Faxi

Volume

Faxi - 01.01.1982, Page 9

Faxi - 01.01.1982, Page 9
fremur meö bréfaskriftum m.a. með bréfi 3. okt. 1980, en þar segir m.a.: „Stjórnir Sjúkrahússins og Heilsugæslustöðvarinnar hafa gert áætlun um að II. áfangi í uppbyggingu sjúkrahússins verði heilsugæslustöð, sam- byggð sjúkrahúsinu eins og lög gera ráð fyrir. III. áfangi er áætl- aður nýtt sjúkrahús með allt að 60 sjúkrarúmum. Svaitarfélögin á Suðurnesjum hafa starfrækt heilsugæslustöð í leiguhúsnæði að Sólvallagötu 18 í Keflavík. Húsnæðið er 140 ferm. ( upphafi var reiknað meö þessu húsnæði aðeinstil bráða- birgða, enda fullnægir það engan veginn þeim lágmarks- kröfum sem lög gera ráð fyrir. Um nánari upplýsingar á starfs- aðstöðu og þeirri þjónustu sem veitt er við heilsugæslustöðina vísa ég i hjálögð bréf. ífyrsta lagi skýrslu hjúkrunarforstjóra, Jó- hönnu Brynjólfsdóttur, og í öðru lagi skýrslu Ingibjargar Magnúsdóttur, deildarstjóra í heilbrigðismálaráðuneytinu, og í þriðja lagi bréf Kjartans Ólafs- sonar, héraðslæknis, dags. 30. sept. 1980, til starfshóps um heilbrigðismál, c/o Þröstur Ólafsson, og bréf sama aðila dags. 22. apríl 1980 til deildar- stjóra Jóns Ingimarssonar. Eins og fram kemur hér, er mjög aðkallandi aðframkvæmd- ir við II. og III. áfanga geti hafist hið allra fyrsta. Stjórnir Sjúkra- húss Keflavíkurlæknishéraðs og Heilsugæslustöðvar Suðurnesja fara því hér fram á það við Al- þingi, að veitt verði fé til hönn- unar heilsugæslustöðvar við sjúkrahúsið þegar á fjárlögum næsta ár. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Sjúkrahúss Keflavíkurlæknis- héraðs, Steinþór Júlíusson." Þetta bréf var sent fjárveit- inganefnd og heilbrigðisráðu- neytinu. Kjartan Ólafsson hér- aðslæknir hafði jafnframt lagt málinu lið með ítrekuðum til- lögum til heilbrigðisyfirvalda um úrbætur. Ekki verður ráðist í stórframkvæmdir eins og heilsugæslustöð, nema til sé fé til framkvæmda. Það urðu því nokkur vonbrigði að ekki skyldi fást fé á fjárlögum þá til annars en byrjunar hönnunarkostnað- ar, kr. 50.000. Þó má segja að það hafi verið betra en ekkert, því með þessari fjárveitingu veitti ríkið í raun heimild til áframhaldandi upp- byggingar sjúkrahússins, a.m.k. að áliti okkar, og þarsem það var álit stjórnar heilsugæslustööv- arinnar að flýta bæri fram- kvæmdum, gerði stjórnin eftir- farandi samþykkt á fundi sínum 14. jan sl.: ,,Það er löngu Ijóst, að hús- næði það sem heilsugæslan er nú í, er orðið allt of lítið. Starfs- aðstaða er af þeirri ástæðu mjög erfið og biðstofa ófullnægjandi. Til að bæta úr til bráðabirgða verður mæðraskoðun flutt í hús- næði sjúkrahússins, þegar það verður tilbúið eftir lagfæringar, væntanlega um mánaðamótin jan.-febr. Stjórn heilsugæslu- stöðvarinnar hefur samþykkt að hefja byggingaframkvæmdir að nýrri heilsugæslustöð sem yrði í tenglum við nýju álmu sjúkra- hússins, og lagði hún mikla áherslu á það við fjárveitinga- nefnd og heiIbrigöisyfirvöld að fé yrði veitt til framkvæmda á þessu ári (1981). Á fjárlögum 1981 er aðeins veitt nkr. 50.000 (gkr. 5.000.000) upp í hönnunar- kostnað. Gerð hefur verið frum- kostnaðaráætlun yfir bygging- una og er gert ráð fyrir að kostn- aður við að steypa undirstöður og Ijúka gólfplötu sé nýkr. 400.000 á verðlagi í nóv. 1980. Stjórn Heilsugæslustöðvar Suðurnesja telur knýjandi nauð- syn á að á þessu ári verði hafist handa um byrjun á byggingu heildugæslustöðvar og leggur því til við sveitarstjórnirnar að á fjárhagsáætlun þeirra verði varið fé til framkvæmdanna, samtals nýkr. 600.000, til hönn- unar og framkværhda. Fyrir þá upphæð ætti að vera hægt að Ijúka gólfplötu. Stjórnin lítur svo á, að með fjárveitingu á fjárlög- um, þó lítil sé, hafi fengist sam- þykki stjórnvalda til að hefja framkvæmdir, og að á næstu árum muni verða veitt fétilfram- kvæmdanna eftir þvi sem byggingunni miðar áfram." Haldnir voru fundir með læknum og fulltrúum starfs- fólks, svo og starfsmönnum ráðuneytis umfyrirkomulag inn- an húss. Arkitektar hófu jafn- fraint að vinna að teikningu hússins og útreikningi á rýmis- forsögu. Gerð var ný kostnaðaráætlun sem miðast við byggingavísitölu 682 stig og er uppá6.720.000 kr. Stjórnin lagði síðan alla áherslu á að fá fjárveitingu á fjárlögum ársins 1982, svo hægt væri að hefja framkvæmdir af fullum krafti. Nú hafa þau gleðitíðindi bor- ist, að í fjárlagafrumvarpi ríkis- ins fyrir næsta ár (1982) er all veruleg upphæð, eða kr. 3.500.000, sem renna á til annars áfanga, sem er bygging heilsu- gæslustöðvar, allar teikningar eru nú tilbúnar og unnið er að gerð útboðsgagna. Fyrir þá fjár- veitingu sem fengist hefur, ætti örugglega að vera hægt að gera húsnæðið fokhelt á næsta ári og e.t.v. verður hægt að gera húsið tilbúið undir tréverk, og ef jafn rausnarlega verður staðið að fjárveitingum árið 1983 og nú er gert, verður væntanlega hægt að Ijúka byggingu heilsugæslu- stöðvar 1983, eins og upphaf- lega var ráðgert. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem lagt hafa þessu máli lið. Ég vil að lokum þakka öllum þeim fjölmörgu sem unnu að þeim áfanga sjúkrahússins, sem nú er formlega tekinn í notkun. Megi heill og hamingja fylgja þessum húsakynnum um ókomin ár, Suðurnesjabúum til heilla. Út á djúpið Út á djúpið einn á báti aldinn rær. Bungumikla báran kalda bátinn þvær. Grimmur Ægir, grettinn, hvæsir, gamalær. Löðrung bátnum lipra, sterka léttan slær. Ingvar Agnarsson Opið alla virka daga frá kl. 9 - 22 á kvöldin. Alla laugardaga og sunnu- daga frá kl. 10 - 20. Leitið ekki langtyfirskammt. Úrvalið er hjá Nonna & Bubba. Munið lága vöruverðið okkar. FAXI-9

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue: 1. tölublað (01.01.1982)
https://timarit.is/issue/331349

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. tölublað (01.01.1982)

Actions: