Faxi - 01.01.1982, Qupperneq 3
lofti. Árið 1946 hreyfði Ingibjörg
í Garðhúsum hugmyndinni um
stofnun björgunarsveitar. Hún
bar þá tillögu formlega upp á
næsta ári og var björgunarsveit-
in þá formlega stofnuð. Fyrst var
hún skipuð 10 mönnum. Tómasi
Þorvaldssyni var faliö að velja
mennina og veita sveitinni for-
ystu, og var hún upphaflega
skipuð þessum mönnum auk
Tómasar: Sigurður Þorleifsson
varaformaður, Guðmundur Þor-
steinsson, Árni Magnússon,
Reginbaldur Vilhjálmsson, Jón
A. Jónsson, Sigurður Gíslason,
Vilbergur Aðalgeirsson og Her-
mann Kristinsson og Þorvaldur
Kristjánsson.
Fjölgað var í sveitinni í þremur
áföngum og nú er hugmyndin
að fjölga enn - úr 40 í 60 manns.
Allur þungi slysavarnastarfs-
ins hefur síðan hvílt á björgunar-
sveitinni, en deildin sem slík er
þó ómetanleg og ómissandi
bakhjarl með fjárstuðningi sin-
um og félagsstarfi. ( dag eru um
400 félagar i Slysavarnadeild-
inni Þorbirni.
Hinn 6. jan. 1947 strand-
aði enski togarinn Louis frá
Fleetwood skammt frá Hrólfsvík
á Hraunsfjöru. Fimmtán manns
var bjargað, en einum skolaði
fyrir borð og drukknaði hann.
Hinn 28. febrúar 1950 strand-
aði olíuflutningaskipið Clam
undir klettabelti við Reykjanes.
Það var hörmulegt sjóslys.
Fimmtíu mannaáhöfn varáskip-
inu, 23 tókst að bjarga en 27
drukknuðu við að fara um borð í
skipsbátana, sem brotsjóirnir
brutu í spón og drukknuðu flest-
ir þeirra. Þessa atviks verður
getið nánar síðar í kvöld.
Hinn 15. apríl 1950 strandaði
enski togarinn Preston North
End frá Grimsby á svokölluðum
Syðstaboða skammt frá Geir-
fuglaskeri, 40 mílur úti í hafi.
Strand hans mun hafa borið að
með lágum sjó. Lenti skipið á
blindskeri. Við aðfallið munu
flestir skipverjar hafa farið frá
borði á skipsbátum. Var þeim
síðar bjargað af nærstöddum
skipum. Eftir um borð voru 6
menn. Okkur barst beiðni frá
Slysavarnafélagi (slands um að
freista þess að hjálpa til. Allir
bátarvoru ílandi. Þungursjórog
ekki sjóveður. Fengum viö
Fróða frá Njarðvík til þess að
fara meö okkur. Skipstjóri var
Egill Jónasson, en hann var
öllum hnútum kunnugur á
þessum slóðum. Ferðin á
strandstað tók 5 klukkustundir.
Aðkoman var þannig, að komið
var nær flóði og stóð ekkert upp
úr af skipinu nema handriö á
stjórnborðsvæng brúarinnar. Á
því héngu 6 menn. Brotsjóir
gengu stöðugt yfir skipið og
færðu skipið og mennina í kaf.
Undrun sætti, að þeim tókst að
halda sér. Milli ólaga og brotsjóa
sást í brúarhornið og handrið
stjórnborös megin á hvalbak.
Egill hafði ekki langa umhugs-
un, heldur ákvað að sigla hlé
megin upp á skerið. Dýpi var um
3 faðmar. Það var kastað akkeri
nokkuð frá skipsflakinu. Við
skutum línu yfir til mannanna.
Viðbrögð þeirra urðu þau, aö
þeir gripu í línuna og hentu sér í
sjóinn og reyndu að svamla til
okkar. Þá slitnaði akkerisfestin
hjá okkur og tókst okkur að
komast nær mönnunum. Fjórum
mönnum tókst að ná með
sæmilegu móti með því að kasta
út bjarghringum og línu og með
því að krækja í þá. Þeim fimmta
var bjargað með svipuðum
hætti, en við illan leik. Þeim
sjötta fipaðist sundið og barst
hann í áttina að soginu aftan við
bátinn. Okkur tókst að krækja í
ermina á stakknum, en hún stóð
þá ein upp úr. Maðurinn komst
fyrst til meðvitundar eftir 5
klukkustundir.
Hinn 30. marz 1953 strandaði
togarinn Jón Baldvinsson undir
Hrafnkelsstaðabergi á Reykja-
nesi með 42 manna áhöfn.
Strandið bar að með lágum sjó.
Leiðin út á strandstað var löng
og erfið, eins og vegurinn var þá.
Þó tókst að komast á strandstað
á tiltölulega skömmum tíma og
okkur tókst að bjarga allri skips-
höfninni, en undir það síðasta
gekk yfir allt skipið, enda þá
mjög aðfallið.
Hinn 7. febrúar 1962 strandaði
vélbáturinn Auðbjörg frá Reykja
vík við Hópsnes. Sex manna
áhöfn var bjargað i land.
Hinn 20. desember 1971
hlekktist m.b. Arnfirðingi á hér í
innsiglingunni með 11 manna
áhöfn og var öllum bjargað í
land.
Hinn 27. febrúar 1973 hlekkt-
ist m.b. Gjafari frá Vestmanna-
eyjum á í brimi og stórsjó á leið
út vikina. Lágsjávað var og tók
skipið niðri svo að gat kom á
það. Þegar komið var á strand-
stað var komiö hörku aðfall. Við
skutum línu út í bátinn og tókst
að bjarga öllum frá borði. Sjóirn-
ir gengu yfir skipið meðan þeim
síðustu var bjargað og hálftíma
siðar var skipið komið á kaf í
brotsjóina.
Hinn 4. ágúst 1974 strandaði
m.b. Hópsnes á Gerðatöngum
með tveimur mönnum og var
þeim bjargað í land.
Hinn 15. september 1977
strandaði Pétursey með einum
manni og var honum bjargað
með tækjum björgunarsveitar-
innar. Er það síðasta björgun
sveitarinnar með fluglínu-
tækjum.
Þá er lokið þessari upptaln-
ingu. Hins vegar er starf slysa-
varnadeildarinnar og björgunar-
sveitarinnar fólgið í fleiru en
björgun manna úr sjávarháska.
Mörg eru þau skiptin, sem
sveitin hefur verið kölluö út til
ýmis konar aðstoðar og björg-
unarstarfa við sjávarsíðuna, til
leitar að týndu fólki og vegna
náttúruhamfara, t.d. meöan á
gosinu stóð i Vestmannaeyjum,
en það yrði of langt upp að telja.
Mér er bæði Ijúft og skylt aö
segja það hér, að aldrei hefur
staðið á neinum hér í Grindavík
að bjóða sig fram til björgunar-
starfa. Á það jafnt við karla sem
konur. En vissulega hefur fólk
skipt með sér verkum. Sumir
hafa staðið í svokallaðri fremstu
viglínu, aðrir við aðstoð í landi
og flutning á mönnum og hjúkr-
un í heimahúsum. Flyt ég þeim
öllum alúðarþakkir fyrir langt og
gott samstarf í þessum efnum
sem öðrum, er að slysavörnum
lúta. Starfsfólki öllu hjá Slysa-
varnafélagi (slands, svo og
forystumönnum slysavarna i ná-
grannabyggöarlögum þakka ég
einnig góða samvinnu og aö-
stoð á liðnum árum.
Ég ætla mér ekki þá dul að
geta talið upp allar þær mörgu
og góðu gjafir, sem slysavarna-
deildinni hafa borist, bæði frá
innlendum og erlendum aðilum,
Haraldur Henrýsson, varaform SVFf,
flytur ávarp og þakklr tll Þorbjörns-
manna fyrir farsælt starf
á vegum SVFl.
en öllum færi ég bestu þakkir
fyrir.
( upphafi gáfu landeigendur i
Grindavík land undir björgunar-
skýli. Það var byggt i sjálfboða-
vinnu og fyrir framlag Grindvík-
inga sjálfra. Það er nú 50 ára
gamalt og þarf að standa sem
minnisvarði um framtak Grind-
víkinga í slysavarnamálum. Nú
hefur deildin eignast nýtt og
stærra hús skammt frá hinu
gamla. Verður þaö væntanlega
vígt og tekið í notkun á næsta
ári.
Þetta er engin tæmandi
skýrsla um starf Slysavarna-
deildarinnar Þorbjörns, og vafa-
laust hef ég gleymt einhverju,
sem minnast hefði átt á. Yfirleitt
hef ég sneitt hjá þvi að nefna
nöfn, enda slíkt oft nokkurt
vandamál.
Ég hef áður minnst á, að
nokkur deyfð hafi komið í starf-
semi deildarinnar um tíma. Út af
fyrir sig tel ég það ekki óeðlilegt.
Bæði var það, að engin skips-
strönd voru á þeim tíma, sem
betur fer, og enginn geturallatið
verið á fullum spretti. Hvíldin er
nauðsynleg milli átaka, svo aö
menn geti endurheimt orku sína,
og slysavarnadeildinni er ætlað
að starfa um ókomin ár.
Kyndill sá, er kveiktur var meö
stofnun Slysavarnafélags ís-
lands hefur þegar logað i hálfa
öld og lýst út til stranda, inn til
dala og upp til heiða.
Það er ósk mín, að á þessum
kyndli slokkni ekki og hann
megi ávallt lýsa því fólki, sem vill
vinna að því að koma i veg fyrir
óhöpp og slys og bjarga fólki úr
nauðum. Megi sú keðja deilda
og björgunarsveita Slysavarna-
félags (slands, sem spannar um
landið allt, ávallt verða þess
megnug að vera raunverulegt
björgunarbelti fyrir alla þá, sem
lenda í nauðum á sjó eða landi.
Fulitrúar slysavarnadeilda og björgunarsveita í umdæmi I taka viö fána Slysavarnadeild-
arinnar Þorbjörns. F.v.: Guörún Ármannsd. Keflavik, Þorsteinn Marteinss. Keflavík,
Erlingur Thoroddsen Rvfk, Jón Borgarss. Höfnum, Kristján Hall Rvlk, Hulda Sigurjónsd.
Hafnarf., Guörún Guömundsd. Rvlk, Guörún Pótursdóttir Garöi, Höröur Kristinss.
Sandg., Haraldur Henrýss. Rvlk, Bjarni Björnss. Hafnarf., Ásgeir Hjálmarss. Garði, Sig-
urður Guöjónss Sandg., Einar Sigurjónss Hafnarf., Eggert Ólafss. Kjalarn. Gunnar
Tómass. Grindav., stendur aö baki Einars. - Tómas Þorvaldsson afhendir fánana.
FAXI-3