þótti vel mark- tækt. Þá var þaö stóðið. Ef þaö - í góðu veðri - færi allt í einu að leika sér og fljúgast á, vissi þaö ævinlega á vont veður. Ef þau við svipuö veöurskilyröi sneru sér mörg til sömu áttar er þau bitu, þá mundi bregöa von bráðar til versnandi veðurs úr sömu átt sem þau sneru rassinum í. Þetta hvort tveggja benti mér Húnvetningur á, og mátti hann vel vita, því hann átti mörg hross og sagði þetta eftir föður sínum. Eitt var þaö er ég man frá mínum smalaárum, aö ef kýrnar bauluðu venju fremur um morg- unmjaltir, þótti það vita á regn, og var kallaö rosabaul í kúnum. Þegar menn hættu að slá var þaö fastur vani flestra aö strjúka vel af Ijánum og brýna Ijáinn áður en orfiö var lagt af sér. Sæist ryðfall á Ijánum er til hans var tekiö aftur, vissi þaö á votviðri bráölega. Þetta held ég aö flest- ir hafi staðreynt er veittu því at- hygli. Þá skyldi enginn leggja þannig af sér hrífu aö tindarnir sneru upp. Þaö gat orsakað rigningu, að sagt var, en líklega orkar það nokkuð tvímælis. Vestan rigning og þoka á vetr- um þótti flestum ills viti og víst er, að þá er oft fljótt að skipast veður í lofti, og til þess bendir hin alkunna aövörun hér á Suö- urlandi svohljóöandi: „Trúðu aldrei vestandögg eða vetrar- þoku, þó eigi sé nema ein nótttil sumars". Sennilega stafar slíkt veðurfar frá nálægð íssins í vesturhafinu, og má þá oft vænta þrálátra vorkulda og sein- færs gróðurs. Þá voru þaö draumarnir. Margir lögöu mikinn trúnað á þá, enda ýmsir þeirra er lögðu trúnaö á drauma sína spakvitrir bæöi á veðurfar og fleira sem snerti dagleg störf, bæði til lands og sjávar. Þó held ég aö sjómenn hafi verið næmari fyrir draumförum sínum, og er það nokkuð að vonum. Þeir voru oftar í bráðri lífshættu erillveður gengu snögglega yfir, einkum meðan opnu skipin voru mest í notkun. Annars er það ekki á mínu færi að skrifa um drauma, alla dreymir eitthvað, en það verður ætíð mjög einstaklings- bundið hverja merkingu hver leggur í svipaða drauma, og víst er að misvitrir eru menn að ræða þær rúnir sem aðrar. Þó held ég að flestum sjómönnum hafi veriö illa viö mjög náin kynni við kvenfólk í draumi, þó fór það nokkuö eftir nöfnum og fleiru. Aftur á móti munu miklar matarbirgðir í draumi veriö vel- flestum sjómönnum - er á annað borð tóku mark á draumum - fyrir góðum afla. Á vetrum var fólki til sveita illa viö að dreyma hvers konar umsýslu við þurr- hey, og einnig mikið gras á jörð. Það var flestum fyrir snjókomu og haröindum, en silfurpening- ar fyrir frosthörkum, og áfengi og annað því fylgjandi vissi alltaf á rok og rigningu. Fer ég svo eigi frekar út í umræöur um drauma, merkingu þeirra og áhrif á athafnir dreym- enda, enda mundi það fylla margar heilsíöur yrði því gerð nokkur viöhlítandi skil, og mundi þó seint tæmandi. Framh. á næstu sfðu FAXI - 19

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.