Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.01.1982, Qupperneq 8

Faxi - 01.01.1982, Qupperneq 8
Vígsluhátíð Við vígslu nýbyggingar Sjúkrahúss Keflavíkurlækn- ishéraðs, 19. des. sl., voru margir gestir og sveitar- stjórnarmenn af Suðurnesj- um. Eftir að hafa skoöað hús- næði og tæki var boðið til kaffiveislu i Stapa. Forstjóri Sjúkrahússins, Eyjólfur Eysteinsson, stjórn- aði samkvæminu og flutti ávarp. Margar ræður voru fluttar, m.a. af heilbrigðis- málaráöherra Svavari Gests- syni. Einnig voru sjúkrahús- inu færðar gjafir. Aðalræðuna flutti formað- ur sjúkrahússtjórnar, Stein- þór Júliusson, bæjarstjóri, og fer hún hér á eftir: Háttvirtur heilbrigðismálaráð- herra, virðulegu alþingismenn, ráðuneytisstjóri heilbrigöis- ráðuneytis, sveitarstjórnarmenn og aðrir góðir gestir. Ég vil í nafni stjórnar Sjúkra- húss Keflavíkurlæknishéraðs bjóöa ykkur öll velkomin til þessa samsætis. í dag fögnum við merkum áfanga í heilbrigðis- málum okkar Suðurnesjamanna þvi að í dag er formlega tekinn í notkun fyrsti áfangi í nýrri upp- byggingu Sjúkrahúss Keflavík- urlæknishéraðs. Það hafði lengi verið Ijóst, að nauðsynlegt var að stækka Sjúkrahúsið hér í Keflavík. Um- ræður um það hófust af alvöru árið 1958, en engin ákvörðun var tekin fyrr en með samþykkt stjórnar sjúkrahússins í nóvem- ber 1971. Það var svo árið 1972 að fyrsta fjárveiting fékkst til byggingarinnar, en þá var fyrir alvöru hafin undirbúningur málsins. [ samráði við heilbrigðismála- ráðuneytið vargerð heildaráætl- un um uppbyggingu sjúkra- hússins, þar sem gert var ráð fyrir að byggja húsið í þremur áföngum. Fyrsti áfanginn er sá sem formlega er verið að taka í notkun í dag, annar áfanginn skyldi verða heilsugæslustöðog þriðji áfanginn á að rúma allt að 60 sjúkrarúmum auk aðstöðu fyrir ýmsar stoðdeildir. Það var í nóvember 1975 að hafist var handa og fyrsta skóflu- stungan tekin af Valgerði Pét- ursdóttur, ráðskonu við Sjúkra- húsið í Keflavík. Þá var ráðgert að húsið yrði tekið í notkun árið 1978, en af ýmsum ástæðum drógust framkvæmdir á lang- inn, og það var ekki fyrr en á þess ári sem húsiðertekiðífulla notkun. Nú þegar þessum fram- kvæmdum er lokið, er skipan á Sjúkrahúsinu í Keflavík í megin- dráttum sem hér segir: Á efri hæð hússins eru legu- deildir þar sem eru 38 sjúkra- rúm, þar af 8 sjúkrarúm á fæð- ingargangi, fæðingarstofa, skurðstofa, vaktstofur, lín- og ræstingarherbergi, sótthreins- unarherbergi og setustofa, svo nokkuð sé nefnt. Efri hæðin er samtals 1.oo8,3 ferm. Á neðri hæð hússins eru ýmsar þjónustudeildir svo sem röntgen, rannsóknarstofa, skoð- unar- og viðtalsherbergi, ritara- herbergi, þar er einnig spenni- stöð, vararafstöð, geymslurfyrir eldhús og gang, þvottahús, bún- ingherbergi fyrir starfsfólk, eldhús og matsalur. Þar er einnig fyrirhuguð slysastofa. Rétt er að taka það fram, að hluti þjónusturýmis er hannaður með frekari stækkun sjúkrahússins fyrir augum, svo sem eldhúsið. Neðri hæðin er samtals 1.025,4 ferm. Húsið er því alls 2.033,7 ferm, en var áður 731,6 ferm. Hönnuðir hússins voru Arki- tektastofan sf., arkitektar þeir örnólfur Hall og Ormar Þór Guðmundsson, og innanhúss- arkitekt Guðmundur Einarsson, auk Fjarhitunar hf., Rafteiknun hf. og Hönnunar hf. Framkvæmdir hafa annast frá byrjun byggingaframkvæmda Bragi Pálsson, Samtak hf. og Reynir hf., sem hefur verið aðal- verktaki hússins. Framkvæmdadeild Innkaupa- stofnunar ríkisins hefur haft um- sjón með verkinu af hálfu verk- i-ra v.: Ylinæknu, v.MU.össont Orrr.af Þor Guðmunasson arkitekt, Valgeröur Pétursdóttir ráöskona, örnólfur Hall arkitekt, og Rögnvaldur Þor- kelsson verkfræölngur . Ilmvötn og baðvörur frá hinum heimsþekkta }it$AINl^URENr í úrvali fyrir karlmenn og konur. Apótek Keflavíkur Steinþór Júlfusson, bæjarstjóri kaupa og hefur umsjónarmaður verið Björn Sigurðsson, en fyrir hönd byggingaraðila Eyjólfur Eysteinsson. Öllum þessum að- ilum er hér með þökkuð þeirra störf. Fullyrða má að stigið hafi verið stórt skref fram á við í heilbrigðismálum okkar Suður- nesjamanna, því aðstaða öll gjörbreytist fyrir starfsfólk og aðstaða fyrir þá sem á vist þurfa að halda, auk þess sem sjúkra- rúmum fjölgar um 13. Þrátt fyrir fjölgun sjúkrarúma úr 25 í 38 er ekki reiknað með að fjölga þurfi starfsfólki að nokkru ráði við stofnunina, þar sem þessir 38 sjúklingar liggja nú á einni og sömu deildinni á annarri hæð sjúkrahússins. Áður var hluti hinna 25 sjúklinga á tveimur hæðum. Breyting þessi hefur augljóslega mikið liagræði í för með sér, þar sem launakostn- aður sjúkrahúsa er mikill, 65- 75% af heildarkostnaði. En þó einum áfanga sé náð, má ekki láta staðar numið, því enn er þörfin til úrbóta knýjandi, þó einkum er varðar heilsugæsl- una. Á sl.ári fór mikill tími í að kanna hvort æskilegt væri að leysa húsnæðisvanda heilsu- gæslustöðvarinnar í Keflavík með því að taka á leigu húsnæði eða kaupa. Nokkur hús voru skoðuð og rætt við eigendur þeirra. Niðurstaða varð þó sú, að æskilegast væri að halda fyrri áætlun og halda áfram með uppbyggingu sjúkrahússins með því að byggja heilsugæslu- stöðina í tengslum við það, en nokkur hluti þáverandi ástands var leystur með því að flytja mæðraskoðunina í húsnæði sjúkrahússins. Allt kapp var svo lagt á að fá fé á fjárlögum ársins 1981 til að hægt væri að hefja framkvæmdir á þessu ári, bæði með viðtölum við formann fjár- veitinganefndar, þingmenn kjör- dæmisins og ráðuneytið. Enn- FAXI-8

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.